Innlent

Framboðið jók tengslanet Íslands til framtíðar

Frá allsherjarþingi SÞ.
Frá allsherjarþingi SÞ. MYND/AP

Þótt Ísland hafi ekki náð kjöri til öryggisráðsins að þessu sinni hefur framboðið stóreflt þátt Íslands í alþjóðasamstarfi að mati utanríkisráðuneytisins.

Í tilkynningu vegna niðurstöðu kosninganna, þar sem Ísland laut í lægra haldi fyrir Tyrklandi og Austurríki, segir að kynningarstarfið hafi gert Íslandi kleift að koma á og efla tengslanet sem Ísland muni nýta sér á komandi árum til að standa vörð um íslenska hagsmuni. Almennt sé viðurkennt að framboðið hafi styrkt norrænt samstarf á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×