Innlent

Vel gengur að taka niður fíkniefnaverksmiðjuna í Hafnarfirði

Frá aðgerðum lögreglunnar í gærmorgun.
Frá aðgerðum lögreglunnar í gærmorgun.

Slökkviliðsmenn hafa unnið með lögreglunni að því í allan dag að taka niður fíkniefnaverksmiðjuna sem lögreglan upprætti í gær. Þær upplýsingar fengust hjá slökkviliðinu að um 6-8 starfsmenn þess hefðu verið að störfum þar í dag og að verkið væri nánast klárað.

Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að dópverksmiðjan er talin hafa getað framleitt um 300 kíló af amfetmíni á viku eða um 1,2 tonn á mánuði. Sérfræðingar frá Europol segja hana mjög fullkomna en komið hefur fram í máli lögreglunnar að sprengihætta fylgi slíkum verksmiðjum. Því var óskað eftir aðstoð frá eiturefnadeild slökkviliðsins og erlendum sérfræðingum við að taka verksmiðjuna niður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×