Erlent

Haider borinn til grafar í dag

Tug þúsundir syrgjenda eru í borginni Klagenfurt í Austurríki þar sem öfgahægrimaðurinn Jörg Haider verður borinn til grafar í dag. Hann lést í bílslysi fyrir viku.

Blóðrannsókn hefur leitt í ljós að hann var ölvaður undir stýri þegar slysið varð og ók bíl sínum á tvöföldum leyfilegum hraða. Haider var leiðtogi Framtíðarbandalags Austurríkis, sem er öfgahægriflokkur með harða stefnu í innflytjendamálum og andsnúinn Evrópusambandinu.

Flokkurinn vann nokkurn sigur í þingkosningum í síðasta mánuði. Syrgjendur hafa flykkst til Klagenfurt til að votta Haider virðingu sína í dag. Meðal þeirra sem verða viðstaddir jarðarförina eru forseti og kanslari Þýskalands.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×