Fleiri fréttir Einn handtekinn til viðbótar vegna árásar á Mánagötu Einn þeirra sem lögregla hefur leitað að vegna hnífstunguárásar á Mánagötu á sunnudag hefur verið handtekinn. Í fyrradag voru tveir karlmenn úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna sama máls en lögregla hafði fjóra pólska menn grunaða vegna málsins og voru tveir þeirra úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær til 12. september. Þriðji maðurinn er nú í yfirheyrslum en lögregla leitar enn þess fjórða. 10.9.2008 15:45 Fjármálaráðherra: Skuld við Impregilo kann að vera óveruleg Fjármálaráðherra segir að skuld ríkisins við ítalska verktakafyrirtækið Impregilo kunni að vera óveruleg og því hafi ekki verið gert upp við fyrirtækið. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri - grænna. 10.9.2008 15:38 Margir efast um sekt al Kaida 11. september Sjö árum eftir árásirnar á Bandaríkin ellefta september efast margir um að hryðjuverkasamtökin al Kaida beri ábyrgð á þeim. 10.9.2008 15:12 Reynslulausn mikilvægt úrræði Páll Winkel forstjóri fangelsismálastofnunar vísar allri gagnrýni á að kynferðsiafbrotamenn fái reynslulausn á bug. 10.9.2008 15:07 Munnlegur málflutningur um skipan verjanda Jóns Ólafssonar Munnlegur málflutningur var í máli ákæruvaldsins gegn Jóni Ólafssyni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Við málflutninginn fékk Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Jóns, tækifæri til þess að útskýra hvers vegna ætti einnig að skipa Sigurð G. Guðjónsson sem verjanda Jóns. 10.9.2008 15:01 Sjúkratryggingafrumvarp samþykkt á þingi Frumvarp heilbrigðisráðherra um sjúkratryggingar, sem gerir ráð fyrir sérstakri Sjúkratryggingastofnun sem kaupanda heilbrigðisþjónustu, var samþykkt á Alþingi fyrir stundu með 36 atkvæðum gegn sex. Sex þingmenn sátu hjá. 10.9.2008 14:53 Sektaður fyrir fíkniefnasölu á Þórshöfn Héraðsdómur Norðurlands eystra sektaði í dag karlmann um 150 þúsund krónur fyrir fíkniefnabrot í desember á síðasta ári. 10.9.2008 14:41 Skólastjóri barnaskóla Livets Ord: Hefur áhyggjur af Ágústi barnaníðingi Juhani Nikula, skólastjóri barnaskóla Livets Ord í Uppsölum, hefur verulegar áhyggjur af því að barnaníðingurinn Ágúst Magnússon hafi getað hafið nám í biblíuskóla Livets Ord án þess að hann vissi af því. Nikula ber ábyrgð á 700 ungmennum á aldrinum sex til sextán ára. 10.9.2008 14:30 Skotar mála bæinn rauðan Fjöldi stuðningsmanna skoska landsliðsins í knattspyrnu hefur lagt leið sína í miðborg Reykjavíkur í dag. Mikil stemning er í mönnum enda fer keppa Skotar við Íslendinga í kvöld á Laugardalsvelli í undankeppni HM. Skotarnir sjá ekkert annað fyrir sér en sigur í leiknum. 10.9.2008 14:24 Ríkisstjórn 120 - þingmenn 2 Af 145 stjórnarfrumvörpum sem lögð hafa verið á yfirstandandi þingi hafa 120 orðið að lögum en einungis tvö af 74 þingmannafrumvörpum hafa verið samþykkt. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur, varaformanns Vinstri - grænna, á Alþingi í dag þar sem hún vakti athygli á veikri stöðu þingsins. 10.9.2008 14:03 Jóhanna snýr heim frá Peking Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra fylgdist með keppni í langstökki á Ólympíuleikum fatlaðra í gær. Þar keppti Baldur Ævar Baldursson fyrir Íslands hönd og hafnaði í 7. sæti. 10.9.2008 13:54 Lofar kyrrð í borginni næstu tvö árin Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri lofaði kyrrð í borginni næstu tvö árin á hádegisverðarfundi í Valhöll í dag. Þar sat hún fyrir svörum ásamt Óskari Bergssyni, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, þar sem þau kynntu stefnu nýs meirihluta. 