Erlent

Enn leitað að eftirlifendum í skriðum í Kína

Um fimmtán hundruð björgunarmenn leita nú að eftirlifendum í norðanverðu Kína eftir skriðuföll á mánudag.

Að minnsta kosti 128 menn létu lífið þegar stífla brast með þeim afleiðingum að námuúrgangur braust fram og fór yfir nærliggjandi byggingar. Samtök í Hong Kong, sem hafa fylgst með björgunaraðgerðum, segja að fleiri en 500 manns kunni að hafa látið lífið. Björgunarmenn nota nú þungavinnuvélar til að hreinsa til á svæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×