Erlent

Vísa því á bug að leiðtogi Norður-Kóreu sé alvarlega veikur

Yfirvöld í Norður-Kóreu vísa því alfarið á bug að Kim Jong-il, forsætisráðherra landsins, sé alvarlega veikur og hafi af þeim sökum ekki sótt hersýningu í Pjongjang í gær.

Sýningin var liður í hátíðarhöldum vegna 60 ára afmælis Alþýðulýðveldisins Kóreu. Fjarvera leiðtogans á slíkum tímamótum er talin benda til þess að ekki sé allt með felldu og er jafnvel rætt um að hann kunni að hafa fengið heilablóðfall.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×