10.9.2008 13:28 Stærsta dagblað Svíþjóðar með opnuumfjöllun um íslenskan barnaníðing Aftonbladet, stærsta dagblað Svíþjóðar, fjallar ítarlega um mál Ágústs Magnússonar í dag. 10.9.2008 13:12 Rússar byrjaðir að hafa sig á brott frá Georgíu Rússneskir hermenn eru farnir að búa sig til brottflutnings frá Georgíu í samræmi við samkomulag við Sarkozy Frakklandsforseta. 10.9.2008 13:00 Enn leitað að eftirlifendum í skriðum í Kína Um fimmtán hundruð björgunarmenn leita nú að eftirlifendum í norðanverðu Kína eftir skriðuföll á mánudag. 10.9.2008 12:54 Samningafundur að hefjast hjá ríkinu og ljósmæðrum Samningafundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins hefst nú klukkan eitt en nærri tíu tíma fundur í gærdag reyndist árangurslaust. 10.9.2008 12:46 Hjallastefnan stofnar grunnskóla í höfuðborginni Menntaráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun umsókn Hjallastefnunnar um stofnun sjálfstæðs grunnskóla í höfuðborginni. 10.9.2008 12:06 Allt með kyrrum kjörum í Genf Umfangsmesta vísindatilraun sögunnar hófst í morgun þegar öreindahraðall CERN vísindastofnunarinnar í Genf var gangsettur. Vísindamenn segja að engin ástæða sé til að óttast að tilraunin endi í tortímingu jarðar en hún geti hinsvegar veitt nýja innsýn í efnissamsetningu alheimsins. 10.9.2008 11:56 Illa brennt lík fannst á einum þekktasta golfvelli heims Starfsmenn hjá golfklúbbnum Carnoustie í Skotlandi fundu í morgun illa brennt lík á einum golfvelli klúbbsins sem er einn sá frægasti í heimi. 10.9.2008 11:41 Sómali í fangelsi fyrir að framvísa vegabréfi annars manns Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt sómalskan ríkisborgara í 30 daga fangelsi fyrir skjalamisferli. 10.9.2008 11:20 Verða fljótir á spítalann Þeir sem slasast í þýsku borginni Stuttgart mega búast við að verða fluttir hratt og þægilega á sjúkrahús í framtíðinni. 10.9.2008 11:05 Hollendingar bera ekki ábyrgð á fjöldamorðum Ekki er hægt að draga hollenska ríkið til ábyrgðar vegna fjöldamorða Serba á múslimum í Srebrenica í Bosníu. Dómstóll í Haag í Hollandi kvað upp úrskurð þar um í dag. 10.9.2008 10:52 Aldrei eins nauðsynlegt og nú að meta afleiðingar stórra ákvarðana Færa má rök fyrir því að aldrei hafi verið eins nauðsynlegt og við núverandi efnahagsaðstæður að meta gaumgæfilega allar afleiðingar stórra ákvarðana, til að mynda á sviði orkunýtingar og þungaiðnaðar. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra í skýrslu um umhverfismál sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 10.9.2008 10:52 Lögreglan varar við innbrotum í bíla Að undanförnu hefur nokkuð verið um innbrot í bifreiðar og að úr þeim hafi verið stolið verðmætum, svo sem fartölvum, myndavélum, töskum og fleiru. Að því tilefni vill lögreglan minna eigendur og umráðamenn bifreiða á að skilja slík verðmæti ekki eftir sýnileg í ökutækjunum. 10.9.2008 10:46 Össuri enn haldið sofandi í öndunarvél Össuri Pétri Össurarsyni, sem fannst meðvitundarlaus með alvarlega höfuðáverka við Höfðatún í Reykjavík á laugardagsmorgun, er enn haldið sofandi í öndunarvél, að sögn sérfræðings á gjörgæsludeild. 