Erlent

Nauðgunum fjölgaði mikið í Osló á síðasta ári

Nauðgunum fjölgaði mikið í Osló á síðasta ári eða um 20% frá árinu á undan. Sérstaklega fjölgaði grófum nauðgunum í borginni.

Samkvæmt upplýsingum frá norsku lögreglunni fjölgaði tilkynntum nauðgunum í Osló frá 124 árið 2006 og í 148 á síðasta ári. Hvað grófar nauðganir, eins og hópnauðganir, varðar voru aðeins tvö tilfelli af þeim skráð árið 2006 en í fyrra voru þær 13 talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×