Fleiri fréttir

Össur segir ekki þörf á loftrýmisgæslu Breta

Íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri þeim skilaboðum til NATO að ekki sé þörf á því að Bretar annist loftrýmisgæslu Íslands. Starfandi utanríkisráðherra segir að það myndi misbjóða þjóðarstolti Íslendinga ef Bretar kæmu hingað til þess að verja okkur. Forsætisráððherra segir hins vegar enga ákvörðun hafa verið tekna hvort breski herinn komi.

Hristist allt og skalf

„Það hristist allt hér og rúðurnar titruðu," segir ábúandi á bæ um sjö kílómetra austan við Kirkjubæjarklaustur um skjálfta sem varð í Vatnajökli laust eftir klukkan hálfellefu í morgun.

Snarpur skjálfti í Vatnajökli skammt frá upptökum Skaftárhlaups

Jarðskjálfti upp á 3,8 á Richter varð fimm kílómetra austin við Hamarinn í Vatnajökli um klukkan 10.40 í morgun. Fram kemur í tilkynningu frá eftirlitsdeild eðlisfræðisviðs Veðurstofu Íslands að fólk hafi orðið vart við skjálftann, en það var statt nokkrum kílómetrum austan við Kirkjubæjarklaustur.

Fleiri námsleiðir á Akureyri vegna fjármálakreppu

Háskólinn á Akureyri hefur ákveðið að leggja sitt af mörkum í efnahagsþrengingunum. Á fundi framkvæmdarstjórnar Háskólans á Akureyri í gær var ákveðið að innrita í háskólann um áramót.

Kosning hafin í öryggisráðið - Bein útsending

Kosning í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hófst klukkan tvö að íslenskum tíma en Ísland er meðal þeirra þjóða sem sækjast eftir sæti þar eins og fram hefur komið. Hægt er að horfa á útsendinguna á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna.

Fóðurinnflutningur með eðlilegum hætti

Innkaup á korni til fóðurgerðar eru í eðlilegum farvegi að sögn framkvæmdastjóra Fóðurblöndunnar, Eyjólfs Sigurðssonar. Þetta kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins.

Þorskkvóti aukinn um fimmtung í Barentshafi

Samkomulag hefur náðst á milli Norðmanna og Rússa um að auka þorskkvóta í Barentshafi um 20% frá yfirstandandi ári. Kvótinn verður 525.000 tonn fyrir árið 2009. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi útgerðarmanna.

Hafnfirskt Samfylkingarfólk styður Ingibjörgu og vill í ESB

Stjórnir Samfylkingarfélaganna í Hafnarfirði lýsa yfir fullum stuðningi við yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns flokksins, um mikilvægi þess fyrir íslenskt samfélag að hafnar verði aðildarviðræður um inngöngu í Evrópusambandið. Bein lýðræðisleg aðkoma íslensku þjóðarinnar að þeirri ákvörðun er skref sem tímabært er að taka.

Eldsneytisverð lækkar umtalsvert

Olíufélögin hafa nú hvert af öðru lækkað eldsneytisverð umtalsvert og bensínlítrinn sums staðar kominn niður fyrir 160 krónur.

Atlantsolía lækkar eldsneytisverð um 6 krónur

Atlantsolía lækkar í dag verð á bensíni og díselolíu um sex krónur. Eru algengustu verð þessara vara frá fyrirtækinu þá 159,10 krónur lítrinn af bensíni og 178,90 krónur lítrinn af díselolíu.

Sakfelldur fyrir að neyða dreng til að fara í sturtu

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sakfellt Mann fyrir að hafa með yfirgangi og ruddalegum hætti í Íþróttamiðstöð Ólafsfjarðar fært dreng nauðugan úr fötunum og sett hann í sturtu í búnings­að­stöðunni.

Laxerað á norskum þjóðvegum

Það þarf ekki að standa úti í kaldri á og bíða þar og vona með öngulinn sinn eftir að lax bíti á í Tynset í Noregi þessa stundina, því nú er hægt tína þar lax upp af jörðinni í því magni sem hver vill.

Gæsluvarðhaldskrafa yfir fíkniefnaframleiðendum ræðst í dag

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ákveður í dag hvort krafist verður gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir tveimur af fjórum mönnum, sem handteknir voru í gær þegar lögregla afhjúpaði umfangsmikla fíkniefnaframleiðslu í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði í gær.

Slapp útrúlega vel úr bílveltu

Karlmaður, sem var einn í bíl sínum, slapp ótrúlega lítið meiddur að sögn lögreglu, þegar bíll hans fór út af Eyrarbakkavegi, skammt frá Stokkseyrarafleggjaranum á tólfta tímanum í gærkvöldi.