10.9.2008 10:36 Sigurjón telur rétt að Guðjón íhugi að stíga til hliðar Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, telur rétt að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, íhugi það hvort hann víki til hliðar á komandi landsþingi flokksins. Þetta sagði Sigurjón í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 10.9.2008 10:22 Látin horfa á sjónvarp meðan dótturinni var nauðgað Móðir pólsku stúlkunnar sem faðirinn hélt fanginni og nauðgaði í sex ár segir að eiginmaðurinn hafi kúgað hana til þess að þegja um ódæðisverk sín. 10.9.2008 09:39 Starfsmenn með doktorspróf fjölmennastir við kennslu í háskólum Háskólakennurum fjölgaði um 1,3 prósent á milli áranna 2006 og 2007 samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Þeir voru um 2050 í nærri 1340 stöðugildum haustið 2006 en voru orðnir um 25 fleiri í nærri 1390 stöðugildum í fyrrahaust. 10.9.2008 09:15 Yfirvöld í Uppsölum: Vissu ekkert af Ágústi barnaníðingi Yfirvöld í Uppsala höfðu ekki hugmynd um að barnaníðingurinn Ágúst Magnússon hefði sest að í Uppsölum til að læra við biblíuskóla Livets Ord. Þetta staðfestir Juan Artioga, einn af félagsráðgjöfum bæjarskrifstofunnar í samtali við Vísi. 10.9.2008 09:11 Álframleiðsla nærri þrefaldast á sex árum Tæplega 1500 manns vinna við álver á Íslandi og afleidd störf álvera eru um 3.100 samkvæmt svari sem Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra gefur í fyrirspurn Valgerðar Sverrisdóttur, varaformanns Framsóknarflokksins. 10.9.2008 08:56 Þúsundir geðsjúkra í breskum fangageymslum Rúmlega 11.000 manns sem eiga við geðræn vandamál að stríða hafa verið vistaðir í fangageymslum í Bretlandi og Wales síðasta árið í stað þess að vera þegar í stað fluttir á viðeigandi stofnanir eins og lög gera ráð fyrir. 10.9.2008 08:41 Vísa því á bug að leiðtogi Norður-Kóreu sé alvarlega veikur Yfirvöld í Norður-Kóreu vísa því alfarið á bug að Kim Jong-il, forsætisráðherra landsins, sé alvarlega veikur og hafi af þeim sökum ekki sótt hersýningu í Pjongjang í gær. 10.9.2008 08:41 Borin út vegna óhóflegs hundahalds Dómstóll í Moskvu kvað í gær upp þann dóm að tæplega sextug kona skyldi borin út úr íbúð sinni í einu úthverfa borgarinnar. 10.9.2008 08:39 Pakkaferðir til sölu á eBay Flugfélag í New York hefur snúið vörn í sókn í kreppunni og býður nú upp 300 flugferðir á uppboðsvefnum eBay. Það er flugfélagið JetBlue sem vekur athygli á sér á þennan nýstárlega hátt og býður nú bæði einstakar flugferðir og pakkaferðir upp á vefnum eBay. 10.9.2008 08:35 Ike á leið yfir Mexíkóflóa Fellibylurinn Ike hefur nú gengið yfir Kúbu og heldur för sinni áfram inn á Mexíkóflóa. 10.9.2008 08:35 U-beygja hjá ríkmislögreglustjóra í Danmörku Ríkislögreglustjóri Danmerkur tók U-beygju í þverhandarþykkri skýrslu um skipulag lögreglunnar í landinu þegar hann gjörbreytti niðurstöðu skýrslunnar rétt áður en hún var lögð fyrir danska þingið. 10.9.2008 08:31 Hrói Höttur endurfæðist í Grikklandi Hrói Höttur er genginn í endurnýjun lífdaganna í Norður-Grikklandi þar sem grímuklæddir hugsjónamenn mótmæla hækkandi verðlagi á róttækan hátt. 10.9.2008 08:20 Tíu tíma fæðingarhríðir ljósmæðra skiluðu engu Samningafundi ljósmæðra og fulltrúa ríkisins lauk án árangurs hjá Ríkissáttasemjara á ellefta tímanum í gærkvöldi. Hann hafði þá staðið í um það bil tíu klukkustundir. 10.9.2008 07:57 Strandað olíuskip náðist aftur á flot Olíuskipið, sem strandaði á sandrifi í Skutulsfirði við Ísafjörð um áttaleytið í gærkvöldi, náðist aftur á flot síðar um kvöldið og liggur nú við bryggju á Ísafirði. 