Erlent

Stórtíðinda að vænta frá Norður-Kóreu?

Kim Jong-il.
Kim Jong-il.

Norðurkóreskir erindrekar víða um heim hafa verið beðnir um að halda sig nærri sendiráðum sínum því von sé á mikilvægum skilaboðum á næstunni. Frá þessu greinir japanska blaðið Shimbun í dag.

Þar er vitnað til fjölda heimildarmanna sem tengjast málinu en þeir segja að skilaboðunum hafi verið komið á framfæri síðustu aga. Frekari upplýsingar eru ekki gefnar um málið en líkum er leitt að því að fregnirnar tengist samskiptum Kóreuríkjanna tveggja eða heilsu Kim Jon-il, leiðtoga Norður-Kóreu.

Vangaveltur hafa verið uppi um heilsu hans að undanförnu eftir að fregnir hermdu að hann hefði fengið heilablóðfall í ágúst. Þá hafa samskipti Norður- og Suður-Kóreu stirnað á undanförnum dögum vegna þeirra yfirlýsinga forseta Suður-Kóreu að hann vilji stöðva það sem hann kallar skilyrðislausa aðstoð við Norður-Kóreumenn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×