Innlent

Vill að verðtryggingin verði afnumin í þrjá mánuði

MYND/Sigurður Jökull

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, leggur til í grein í Morgunblaðinu í dag að verðtrygging lána verði afnumin næstu þrjá mánuði, vísitalan tekin úr sambandi til hækkunar lána og gengisbreyting á afborganir lána fryst til sama tíma.

Að sögn Guðjóns gæfist þannig ráðrúm og tími til þess að vinna að lausnum sem kæmu í veg fyrir eignamissi fjölda fólks sem ber enga ábyrgð á núverandi ástandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×