Innlent

Markmið með setu í Öryggisráðinu óljós

Katrín Jakobsdóttir vill að Íslendingar einbeiti sér að því að leysa gjaldeyriskreppuna.
Katrín Jakobsdóttir vill að Íslendingar einbeiti sér að því að leysa gjaldeyriskreppuna.

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, segist vonast til þess að utanríkisþjónusta Íslendinga geti einbeitt sér að koma samskiptum við Breta í betra horf og stjórnvöld geti komið gjaldeyrismálum í lag nú þegar kosningabaráttan um Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er frá.

Íslendingar voru langt frá því að hljóta sæti í ráðinu. Katrín vill þó ekki fullyrða að samskiptin við Breta eða atburðir síðustu daga hafi skipt máli. „Ég veit það ekki, það var nú alltaf ljóst að þetta yrði tæpt," segir Katrín í samtali við Vísi.

Katrín segist ekki hafa sett sig á móti framboðinu en að henni hefði fundist að Íslendingar hefðu þurft að skilgreina betur markmið sitt með setu í ráðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×