Innlent

Læknar samþykkja samning með rússneskri kosningu

Birna Jónsdóttir er formaður Læknafélags Íslands.
Birna Jónsdóttir er formaður Læknafélags Íslands.

Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt nýjan kjarasamning sem samninganefnd félagins og samninganefnd ríkisins komust að 1. október.

Rafræn póstkosning hófst 7. október og lauk henni í gær. 77% félagsmanna tóku þátt í kosningunni og bárust 650 atkvæði. Samningurinn var samþykktur með afgerandi meirihluta 555 atkvæða eða ríflega 95% atkvæða þeirra sem tóku afstöðu. 60 skiluðu auðu og 35 sögðu nei. ,,Þetta er bara eins og rússnesk kosning," sagði Birna Jónsdóttir formaður Læknafélags Íslands í samtali við Vísi.

,,Ég túlka þetta þannig að menn gera sér grein fyrir því að það verði allir að taka á sig kjaraskerðingu. Þetta er bara raunveruleikinn í dag og mér finnst læknar staðfesta það," sagði Birna.

Samkvæmt samkomulaginu hækka grunnlaun lækna um rúmlega 20 þúsund krónur á mánuði auk þess sem yfirvinnugreiðslur hækka. Gildistími hans er frá 1. september og út mars á næsta ári.

Í júlí felldu félagsmenn í Læknafélaginu í hefðbundinni póstkosningu kjarasamning við ríkið með 57% gildra atkvæða. Mikil óánægja var með ungra lækna með samninginn.






Tengdar fréttir

Óttast að læknanemar flýi land

Gunnar Ármannsson, framkvæmdastjóri Læknafélagsins og formaður samninganefndar félagsins, óttast flótta lækna úr landi og sér í lagi nýútskrifaðra lækna vegna launakjara stéttarinnar.

Samkomulag lækna hljómar ekki sérstakt

,,Ég á eftir að sjá smáa letrið en þetta hljómar ekki beisið," sagði Ragnar Freyr Ingvarsson formaður Félags ungra lækna í samtali við Vísi um nýjan kjarasamning Læknafélags Íslands og samninganefndar ríkisins.

Stefnir í harðvítugar deilur ríkis og lækna

Læknafélagið kannar nú hug félagsmanna sinna til verkfallsaðgerða til að knýja fram launahækkanir. Formaður samninganefndar lækna hefur miklar áhyggjur af stöðu mála og segir stefna í harðvítugar deilur.

Læknar greiða atkvæði um kjarasamning

Kosning um samkomulag um nýjan kjarasamning sem samninganefnd Læknafélags Íslands og samninganefnd ríkisins komust að 1. október hófst í gær og stendur til hádegis 16. október. Kosningin er rafræn og fer fram í gegnum internetið.

Samkomulag ljósmæðra hefur áhrif á kjaradeilu lækna

Málamiðlunartillaga ríkissáttasemjara sem ljósmæður samþykktu fyrir stundu hefur bein áhrif á kjaradeilu lækna og samninganefndar ríkissins en næsti fundur í viðræðunum hefst eftir nokkrar mínútur.

Hugur lækna til kjaradeilu skýrist á morgun

Læknafélag Íslands hefur látið kanna hug félagsmanna sinna til kjardeilu lækna við hið opinbera. Rafræn fyrirspurn var send til félagsmanna og verða niðurstöður könnunarinnar kynntar á aðalfundi Læknafélagsins sem fer fram á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×