Innlent

Þriðji maðurinn í varðhald vegna fíkniefnaverksmiðju

MYND/Stöð 2

Héraðsdómur hefur úrskurðað þriðja manninn í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fíkniefnaframleiðslu í Hafnarfirði sem stöðvuð var í gær. Skal hann sæta varðhaldi til 30. október líkt og hinir tveir sem úrskurðaðir voru í varðhald í gær.

Maðurinn sem um ræðir var gripinn við komuna til landsins í Leifsstöð í gær en hann er á þrítugsaldri. Fram kom í máli sérfræðings hjá Europol á blaðamannafundi í dag að umrædd fíkniefnaverksmiðja hefði verið með þeim fullkomnari sem hann hefði séð á ferlinum. Hann segir að greinilegt sé að miklu hafi verið til kostað og þeir sem að henni stóðu hafi verið miklir kunnáttumenn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×