Fleiri fréttir

Tekist á um sjúkratryggingafrumvarp

Þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu hafa frá því um klukkan tvö í dag tekist á um frumvarp heilbrigðisráðherra um sjúkratryggingar, en þriðja umræað um frumvarpið stendur nú yfir.

Fjölmiðlasýning meirihlutans

Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi og fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði segir að fresta hafi þurft mikilvægum málum á fundi ráðsins í dag og fara yfir önnur á ,,hundavaði" vegna blaðamannafundar í tengslum við stefnu borgarinnar í málefnum utangarðsmanna.

Staðfest gæsluvarðhald yfir meintum skartgripaþjófi

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa ásamt öðrum tekið skartgripi ófrjálsri hendi í verslun Franch Michelsen á Laugavegi í síðustu viku.

Segir leynilega drápsáætlun í Írak

Bandaríski blaðamaðurinn Bob Woodward segir að minnkandi ofbeldi í Írak sé að miklu leyti að þakk leynilegum aðgerð hersins sem felist í því að þefa uppi hryðjuverkamenn og drepa þá.

Grunaður ofbeldismaður laus úr haldi

Karlmanni, sem grunaður eru um að hafa gengið í skrokk á eiginkonu sinni þannig að lífshættulegir áverkar hlutust af, hefur verið sleppt úr haldi. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald um miðja síðustu viku og rann það út í dag.

Ný göngudeild BUGL tekin í notkun

Göngudeildarhús barna- og unglingageðdeildar Landspítalans að Dalbraut var formlega tekin í gagnið í dag að viðstöddum forseta Íslands og heilbrigðisráðherra.

Lögregla leitar enn tveggja vegna hnífstunguárásar

Lögregla leitar enn tveggja Pólverja vegna hnífstunguárásar á landa þeirra við Mánagötu í Norðurmýri á sunnudaginn var. Tveir pólskir karlmenn voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 12. september vegna árásarinnar en lögregla hefur frá því á sunnudag leitað hinna mannanna tveggja.

Komið í veg fyrir útigang með samstarfi og forvörnum

Reykjavíkurborg hefur mótað sér stefnu til næstu fjögurra ára í málefnum utangarðsfólks sem meðal annars felur í sér að auka reglubundna þjónustu við það, styrkja tímabundin úrræði og fjölga langtímaúrræðum.

Arababandalagið þreytt á palestínumönnum

Framkvæmdastjóri Arababandalagsins segist vera öskureiður út í sundurlyndar palestinskar stjórnmálahreyfingar. Leiðtogar arabaríkja séu að ræða refsiaðgerðir gegn þeim.

Engin áform um að virkja Jökulsá á Fjöllum

Ríkisstjórnin hefur engin áform um að virkja Jökulsá á Fjöllum og Alþingi ekki heldur sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Þorgerður myndi fara aftur til Peking

Kostnaður við ferð menntamálaráðherra, eiginmanns hennar og ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins til Peking þegar íslenska landsliðið í handknattleik lék til úrslita á Ólympíuleikunum nam 1,8 milljónum króna. Þetta sagði ráðherra á þingi í dag og sagðist standa við þá ákvörðun að fara í ferðina.

Erfitt að ráða fólk í Vesturbæinn

Erfiðlega hefur gengið í haust að ráða starfsfólk á frístundaheimili Reyjavíkurborgar í Vesturbænum. Undanfarin ár hefur gengið einna best að manna frístundaheimili í þeim borgarhluta en aftur á móti hefur reynst erfiðara að ráða starfsfólk í úthverfin. Staðan virðist vera að snúast við.

Landlæknir verður forseti heilbrigðisvísindasviðs HÍ

Kristín Ingólfsdóttir tilkynnti nú í hádeginu hvaða fimm menn stýra nýjum fræðasviðun Háskóla Íslands. Sviðunum var komið á um leið og breytingar voru gerðar á stjórnskipan háskólans um leið og hann sameinaðist Kennaraháskóla Íslands. Sigurður Guðmundsson verður forseti heilbrigðisvísindasviðs og mun hann því láta af embætti landlæknis.

