Erlent

U-beygja hjá ríkmislögreglustjóra í Danmörku

MYND/AP

Ríkislögreglustjóri Danmerkur tók U-beygju í þverhandarþykkri skýrslu um skipulag lögreglunnar í landinu þegar hann gjörbreytti niðurstöðu skýrslunnar rétt áður en hún var lögð fyrir danska þingið.

Niðurstaða skýrslunnar var í fyrstu að tvö til þrjú ár tæki að koma lögreglumálum í viðunandi horf en þegar hún var lögð fram var niðurstaðan orðin sú að skipan lögreglumála væri í besta lagi. Ríkislögreglustjóri skýrir þetta misræmi með því að fyrri niðurstaðan hafi aðeins verið drög sem ekki voru endanleg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×