Fleiri fréttir

Þungt haldinn eftir vinnulslys

Iðnaðarmaður slasaðist alvarlega þegar hann féll fjóra metra ofan á steingólf í húsi við Klettagarða í Reykjavík á sjöunda tímanum í gærkvöldi.

Segir dómaraskipan ólöglega

Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður segir skipan Þorsteins Davíðssonar í stöðu héraðsdómara hafa verið ranga, ómálefnalega og ólögmæta. Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra í málinu, hafi ekki haft vald til að taka stjórnvaldsákvörðun sem byggð sé á ómálefnalegum sjónarmiðum. Verulegar líkur séu á því að dómstólar ógildi ráðninguna ef málið verði borið undir þá.

Varar við falli krónu og harðri lendingu

Sérfræðingur hjá fjármálafyrirtækinu Merrill Lynch & Co. telur að fjárfestar kunni að selja íslenskar krónur og að hætta sé á harðri lendingu í hagkerfinu.

Vilja halda öryrkjablokkum í Hátúni

„Næsta ómögulegt er að vinna að endurhæfingu fólks sem býr í íbúðum Öryrkjabandalags Íslands í Hátúni 10,“ segir Svavar Knútur Kristinsson, frístunda- og félagsauðsráðgjafi hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, en hann er einn þriggja skýrsluhöfunda sem unnu álitsgerð um aðstæður þeirra 300 manns sem búa í húsnæði Öryrkjabandalagsins að Hátúni 10 og skilað var 2007.

Hóta að draga úr aðstoð

Evrópusambandið íhugar nú alvarlega að draga verulega úr aðstoð sinni við Kenía náist ekki sættir á landinu eftir umdeildar kosningar sem fram fóru fyrr í mánuðinum.

Mynd af 25 milljón króna bílnum sem skemmdist um helgina

Myndin hér til hliðar gengur nú ljósum logum manna á milli en hún sýnir Porsche af gerðinni 911 GT3RS. Hann skemmdist illa þegar hann fór út af Grindavíkurvegi um helgina. Kunnugir segja Vísi að bíllinn, sem aðeins hafði verið ekinn um 300 kílómetra og er nú gjörskemmdur, hafi verið verðmetinn á um 25 milljónir króna.

Norski blaðamaðurinn látinn

Annar Norðmannan sem særðust í sprengjuárás í Afganista nú síðdegis er látinn. Hann var blaðamaður í fylgdarliði norska utanríkisráðherrans, Jonas Gahr Störe. Ráðherrann var staddur á hótelinu þegar ráðist var á það en hann er óskaddaður.

Ekki hlutverk lífeyrissjóða að vera í viðskiptapólitík

Það er ekki hlutverk lífeyrissjóða að vera í viðskiptapólitík, segir Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group. Hann setur spurningarmerki við fjárfestingastefnu Lífeyrissjóðs verslunarmanna, sem hann segir hafa fjárfest vel í samkeppnisfyrirtækjum Baugs

Maðurinn á bakvið dómarann

Þorstein Davíðsson kannast líklega flestir við eftir umræðu síðustu vikna um skipan hans í embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands. Persónuna á bakvið umræðuna þekkja líklega mun færri, því Þorsteinn er ekki einn þeirra sem tranar sér fram eða hefur áhuga á að láta bera á sér. Hann er fluggáfaður og þykir með skemmtilegri mönnum, hefur dálæti á breskum húmor og elskar ermahnappa.

Störe slapp með skrekkinn - Tveir Norðmenn særðust

Tveir Norðmenn í fylgdarliði norska utanríkisráðherrans særðust í sprengjuárás á hótel í Kabúl í Afganistan nú síðdegis. Ráðherrann var staddur á hótelinu þegar ráðist var á það en hann er óskaddaður.

Segir málið klúðurslegt

Formaður Húsafriðunarnefndar segir mál húsanna að Laugavegi 4 og 6,sem í dag fengu skyndifriðun, vera klúðurslegt. Hefði Reykjavíkurborg gripið fyrr í taumana hefði það farið á allt annan veg.

Miklar umferðartafir vegna slyss á Reykjanesbraut

Umferðartafir eru á Reykjanesbrautinni eftir að slys varð milli afleggjaranna til Voga og Grindavíkur á sjötta tímanum í dag. Lögreglan verst allra fregna af málinu að svo stöddu.

