Fjármálaráðherra: Skuld við Impregilo kann að vera óveruleg 10. september 2008 15:38 MYND/GVA Fjármálaráðherra segir að skuld ríkisins við ítalska verktakafyrirtækið Impregilo kunni að vera óveruleg og því hafi ekki verið gert upp við fyrirtækið. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri - grænna. Steingrímur vísaði til dóms Hæstaréttar í fyrrahaust þar sem fram kom að Impregilo hefði ekki borið að greiða opinber gjöld vegna starfsmanna á vegum erlendra starfsmannaleigna sem störfuðu að uppbyggingu Kárahnjúkavirkjunar. Fram hefur komið í fréttum að Impregilo hafi höfðað mál á hendur ríkinu vegna málsins þar sem krafist er endurgreiðslu upp á 1,2 milljarða króna auk dráttarvaxta sem nemi milljón á dag. Var skuld ríkisins farin að nálgast tvo milljarða króna nýverið. Steingrímur spurði meðal annars hverju það sætti að skuldin hefði ekki verið gerð upp eða að minnsta kosti borgað inn á hana til þess að draga úr kostnaði vegna dráttarvaxta. Steingrímur spurði einnig hvers vegna málið hefði verið tekið úr höndum ríkisskattstjóra sem hefði hafið uppgjör á málinu ef marka mætti fréttir fjölmiðla. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra sagði að dómur Hæstaréttar hefði ekki gengið út á endurgreiðslu skatta og talið væri að Impregilo bæri ábyrgð á einhverjum hluta skattgreiðslna fyrir starfsmennina. Málið væri nú fyrir dómstólum og svo kynni að vera að skuld ríkisins við Impregilo væri óveruleg eða jafnvel lítil sem engin. Óvarlegt væri að rasa um ráð fram meðan málið væri fyrri dómstólum. Enn fremur sagðist ráðherra ekki hafa tekið málið úr höndum ríkisskattstjóra en málið væri í góðum farvegi. Steingrímur sagðist telja að ríkið væri með þessu að taka mikla áhættu og gæti farið hörmulega út úr málinu. Vissulega væri það svo að það kynnu enn að vera álitamál en hér gæti verið í uppsiglingu löðrungur ef ekki kjaftshögg á ríkissjóð. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að skuld ríkisins við ítalska verktakafyrirtækið Impregilo kunni að vera óveruleg og því hafi ekki verið gert upp við fyrirtækið. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri - grænna. Steingrímur vísaði til dóms Hæstaréttar í fyrrahaust þar sem fram kom að Impregilo hefði ekki borið að greiða opinber gjöld vegna starfsmanna á vegum erlendra starfsmannaleigna sem störfuðu að uppbyggingu Kárahnjúkavirkjunar. Fram hefur komið í fréttum að Impregilo hafi höfðað mál á hendur ríkinu vegna málsins þar sem krafist er endurgreiðslu upp á 1,2 milljarða króna auk dráttarvaxta sem nemi milljón á dag. Var skuld ríkisins farin að nálgast tvo milljarða króna nýverið. Steingrímur spurði meðal annars hverju það sætti að skuldin hefði ekki verið gerð upp eða að minnsta kosti borgað inn á hana til þess að draga úr kostnaði vegna dráttarvaxta. Steingrímur spurði einnig hvers vegna málið hefði verið tekið úr höndum ríkisskattstjóra sem hefði hafið uppgjör á málinu ef marka mætti fréttir fjölmiðla. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra sagði að dómur Hæstaréttar hefði ekki gengið út á endurgreiðslu skatta og talið væri að Impregilo bæri ábyrgð á einhverjum hluta skattgreiðslna fyrir starfsmennina. Málið væri nú fyrir dómstólum og svo kynni að vera að skuld ríkisins við Impregilo væri óveruleg eða jafnvel lítil sem engin. Óvarlegt væri að rasa um ráð fram meðan málið væri fyrri dómstólum. Enn fremur sagðist ráðherra ekki hafa tekið málið úr höndum ríkisskattstjóra en málið væri í góðum farvegi. Steingrímur sagðist telja að ríkið væri með þessu að taka mikla áhættu og gæti farið hörmulega út úr málinu. Vissulega væri það svo að það kynnu enn að vera álitamál en hér gæti verið í uppsiglingu löðrungur ef ekki kjaftshögg á ríkissjóð.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sjá meira