Erlent

Ike á leið yfir Mexíkóflóa

MYND/AP

Fellibylurinn Ike hefur nú gengið yfir Kúbu og heldur för sinni áfram inn á Mexíkóflóa.

Ike skildi eftir sviðna jörð á Kúbu og nú spá veðurfræðingar því að hann geri strandhögg í Texas á föstudagskvöld eða laugardagsmorgun og muni þá hafa færst töluvert í aukana eftir för sína yfir flóann. Ráðstafanir hafa þegar verið gerðar um að rýma ákveðnar borgir í Texas á morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×