10.9.2008 07:53 Vann skemmdarverk á bílum við Snorrabraut Sauðdrukkinn karlmaður á fertugsaldri skemmdi sex bíla við Snorrabraut um ellelfuleytið í gærkvöldi. Hann braut af þeim spegla og loftnet og rispaði þá. 10.9.2008 07:17 Ráðgjafi heilbrigðisráðherra skipulagði ferð þingnefndar Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður VG, gagnrýnir að ráðgjafarfyrirtæki hafi skipulagt vinnuferð heilbrigðisnefndar Alþingis til Stokkhólms. 10.9.2008 04:00 Samningafundi lauk án niðurstöðu Sáttafundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu um klukkan tuttugu mínútur yfir tíu í kvöld og hafði hann þá staðið yfir í um níu klukkustundir. Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags 9.9.2008 23:11 Bíða með að færa úrskurðarvald um nálgunarbann frá dómstólum til lögreglu Meirihluti allsherjarnefndar vill ekki að svo búnu færa vald til að úrskurða mann í nálgunarbann frá dómstólum til lögreglu, fyrst þurfi að skoða kosti og galla slíkrar breytingar ítarlega. Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihlutans vegna frumvarps dómsmálaráðherra um nálgunarbann. Hins vegar leggur meirihlutinn áherslu á að úrræðið nálgunarbann verði virkara. 9.9.2008 23:19 Vinir Össurar báðu fyrir honum Allt að 70 manns voru samankomnir í Ísafjarðarkirkju um fimmleytið í dag til að biðja fyrir Össuri Pétri Össurarsyni sem fannst meðvitundarlaus með alvarlega höfuðáverka við Höfðatún í Reykjavík á laugardagsmorgun. Sr. Magnús Erlingsson sóknarprestur leiddi bænastundina. Hann sagði að vinir Össurar fyrir vestan hefðu fengið tækifæri til að hittast, syngja sálm, lesa ritningartexta og fara með bænir. 9.9.2008 22:04 Hugsanlegt að aðstoðarlandlæknir hætti líka störfum „Ég geri ekki ráð fyrir því," segir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir þegar Vísir spyr hann hvort hann hyggist sækja um stöðu landlæknis. 9.9.2008 21:11 Sjá næstu 50 fréttir
Einn handtekinn til viðbótar vegna árásar á Mánagötu Einn þeirra sem lögregla hefur leitað að vegna hnífstunguárásar á Mánagötu á sunnudag hefur verið handtekinn. Í fyrradag voru tveir karlmenn úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna sama máls en lögregla hafði fjóra pólska menn grunaða vegna málsins og voru tveir þeirra úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær til 12. september. Þriðji maðurinn er nú í yfirheyrslum en lögregla leitar enn þess fjórða. 10.9.2008 15:45
Fjármálaráðherra: Skuld við Impregilo kann að vera óveruleg Fjármálaráðherra segir að skuld ríkisins við ítalska verktakafyrirtækið Impregilo kunni að vera óveruleg og því hafi ekki verið gert upp við fyrirtækið. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri - grænna. 10.9.2008 15:38
Margir efast um sekt al Kaida 11. september Sjö árum eftir árásirnar á Bandaríkin ellefta september efast margir um að hryðjuverkasamtökin al Kaida beri ábyrgð á þeim. 10.9.2008 15:12
Reynslulausn mikilvægt úrræði Páll Winkel forstjóri fangelsismálastofnunar vísar allri gagnrýni á að kynferðsiafbrotamenn fái reynslulausn á bug. 10.9.2008 15:07
Munnlegur málflutningur um skipan verjanda Jóns Ólafssonar Munnlegur málflutningur var í máli ákæruvaldsins gegn Jóni Ólafssyni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Við málflutninginn fékk Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Jóns, tækifæri til þess að útskýra hvers vegna ætti einnig að skipa Sigurð G. Guðjónsson sem verjanda Jóns. 10.9.2008 15:01
Sjúkratryggingafrumvarp samþykkt á þingi Frumvarp heilbrigðisráðherra um sjúkratryggingar, sem gerir ráð fyrir sérstakri Sjúkratryggingastofnun sem kaupanda heilbrigðisþjónustu, var samþykkt á Alþingi fyrir stundu með 36 atkvæðum gegn sex. Sex þingmenn sátu hjá. 10.9.2008 14:53
Sektaður fyrir fíkniefnasölu á Þórshöfn Héraðsdómur Norðurlands eystra sektaði í dag karlmann um 150 þúsund krónur fyrir fíkniefnabrot í desember á síðasta ári. 10.9.2008 14:41
Skólastjóri barnaskóla Livets Ord: Hefur áhyggjur af Ágústi barnaníðingi Juhani Nikula, skólastjóri barnaskóla Livets Ord í Uppsölum, hefur verulegar áhyggjur af því að barnaníðingurinn Ágúst Magnússon hafi getað hafið nám í biblíuskóla Livets Ord án þess að hann vissi af því. Nikula ber ábyrgð á 700 ungmennum á aldrinum sex til sextán ára. 10.9.2008 14:30
Skotar mála bæinn rauðan Fjöldi stuðningsmanna skoska landsliðsins í knattspyrnu hefur lagt leið sína í miðborg Reykjavíkur í dag. Mikil stemning er í mönnum enda fer keppa Skotar við Íslendinga í kvöld á Laugardalsvelli í undankeppni HM. Skotarnir sjá ekkert annað fyrir sér en sigur í leiknum. 10.9.2008 14:24
Ríkisstjórn 120 - þingmenn 2 Af 145 stjórnarfrumvörpum sem lögð hafa verið á yfirstandandi þingi hafa 120 orðið að lögum en einungis tvö af 74 þingmannafrumvörpum hafa verið samþykkt. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur, varaformanns Vinstri - grænna, á Alþingi í dag þar sem hún vakti athygli á veikri stöðu þingsins. 10.9.2008 14:03
Jóhanna snýr heim frá Peking Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra fylgdist með keppni í langstökki á Ólympíuleikum fatlaðra í gær. Þar keppti Baldur Ævar Baldursson fyrir Íslands hönd og hafnaði í 7. sæti. 10.9.2008 13:54
Lofar kyrrð í borginni næstu tvö árin Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri lofaði kyrrð í borginni næstu tvö árin á hádegisverðarfundi í Valhöll í dag. Þar sat hún fyrir svörum ásamt Óskari Bergssyni, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, þar sem þau kynntu stefnu nýs meirihluta. 10.9.2008 13:28
Stærsta dagblað Svíþjóðar með opnuumfjöllun um íslenskan barnaníðing Aftonbladet, stærsta dagblað Svíþjóðar, fjallar ítarlega um mál Ágústs Magnússonar í dag. 10.9.2008 13:12
Rússar byrjaðir að hafa sig á brott frá Georgíu Rússneskir hermenn eru farnir að búa sig til brottflutnings frá Georgíu í samræmi við samkomulag við Sarkozy Frakklandsforseta. 10.9.2008 13:00
Enn leitað að eftirlifendum í skriðum í Kína Um fimmtán hundruð björgunarmenn leita nú að eftirlifendum í norðanverðu Kína eftir skriðuföll á mánudag. 10.9.2008 12:54
Samningafundur að hefjast hjá ríkinu og ljósmæðrum Samningafundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins hefst nú klukkan eitt en nærri tíu tíma fundur í gærdag reyndist árangurslaust. 10.9.2008 12:46
Hjallastefnan stofnar grunnskóla í höfuðborginni Menntaráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun umsókn Hjallastefnunnar um stofnun sjálfstæðs grunnskóla í höfuðborginni. 10.9.2008 12:06
Allt með kyrrum kjörum í Genf Umfangsmesta vísindatilraun sögunnar hófst í morgun þegar öreindahraðall CERN vísindastofnunarinnar í Genf var gangsettur. Vísindamenn segja að engin ástæða sé til að óttast að tilraunin endi í tortímingu jarðar en hún geti hinsvegar veitt nýja innsýn í efnissamsetningu alheimsins. 10.9.2008 11:56
Illa brennt lík fannst á einum þekktasta golfvelli heims Starfsmenn hjá golfklúbbnum Carnoustie í Skotlandi fundu í morgun illa brennt lík á einum golfvelli klúbbsins sem er einn sá frægasti í heimi. 10.9.2008 11:41
Sómali í fangelsi fyrir að framvísa vegabréfi annars manns Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt sómalskan ríkisborgara í 30 daga fangelsi fyrir skjalamisferli. 10.9.2008 11:20
Verða fljótir á spítalann Þeir sem slasast í þýsku borginni Stuttgart mega búast við að verða fluttir hratt og þægilega á sjúkrahús í framtíðinni. 10.9.2008 11:05
Hollendingar bera ekki ábyrgð á fjöldamorðum Ekki er hægt að draga hollenska ríkið til ábyrgðar vegna fjöldamorða Serba á múslimum í Srebrenica í Bosníu. Dómstóll í Haag í Hollandi kvað upp úrskurð þar um í dag. 10.9.2008 10:52
Aldrei eins nauðsynlegt og nú að meta afleiðingar stórra ákvarðana Færa má rök fyrir því að aldrei hafi verið eins nauðsynlegt og við núverandi efnahagsaðstæður að meta gaumgæfilega allar afleiðingar stórra ákvarðana, til að mynda á sviði orkunýtingar og þungaiðnaðar. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra í skýrslu um umhverfismál sem lögð hefur verið fram á Alþingi. 10.9.2008 10:52
Lögreglan varar við innbrotum í bíla Að undanförnu hefur nokkuð verið um innbrot í bifreiðar og að úr þeim hafi verið stolið verðmætum, svo sem fartölvum, myndavélum, töskum og fleiru. Að því tilefni vill lögreglan minna eigendur og umráðamenn bifreiða á að skilja slík verðmæti ekki eftir sýnileg í ökutækjunum. 10.9.2008 10:46
Össuri enn haldið sofandi í öndunarvél Össuri Pétri Össurarsyni, sem fannst meðvitundarlaus með alvarlega höfuðáverka við Höfðatún í Reykjavík á laugardagsmorgun, er enn haldið sofandi í öndunarvél, að sögn sérfræðings á gjörgæsludeild. 10.9.2008 10:36
Sigurjón telur rétt að Guðjón íhugi að stíga til hliðar Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, telur rétt að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, íhugi það hvort hann víki til hliðar á komandi landsþingi flokksins. Þetta sagði Sigurjón í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 10.9.2008 10:22
Látin horfa á sjónvarp meðan dótturinni var nauðgað Móðir pólsku stúlkunnar sem faðirinn hélt fanginni og nauðgaði í sex ár segir að eiginmaðurinn hafi kúgað hana til þess að þegja um ódæðisverk sín. 10.9.2008 09:39
Starfsmenn með doktorspróf fjölmennastir við kennslu í háskólum Háskólakennurum fjölgaði um 1,3 prósent á milli áranna 2006 og 2007 samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Þeir voru um 2050 í nærri 1340 stöðugildum haustið 2006 en voru orðnir um 25 fleiri í nærri 1390 stöðugildum í fyrrahaust. 10.9.2008 09:15
Yfirvöld í Uppsölum: Vissu ekkert af Ágústi barnaníðingi Yfirvöld í Uppsala höfðu ekki hugmynd um að barnaníðingurinn Ágúst Magnússon hefði sest að í Uppsölum til að læra við biblíuskóla Livets Ord. Þetta staðfestir Juan Artioga, einn af félagsráðgjöfum bæjarskrifstofunnar í samtali við Vísi. 10.9.2008 09:11
Álframleiðsla nærri þrefaldast á sex árum Tæplega 1500 manns vinna við álver á Íslandi og afleidd störf álvera eru um 3.100 samkvæmt svari sem Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra gefur í fyrirspurn Valgerðar Sverrisdóttur, varaformanns Framsóknarflokksins. 10.9.2008 08:56
Þúsundir geðsjúkra í breskum fangageymslum Rúmlega 11.000 manns sem eiga við geðræn vandamál að stríða hafa verið vistaðir í fangageymslum í Bretlandi og Wales síðasta árið í stað þess að vera þegar í stað fluttir á viðeigandi stofnanir eins og lög gera ráð fyrir. 10.9.2008 08:41
Vísa því á bug að leiðtogi Norður-Kóreu sé alvarlega veikur Yfirvöld í Norður-Kóreu vísa því alfarið á bug að Kim Jong-il, forsætisráðherra landsins, sé alvarlega veikur og hafi af þeim sökum ekki sótt hersýningu í Pjongjang í gær. 10.9.2008 08:41
