Innlent

Upplýsingar frá Seðlabanka um greiðslumiðlun

Kreditkort og debetkort útgefin af innlendum bönkum og sparisjóðum virka með eðilegum hætti, jafnt innanlands sem erlendis. Þetta kemur fram á vef Seðlabanka Íslands.

Þar segir að heyrst hafi af lokunum á greiðslukort Íslendinga erlendis. Í þeim tilvikum hafi verið um að ræða greiðslukort útgefin af erlendum bönkum sem íslenskir útgefendur og færsluhirðar eigi enga aðkomu að. Öll kort útgefin af íslenskum bönkum og sparisjóðum virki með eðilegum hætti, jafnt innanlands sem utan.

Seðlabanki Íslands hefur tekið saman ýmsar upplýsingar um stöðuna í greiðslumiðlun í landinu og milli landa. Þar er lýst stöðunni bæði gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum. Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að lesa upplýsingarnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×