Fæturnir frá Össuri eru of góðir

Alþjóða frjálsíþróttasambandið sagði í dag að gervifæturnir sem Össur smíðaði fyrir suður-afríska hlauparann Oscar Pistorius gefi honum alltof mikið forskot á aðra keppendur.

Afstýrðu miklu tjóni í fiskeldi í Grindavík

Björgunarsveitin Þorbjörn afstýrði tugmilljóna tjóni í dag þegar meðlimir hennar börðust í gegnum ófærð með súrefnisbirgðir fyrir fiskeldið Íslandsbleikju utan við Grindavík.

Olof Palme var njósnari

Olof Palme fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar var njósnari á yngri árum. CIA vildi ráða hann til starfa eftir að hann gaf upp nöfn þriggja kommúnista sem voru að fara frá Svíþjóð á stúdentaráðstefnu í Prag.

Sannað að kveikt var í brunabílum í Vogum

Lögreglan á Suðurnesjum telur það sannað að kveikt hafi verið í bílunum tíu sem brunnu í Vogum 8. desember síðastliðinn. Þetta staðfesti Jóhann R. Benediktsson lögreglustjóri í samtali við Vísi.

Rússar vilja Breta burt

Rússar eru öskureiðir yfir því að Bretar skuli ekki hafa lokað menningarskrifstofum sínum í Sankti Pétursborg og Yekaterinburg.

Strumparnir fimmtugir í dag

Strumparnir fagna fimmtugsafmæli í dag. Í tilefni af afmælinu er búið að skipuleggja margvíslega viðburði í söfnum og bókaverslunum víða um heimaland þeirra, Belgíu.

Viðbúnaður vegna flóða í sunnanverðri Afríku

Rauði krossinn í Mósambík hefur kallað út rúmlega 400 sjálfboðaliða til björgunarstarfa á flóðasvæðum í landinu og hefur að minnsta kosti 200 manns verið bjargað úr sjálfheldu af láglendi. Flóðin má rekja til mikilla rigninga.

Eru enn að safna jólatrjám borgarbúa

Starfsmenn Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar hafa enn í nógu að snúast við að sækja jólatré höfuðborgarbúa. Formlegri söfnun jólatrjánna lauk á föstudaginn en sumir borgarbúar virðast hafa verið frekar seinir í því að taka tréin sín niður og ekki sett þau út fyrr en um helgina.

Tillitslausir blaðaljósmyndarar veitast að Björk

Frekustu ljósmyndarar vaða að Björk, öskra að henni og áreita jafnvel dóttur hennar, segir Guðmundur Gunnarsson, faðir Bjarkar. Ný-sjálensk blöð hafa greint frá því að Björk hafi veist að blaðamanni við komuna til Auckland á Nýja-Sjálandi, þar sem hún mun koma fram á tónlistarhátíð.

Combat 18 með íslenska vefsíðu

Nýnasistasamtökin Combat 18 virðast hafa skotið rótum hér á landi. Á síðunni www.iceland.bloodandhonour.net má sjá yfirlýsingu þess efnis að samtökin hafi tekið til starfa hér á landi. Fyrir nokkru síðan greindi Vísir frá því að umsjónarmaður rasistasíðunnar www.skapari.com boðaði komu samtakanna.

Rússneskur fánaberi látinn

Hermaðurinn sem dró rússneska fánann að húni á þinghúsinu í Berlín í síðari heimsstyrjöldinni er látinn, 85 ára að aldri.

Mjölnir er fundinn

Hundurinn Mjölnir er kominn í leitirnar. Hann fannst eftir að auglýst var eftir honum hér á Vísi. Mjölnir er sjö mánaða gamall labradorhvolpur. Honum var stolið fyrir utan Fjölbrautaskólann í Breiðholti á fimmtudag og leitaði hópur manna að honum.

Sportlegur lítill Ford

Ford verksmiðjurnar kynntu nýjan smábíl á Norður-Ameríku bílasýningunni í Detroit. Hann er á stærð við Ford Fiesta. Bíllinn er hannaður í Evrópu en ætlaður til sölu um allan heim.

Verkefni sem þarf að leysa

Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins koma til fundar ásamt Samtökum atvinnulífsins klukkan eitt í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara.

Morðingi verður ráðherra

Veturinn 2004 myrti Rússinn Vitalij Kalojev danska flugumferðarstjórann Peter Nielsen. Tveim árum áður hafði Nielsen verið í flugturni í Sviss þegar rússnesk leiguflugvél og fragtþota frá DHL rákust saman.

Sjá næstu 50 fréttir