Borin út vegna óhóflegs hundahalds Dómstóll í Moskvu kvað í gær upp þann dóm að tæplega sextug kona skyldi borin út úr íbúð sinni í einu úthverfa borgarinnar. 10.9.2008 08:39
Pakkaferðir til sölu á eBay Flugfélag í New York hefur snúið vörn í sókn í kreppunni og býður nú upp 300 flugferðir á uppboðsvefnum eBay. Það er flugfélagið JetBlue sem vekur athygli á sér á þennan nýstárlega hátt og býður nú bæði einstakar flugferðir og pakkaferðir upp á vefnum eBay. 10.9.2008 08:35
Ike á leið yfir Mexíkóflóa Fellibylurinn Ike hefur nú gengið yfir Kúbu og heldur för sinni áfram inn á Mexíkóflóa. 10.9.2008 08:35
U-beygja hjá ríkmislögreglustjóra í Danmörku Ríkislögreglustjóri Danmerkur tók U-beygju í þverhandarþykkri skýrslu um skipulag lögreglunnar í landinu þegar hann gjörbreytti niðurstöðu skýrslunnar rétt áður en hún var lögð fyrir danska þingið. 10.9.2008 08:31
Hrói Höttur endurfæðist í Grikklandi Hrói Höttur er genginn í endurnýjun lífdaganna í Norður-Grikklandi þar sem grímuklæddir hugsjónamenn mótmæla hækkandi verðlagi á róttækan hátt. 10.9.2008 08:20
Tíu tíma fæðingarhríðir ljósmæðra skiluðu engu Samningafundi ljósmæðra og fulltrúa ríkisins lauk án árangurs hjá Ríkissáttasemjara á ellefta tímanum í gærkvöldi. Hann hafði þá staðið í um það bil tíu klukkustundir. 10.9.2008 07:57
Strandað olíuskip náðist aftur á flot Olíuskipið, sem strandaði á sandrifi í Skutulsfirði við Ísafjörð um áttaleytið í gærkvöldi, náðist aftur á flot síðar um kvöldið og liggur nú við bryggju á Ísafirði. 10.9.2008 07:53
Vann skemmdarverk á bílum við Snorrabraut Sauðdrukkinn karlmaður á fertugsaldri skemmdi sex bíla við Snorrabraut um ellelfuleytið í gærkvöldi. Hann braut af þeim spegla og loftnet og rispaði þá. 10.9.2008 07:17
Ráðgjafi heilbrigðisráðherra skipulagði ferð þingnefndar Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður VG, gagnrýnir að ráðgjafarfyrirtæki hafi skipulagt vinnuferð heilbrigðisnefndar Alþingis til Stokkhólms. 10.9.2008 04:00
Samningafundi lauk án niðurstöðu Sáttafundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu um klukkan tuttugu mínútur yfir tíu í kvöld og hafði hann þá staðið yfir í um níu klukkustundir. Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags 9.9.2008 23:11
Bíða með að færa úrskurðarvald um nálgunarbann frá dómstólum til lögreglu Meirihluti allsherjarnefndar vill ekki að svo búnu færa vald til að úrskurða mann í nálgunarbann frá dómstólum til lögreglu, fyrst þurfi að skoða kosti og galla slíkrar breytingar ítarlega. Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihlutans vegna frumvarps dómsmálaráðherra um nálgunarbann. Hins vegar leggur meirihlutinn áherslu á að úrræðið nálgunarbann verði virkara. 9.9.2008 23:19
Vinir Össurar báðu fyrir honum Allt að 70 manns voru samankomnir í Ísafjarðarkirkju um fimmleytið í dag til að biðja fyrir Össuri Pétri Össurarsyni sem fannst meðvitundarlaus með alvarlega höfuðáverka við Höfðatún í Reykjavík á laugardagsmorgun. Sr. Magnús Erlingsson sóknarprestur leiddi bænastundina. Hann sagði að vinir Össurar fyrir vestan hefðu fengið tækifæri til að hittast, syngja sálm, lesa ritningartexta og fara með bænir. 9.9.2008 22:04
Hugsanlegt að aðstoðarlandlæknir hætti líka störfum „Ég geri ekki ráð fyrir því," segir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir þegar Vísir spyr hann hvort hann hyggist sækja um stöðu landlæknis. 9.9.2008 21:11