Fordæmalaus forgangsakstur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá unga menn í gærkvöldi, eftir að þeir höfðu ekið um götur með sírenuvæli þannig að aðrir ökumenn forðuðu sér til hliðar eða upp á gangstéttir.

Fjórum sinnum fleiri skoða flugfargjöld til Íslands vegna kreppunnar

Fjórum sinnum fleiri Bretar hafa skoðað flugfargjöld til Íslands á réttum mánuði miðað við mánuðinn þar á undan eða frá því að fregnir fóru að berast af veiku gengi krónunnar. Þetta kemur fram á ferðafréttavefnum Skyscanner.net sem fylgist með slíkri umferð á Netinu.

Íslendingar tryggja sig með Rolex úrum

Sala á Rolex úrum hefur aukist að undanförnu að sögn Franks Michelsen úrsmiðs, sem hefur umboð fyrir úrin hér á landi. Frank sagðist í samtali við Vísi ekki vilja gefa nákvæmlega upp hversu mikil aukningin hefur verið en að hún væri marktæk aukning í sölu. Frank sagði að það væru aðallega Íslendingar sem væru að kaupa úrin.

Fjórði maðurinn enn í haldi lögreglu

Fjórði maðurinn, sem handtekinn var í tengslum við fíkniefnaframleiðslu í Hafnarfirði í dag, er enn í haldi lögreglu. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á

Ferðamönnum mætti fjölga um 25%

Fjögur af fimm stærstu dagblöðunum í Bretlandi birtu greinar í helgarútgáfum sínum, þar sem Bretar voru hvattir til að nýta sér veikt gengi krónunar til að gera hagstæð jólainnkaup á Íslandi.

Ríkið sýknað af bótakröfu vegna frelsisskerðingar

Hæstiréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af skaðabótakröfu manns sem var handtekinn við komuna til Íslands í mars 2005. Hafði maðurinn verið handtekinn þegar hann kom með Norrænu til Seyðisfjarðar þar sem nafn hans hafði komið fram í Schengen- upplýsingakerfinu yfir eftirlýsta menn.

Mótmæla Davíð Oddssyni

Hópur undir forystu Harðar Torfasonar, Dr. Gunna, Kolfinnu Baldvinsdóttur og fleiri efna til mótmæla á laugardaginn til að knýja á um að Davíð Oddssyni seðlabankastjóra verði vikið frá störfum.

Tveir á reynslulausn á meðal hinna handteknu

Líkt og Vísir hefur greint frá hefur lögreglan handtekið fjóra karlmenn í tengslum við fíkniefnaframleiðsluna í Hafnarfirði. Þrír hinna handteknu, sem allir eru íslendingar, eru á þrítugsaldri og einn á fertugsaldri.

Tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald

Tveir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 30. október í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á ætlaðri framleiðslu fíkniefna í Hafnarfirði.

Fríkirkjan verður lýst bleik

Fríkirkjan í Reykjavík verður lýst bleikum ljósum klukkan sjö kvöld, í tilefni af árvekniátaki Krabbameinsfélags Íslands um brjóstakrabbamein. „Við erum stolt af því að taka þátt í þessu átaki, en baráttan gegn brjóstakrabbameini er barátta okkar allra.

Hefði dugað í rúmt tonn af efni

Lögreglan réðst í morgun til inngöngu í eiturlyfjaverksmiðju í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Hald var lagt á háþróuð tæki til fíkniefnaframleiðslu, efni sem talið er að sé amfetamín, ríflega 20 kíló af hassi og efni til framleiðslu. Þar á meðal tonn af mjólkursykri.

Kosið í öryggisráðið á morgun

Það ræðst á morgun hvort Ísland nær kjöri í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir tímabilið 2009-2010 en þá fara fram kosningar þar að lútandi í New York. Í fyrsta sinn er Ísland í framboði, en ríki Norðurlanda hafa skipst á að bjóða fram norrænt framboð undanfarna áratugi.

Búið að handtaka fjórða manninn

Lögreglan var rétt í þessu að handtaka fjórða manninn í tengslum við fíkniefnaframleiðslu við Rauðhellu í Hafnarfirði. Þrír menn voru handteknir í morgun og sá fjórði á Keflavíkurflugvelli. Sá var að koma með flugi til landsins og er Íslendingur. Hann er á þrítugsaldri og hefur komið við sögu lögreglu áður líkt og hinir þrír.

Þjónusta Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna efld

Ákveðið hefur verið að efla þjónustu Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna í samræmi við tilmæli félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur og samkomulags félags- og tryggingamálaráðuneytisins, Íbúðalánasjóðs og Reykjavíkurborgar.

Sjá næstu 50 fréttir