Vorum aðeins sex atkvæðum frá annarri atkvæðagreiðslu 17. október 2008 18:19 Kristín Árnadóttir. Kristín Árnadóttir, sem stjórnað hefur framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, segir Ísland langt því frá að vera óþekkta stærð þrátt fyrir að hafa ekki náð kjöri í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Ísland sé með sterka utanríkisþjónustu og skoða verði hvernig hægt verði að nýta það tengslanet sem byggt hafi verið upp í þágu framtíðar Íslands. „Þetta eru miki vonbrigði. Við höfðum vonast til þess að þetta yrði ekki svona afdráttarlaus niðurstaða í fyrstu umferð en svona fór," segir Kristín. Hún bendir á að það munaði aðeins sex atkvæðum að kosið yrði aftur. Austurríki fékk 133 atkvæði en 128 þurfti til þess að tryggja sér sætið. Hefði Austurríki fengið sex atkvæðum færra hefði þurft að kjósa á ný milli Austurríkis og Íslands. „Við vorum alltaf viss um að við kæmumst ekki inn í fyrstu umferð en við töldum okkur hafa góðan stuðning kæmi til annarrar umferðar," segir Kristín. Töldu sig hafa vísan stuðning 110 ríkja Hún bendir að Íslendingar hafi verið að reyna þetta í fyrsta skipti og forsvarsmenn framboðsins hafi tali sig vera með yfir 140 formlegar stuðningsyfirlýsingar við framboðið. „Við rýndum í þetta í samstarfi við hin norrænu ríkin og samkvæmt okkar mati áttu 110 ríki að vera mjög áreiðanleg þannig að þetta er minna en við höfðum búist við," segir Kristín en Ísland hlaut 87 atkvæði í dag. Hún dregur ekki dul á það að atburðir liðinna vikna hafi gert baráttuna fyrir sætinu erfiðari. „Það má segja að við verðum fyrir hverju áfallinu á fætur öðru. Við erum búin að verjast fimlega á lokasprettinum og höfum þurft að svara fyrir efnahagsástandið og afstöðu Breta til okkar og gátum ekki merkt annað en að það væri mikill skilningur á stöðu okkar," segir Kristín. Erum miklu stærri en höfðatalan segir til um Hún bendir á að með framboðinu hafi Ísland viljað láta reyna á jafnræðisregluna hjá Sameinuðu þjóðunum og það hvort bæði stór og smá ríki gætu axlað ábyrgð á vettvangi samtakanna. Niðurstaðan hafi verið vonbrigði en það hefði engu að síður haft mikla þýðingu að takast á við verkefnið. „Við vorum að sá í akur en uppskárum ekki eins og við væntum en engu að síður eru fræ að skjóta rótum," segir Kristín. Ísland hafi verið vel kynnt og sé fjarri því óþekkt stærð í alþjóðasamfélaginu. „Ég held að þrátt fyrir þetta höfum við lagt vel inn til framtíðar litið og við séum miklu stærri og öflugri í hugum annarra ríkja heldur en höfðatalan segir til um," segir Kristín. Aðspurð um kostnaðinn við framboðið segir Kristín að reynt hafi verið að halda honum í lágmarki og að hann fari vonandi aldrei yfir 380 milljónir króna. Ekki megi gleyma því að verulegur hluti af því hafi farið í að styrkja starf Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og því sé verið að búa í haginn fyrir framtíðina. Höfum gert okkar besta Aðspurð hvað taki nú við hjá hópnum sem unnið hafi að framboðinu segir Kristín að fulltrúar fastanefndarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum haldi sinni vinnu áfram en þeir sem komi úr ráðuneytinu haldi heim. Of snemmt sé að segja til hvað taki við hjá þeim. „Við erum með sterka utanríkisþjónustu, framsækna og nútímalega og þurfum að fara yfir það hvernig við nýtum þá þekkingu og það tengslanet sem orðið hefur til í þágu framtíðar Íslands. Við erum ánægð með það hvernig við höfum unnið og höfum gert okkar besta og erum kinnroðalaus hvað það varðar," bætir Kristín við. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Kristín Árnadóttir, sem stjórnað hefur framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, segir Ísland langt því frá að vera óþekkta stærð þrátt fyrir að hafa ekki náð kjöri í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Ísland sé með sterka utanríkisþjónustu og skoða verði hvernig hægt verði að nýta það tengslanet sem byggt hafi verið upp í þágu framtíðar Íslands. „Þetta eru miki vonbrigði. Við höfðum vonast til þess að þetta yrði ekki svona afdráttarlaus niðurstaða í fyrstu umferð en svona fór," segir Kristín. Hún bendir á að það munaði aðeins sex atkvæðum að kosið yrði aftur. Austurríki fékk 133 atkvæði en 128 þurfti til þess að tryggja sér sætið. Hefði Austurríki fengið sex atkvæðum færra hefði þurft að kjósa á ný milli Austurríkis og Íslands. „Við vorum alltaf viss um að við kæmumst ekki inn í fyrstu umferð en við töldum okkur hafa góðan stuðning kæmi til annarrar umferðar," segir Kristín. Töldu sig hafa vísan stuðning 110 ríkja Hún bendir að Íslendingar hafi verið að reyna þetta í fyrsta skipti og forsvarsmenn framboðsins hafi tali sig vera með yfir 140 formlegar stuðningsyfirlýsingar við framboðið. „Við rýndum í þetta í samstarfi við hin norrænu ríkin og samkvæmt okkar mati áttu 110 ríki að vera mjög áreiðanleg þannig að þetta er minna en við höfðum búist við," segir Kristín en Ísland hlaut 87 atkvæði í dag. Hún dregur ekki dul á það að atburðir liðinna vikna hafi gert baráttuna fyrir sætinu erfiðari. „Það má segja að við verðum fyrir hverju áfallinu á fætur öðru. Við erum búin að verjast fimlega á lokasprettinum og höfum þurft að svara fyrir efnahagsástandið og afstöðu Breta til okkar og gátum ekki merkt annað en að það væri mikill skilningur á stöðu okkar," segir Kristín. Erum miklu stærri en höfðatalan segir til um Hún bendir á að með framboðinu hafi Ísland viljað láta reyna á jafnræðisregluna hjá Sameinuðu þjóðunum og það hvort bæði stór og smá ríki gætu axlað ábyrgð á vettvangi samtakanna. Niðurstaðan hafi verið vonbrigði en það hefði engu að síður haft mikla þýðingu að takast á við verkefnið. „Við vorum að sá í akur en uppskárum ekki eins og við væntum en engu að síður eru fræ að skjóta rótum," segir Kristín. Ísland hafi verið vel kynnt og sé fjarri því óþekkt stærð í alþjóðasamfélaginu. „Ég held að þrátt fyrir þetta höfum við lagt vel inn til framtíðar litið og við séum miklu stærri og öflugri í hugum annarra ríkja heldur en höfðatalan segir til um," segir Kristín. Aðspurð um kostnaðinn við framboðið segir Kristín að reynt hafi verið að halda honum í lágmarki og að hann fari vonandi aldrei yfir 380 milljónir króna. Ekki megi gleyma því að verulegur hluti af því hafi farið í að styrkja starf Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og því sé verið að búa í haginn fyrir framtíðina. Höfum gert okkar besta Aðspurð hvað taki nú við hjá hópnum sem unnið hafi að framboðinu segir Kristín að fulltrúar fastanefndarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum haldi sinni vinnu áfram en þeir sem komi úr ráðuneytinu haldi heim. Of snemmt sé að segja til hvað taki við hjá þeim. „Við erum með sterka utanríkisþjónustu, framsækna og nútímalega og þurfum að fara yfir það hvernig við nýtum þá þekkingu og það tengslanet sem orðið hefur til í þágu framtíðar Íslands. Við erum ánægð með það hvernig við höfum unnið og höfum gert okkar besta og erum kinnroðalaus hvað það varðar," bætir Kristín við.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira