Innlent

Meiddist á höfði í bílveltu á Reykjanesbraut

MYND/Vilhelm

Bílvelta varð á Reykjanesbraut við Vogaveg um þrjúleytið í nótt. Að sögn lögreglu á Suðurnesjum var ökumaður einn í bílnum og var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar en hann mun hafa meiðst á höfði.

Þá tók lögregla þrjá ökumenn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og einn fyrir ölvunarakstur. Enn fremur gista tveir menn fangageymslur lögreglunnar fyrir að hafa verið með ölvun og ólæti í miðbæ Reykjanesbæjar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×