Innlent

Ýmsar þjóðir sem höfðu lofað stuðningi sneru við okkur baki

MYND/Pjetur

Ingibjörg Sólrún Gíslasdóttir utanríkisráðherra segir það mikil vonbrigði að Ísland hafi ekki náð kjöri í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Ísland hlaut aðeins 87 atkvæði kosningunum í New York í dag en Austurríkismenn og Tyrkir tryggðu sér sæti Vestur-Evrópu í ráðinu.

Á blaðamannafundi eftir kosninguna var Ingibjörg Sólrún spurð að því hvort hún teldi að fjármálakreppan á Íslandi hefði haft áhrif á niðurstöðuna og sagði hún að framkoma Breta hefði ekki verið hjálpleg. Þá hefðu margar þjóðir sem lofað hefðu stuðningi snúið við okkur baki. Sendiherrar Bandaríkjanna og Bretlands voru einnig á fundinum en þeir töldu ekki að fjármálakrísan hefði haft áhrif á niðurstöðu kosninganna.

Ingibjörg Sólrún verður í viðtali í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld klukkan 18.30.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×