Telur að takmarka eigi ökutíma ungra ökumanna

Takmarka á þann tíma sem ungir ökumenn mega vera á götunum og banna að áfengi sé haft við hönd í bílnum, segir hollenskur sérfræðingur um hættuna af ungum ökumönnum.

„Voru eitt sólskinsbros“

Palestínsku flóttamennirnir sem hingað komu í nótt voru furðuvel á sig komnir þrátt fyrir erfitt ferðalag frá Írak að sögn Lindu Bjarkar Guðrúnardóttur, verkefnisstjóra móttökunnar.

Dópsmygl og ofbeldisbrot fylla Litla-Hraun

Í kjölfar fíkniefnamála og ofbeldishrinu á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga hafa margar gæsluvarðhaldskröfur verið settar fram. Í gær kom upp sú staða að ekki var pláss fyrir gæsluvarðhaldsfanga á Litla-Hrauni. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir óalgengt að fangelsi fyllist vegna gæsluvarðahaldsúrskurða.

Eldfimt andrúmsloft vegna bílakjallara við Vegamótastíg

Breytingar á deiliskipulagi vegna Vegamótastígs 7 – 9 í miðborg Reykjavíkur hafa vakið hörð viðbrögð íbúa í næsta húsi sem er Grettisgata 3. Samkvæmt hinu breytta skipulagi stendur til að sprengja fyrir bílakjallara

Ný lög um akstursbann virðast hafa áhrif

Svo virðist sem ný lög um akstursbann sem tóku gildi í fyrra hafi haft fælingarmátt því umferðarlagabrotum meðal nýrra ökumanna hefur fækkað umtalsvert eftir gildistöku laganna.

Ágúst Ólafur: Fáránlegt og barnalegt af Ögmundi

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að Ögmundur Jónasson þingmaður ætti að biðjast afsökunar á því að hafa birt á heimasíðu sinni mynd sem virðist sýna Guðlaug Þór Þórðarson taka í hönd Moammar Gaddafi, Lýbíuleiðtoga.

Bændur vilja flytja út fé á fæti

Landssamtök sauðfjárbænda eru að athuga möguleika á því að flytja út fé á fæti til slátrunar. Annaðhvort með skipum eða flugvélum.

Beðið fyrir Össuri í Ísafjarðarkirkju

Bænastund verður í Ísafjarðarkirkju klukkan 17 í dag fyrir Össur Össurarson en hann fannst meðvitundarlaus við Höfðatún í Reykjavík að morgni síðastliðins laugardags.

Algjör einhugur í hópi ljósmæðra

Algjör einhugur er meðal ljósmæðra í kjarabaráttu þeirra að sögn Guðlaugar Einarsdóttur, formanns Ljósmæðrafélags Íslands, sem klukkan eitt í dag fundar með samninganefnd ríkisins um nýjan kjarasamning.

Sveitarfélög skora á ríkisstjórnina vegna fjárhagsvanda

Sambands íslenskra sveitarfélaga skorar á ríkisstjórnina að ganga þegar í stað til samningaviðræðna við sambandið um aðgerðir til þess að tryggja að sveitarfélögin geti staðið við skuldbindingar sínar um lögbundna þjónustu.

Ósáttir við góðærisgrín Plúsferða

Forsvarsmenn Hótel Holts hafa farið fram á það við ferðaskrifstofuna Plúsferðir að fyrirtækið taki úr birtingu auglýsingar sem þeir telja villandi.

Sektaður fyrir fíkniefnaakstur

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sektað karlmann um 170 þúsund krónur fyrir að hafa ekið bifreið undir áhrifum fíkniefna fyrr á þessu ári en lögregla stöðvaði för hans í Svarfaðardal.

Viðskiptaráðherra boðar sókn í neytendamálum

„Þetta eru sjö fundir hringinn í kringum landið og svo tökum við aðra lotu á höfuðborgarsvæðinu seinna í haust,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og á við fundaröðina „Ný sókn í neytendamálum“ sem hefst á Selfossi í dag.

Rafmagnslaust í Vogum og Heimum í hálftíma

Rafmagnslaust varð í hluta af Heimahverfi og í Vogum í Reykjavík um klukkan hálfníu í morgun. Viðgerð gekk vel og var rafmagn komið á eftir tæpan hálftíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitunni.

Sjá næstu 50 fréttir