Fleiri fréttir

Héraðsdómur féllst á kröfu um gæsluvarðhald

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst síðdegis í dag á kröfu um að fimm Litháar verði í áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 18. janúar en þeir réðust að lögreglumönnum við skyldustörf á Laugavegi aðfaranótt föstudags.

Jarðsprengja banaði kanadískum hermanni

Kanadískur hermaður lét lífið í Afganistan í dag þegar faratæki sem hann var farþegi í keyrði yfir jarðsprengju. Hann lést samstundis. Alls hafa tæplega 80 kanadískir hermenn látist í Afganistan síðan að Talbönum var steypt af stóli árið 2002.

Mótmæla ákvörðun um að læknar hætti að manna neyðarbíl

Læknar neyðarbílsins sendu í dag frá sér tilkynningu þar sem þeirri ákvörðun um að læknar hætti að manna neyðarbíl Landspítalans er mótmælt. Læknarnir skora á íbúa höfuðborgarsvæðisins að mótmæla þessari ákvörðun.

Fagnar afnámi 24 ára reglunnar

Svokölluð 24 ára regla verður felld úr útlendingalögum, samkvæmt frumvarpi sem dómsmálaráðherra hyggst leggja fram til breytingar á lögunum á vorþingi. Eins og lögin er nú, er gert ráð fyrir að erlendur ríkisborgari í hjúskap með íslenskum ríkisborgara þurfi að vera orðinn 24 ára til að öðlast dvalarleyfi á grundvelli hjúskaparins.

Sjálfstæðismenn ánægðir með Össur

Á félagsfundi í Sjálfstæðisfélagi Húsavíkur og nágrennis sem haldinn var í gær var mikilli ánægju lýst með heimsókn Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra til bæjarins og ummæli hans um fyrirhugað álver á Bakka við Húsavík. Fundurinn ályktaði eftirfarandi:

Björgunarsveitir kallaðar út að Laugarvatni

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út að Laugarvatni vegna bíla sem sitja fastir þar. Slæm færð er í uppsveitum Árnessýslu að sögn Bjarna Daníelssonar hjá björgunarsveitinni Ingunni. Hann varar fólk við því að vera á ferli að óþörfu. Ekki er vitað til að alvarleg slys hafi orðið í umferðinni það sem af er degi, þrátt fyrir mikla snjókomu og hálku á suð-vestanverðu landinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að umferðaróhöpp séu að minnsta kosti þriðjungi fleiri en á meðaldegi.

Í þriggja vikna varðhald vegna misheppnaðs ráns

Starfsmaður Sunnubúðar sem handtekinn var í gær fyrir að sviðsetja rán í búðinni ásamt félaga sínum var í dag úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald og síbrotagæslu að sögn lögreglu.

Þrautþjálfaðir slagsmálahundar áfram í gæsluvarðhaldi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer fram á það við dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur að gæsluvarðhald yfir fimm mönnum sem réðust á fíkniefnalögreglumenn í miðborginni á aðfararnótt föstudagsins síðasta. Mennirnir réðust að lögreglumönnunum sem voru við hefðbundið fíkniefnaeftirlit með þeim afleiðingum að fjórir þeirra slösuðust.

Mazda brúar bilið

Mazda Furai er ætlað að brúa bilið á milli kappakstursbíls og sportbíls, í nýjum götubíl. Nýi bíllinn er grundvallaður Le Mans kappaksursbíl.

Á fjórða þúsund hermenn sendir til Íraks

Bandaríkjamenn ætla að senda 3200 hermenn til Íraks til viðbótar við þá sem eru þar nú. Sky fréttastöðin greinir frá þessu. Gagnrýni á hersetu Bandaríkjamenn fer sífellt vaxandi og Bush Bandaríkjaforseti sagði fyrr í vikunni að tuttugu þúsund hermenn yrðu kallaðir heim frá Írak innan hálfs árs.

Um tuttugu sagt upp því Samherji hættir rækjuvinnslu á Akureyri

Rúmlega 20 manns verður sagt upp hjá Samherja í kjölfar þeirrar ákvörðunar fyrirtækisins að hætta rækjuvinnslu á Akureyri. Fram kemur í tilkynningu á heimasíðu félagsins að fundur hafi verið haldinn með starfsmönnunum og þeim tilkynnt um ákvörðunina.

Árás á bandaríska sendiráðsbifreið

Að minnsta kosti þrír létu lífið og fjölmargir særðust þegar sprengjuárás var gerð á bandaríska sendiráðsbifreið í Beirut, höfuðborg Líbanons í dag.

Sögðu Sultartangavirkjun faglegan ruslahaug

Forsvarsmenn Rafiðnaðarsambandsins bentu á það árið 2000 að Sultartangavirkjun væri faglegur ruslahaugur. Á þetta benti Gunnar Svavarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Borgarbúar duglegir að flokka ruslið

Minna magn af óflokkuðu heimilissorpi mældist í tunnum borgarbúa árið 2007 heldur en 2006 að því er fram kemur í tilkynningu frá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar. „Þetta eru tíðindi því magnið hefur aukist ár frá ári þangað til núna," segir Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri Skrifstofu neyslu og úrgangs á Umhverfissviði.

Reyndu að flækja skrúfu hvalveiðiskips

Japanar segja að áður en tveir af liðsmönnum Sea Shepherd réðust um borð í hvalveiðiskip þeirra hafi skip Sea Shepherd reynd að flækja köðlum í skrúfu þess, auk þess sem áhöfnin hafi fleygt flöskum með sýru yfir á þilfar hvalveiðiskipsins.

Engin alvarleg slys

Ekki er vitað til að alvarleg slys hafi orðið í umferðinni það sem af er degi, þrátt fyrir mikla snjókomu á suð-vestanverðu landinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að umferðaróhöpp séu 21 talsins frá því klukkan sjö í morgun, sem er um þriðjungi meira en á meðaldegi. Lögreglan á Selfossi segir að færðin sé ákaflega slæm og vill beina þeim tilmælum til fólks að vera ekki á ferðinni að óþörfu.

Telur ráðherra hafa verið innan valdaheimilda sinna

Geir H. Haarde telur að bæði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, hafi verið vel innan sinna valdheimilda þegar þeir hafi veitt þremur einstaklingum embætti nýlega. Hann átelur orð Sigurðar Líndal lagaprófessors í Fréttablaðinu í dag um dómaraskipan Árna. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á alþingi í dag.

Stjórn Faxaflóahafna ósammála áliti Sundabrautarnefndar

Stjórn Faxaflóahafna sf. er ekki sammála því að nauðsynlegt sé að efna til útboðs vegna Sundabrautar eins og kemur fram í niðurstöðum starfshóps ríkisstjórnarinnar og Faxaflóahafna. Í dag var til umræðu hjá stjórninni ný skýrsla starfshópsins og var samþykkt einróma eftirfarandi ályktun vegna málsins:

Bundu hvalverndunarsinna við mastur hvalveiðiskips

Japanskir hvalveiðimenn voru ekki að tvínóna við hlutina þegar tveir hvalaverndunarsinnar réðust um borð í skip þeirra í morgun til að mótmæla hvalveiðum Japana í Suður-Íshafi. Tvímenningarnir voru bundnir við mastur hvalveiðiskipsins.

Enn á gjörgæslu eftir vinnuslys

Starfsmaður í vöruhúsi Jóhanns Rönning við Klettagarða í Reykjavík slasaðist alvarlega þegar hann féll fjóra metra ofan á steingólf í húsi fyrirtæksins á sjöunda tímanum í gærkvöldi.

Álit mannréttindanefndar SÞ ber að taka alvarlega

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að taka beri álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna vegna fiskveiðistjórnunarkerfisins alvarlega. Í stjórnarsáttmálanum sé kveðið á um að kvótakerfið verði endurmetið og sú vinna þurfi að fara sem fyrst á stað.

Rán í Hlíðunum tengist ránum í 11-11

Ræningjarnir tveir sem skipulögðu rán í verslun í Hlíðunum í gær gengu beint í flasið á lögreglu sem var á staðnum þegar þeir réðust til atlögu. Ránið tengist tveimur öðrum ránum í verslunum 11-11.

Moon segir Störe hafa verið skotmark talibana

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir utanríkisráðherra Noregs og sendinefnd hans hafa verið skotmark talibana sem réðust á hótel í Kabúl í Afganistan í gær.

Þrjár drottningar í New York

Hinar þrjár drottningar Cunard skipafélagsins hittust í fyrsta og eina skiptið á sínum ferli í New York á sunnudag.

Þing saman á ný eftir jólafrí

Alþingi kemur saman á ný í dag eftir mánaðarlangt jólafrí. Þingfundur hefst klukkan hálftvö og er fyrsta mál á dagskrá óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra.

Aukin svartsýni hjá fyrirtækjum landsins

Stjórnendur fyrirtækja á landinu eru mun svartsýnni en áður á aðstæður í efnahagslífinu samkvæmt könnun sem Capacent Gallup hefur gert og greint er frá á vef Samtaka atvinnulífsins

Hérna er jólatrÉÉÉÉÐ

Þýskur maður var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa losað sig við jólatréð sitt með því að fleygja því út um glugga á þriðju hæð.

Kæra Ástþórs bjargar leiðinlegum janúar hjá Þórunni

„Ég sem hélt að janúar yrði langur og leiðinlegur en þessi kæra bjargar honum alveg," segir Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður. Ástþór Magnússon hefur kært Þórunni fyrir brot á hegningarlögunum í kjölfar fréttar hér á Vísi undir þeirri fyrirsögn að forsetaframboð hans síðast hefði verið nauðgun á lýðræðinu.

Háþróuð kannabisrækt á Akranesi

Lögreglan á Akranesi lagði í gær hald á 18 kannabisplöntur sem voru á lokastigi framleiðslu í húsi í bænum. Þar fundust einnig tæki og tólum til fíkniefnaneyslu.

Ástþór vill fá Þórunni dæmda til refsivistar

Ástþór Magnússon, fyrrverandi og mögulega verðandi forsetaframbjóðandi, hefur kært Þórunni Guðmundsdóttur hæstaréttarlögmann og fyrrverandi oddvita yfirkjörstjórnar í Reykjavík, fyrir ummæli sín á Vísi og í fréttum Stöðvar 2. Þórunn sagði þá að það væri misnotkun á lýðræðinu ef Ástþór byði sig á ný fram til embættis forseta Íslands. Ástþór vekur athygli á kærunni með heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu í dag.

Sjá næstu 50 fréttir