Fleiri fréttir

Bílvelta í Breiðadal

Bílslys varð aðfaranótt laugardags í Breiðadal í Önundarfirði. Tvennt var í bílnum og kom það á lögreglustöðina á Ísafirði klukkan korter fyrir eitt aðfaranótt laugardags og tilkynnti um slysið.

Flutningabíll valt

Flutningabíll með tengivagn valt skammt frá bænum Skarð í Dalsmynni í Grýtubakkahrepp á ellefta tímanum í gær. Flutningabíllinn var á leið austur á firði með tuttugu tonn af ófrosnum fiski.

Innbrot í Reykjavík

Brotist var inní raftækjaverslun í vesturhluta borgarinnar í kringum miðnætti í fyrrinótt.

Sjö handteknir í Reykjavík

Sjö manns voru handteknir grunaðir um fíkniefnaneyslu í húsi í austurhluta borgarinnar um tíu-leytið á föstudagskvöldið.

Mikil óvissa

Óvissa er lykilorðið þessa síðustu daga kosningabaráttunnar í Bandaríkjunum. Ótryggur kosningabúnaður, kosningaþátttaka og afskipti hryðjuverkaleiðtoga eru meðal þátta sem gætu haft áhrif á úrslit kosninganna.

Frístundaheimilin verða opin

Fyrirhuguðu vetrarfríi starfsfólks frístundaheimila Reykjavíkurborgar sem átti að vera í næstu viku verður að öllum líkindum frestað og skóladagheimilin verða opin, að sögn Önnu Kristjánsdóttur, borgarfulltrúa R-listans.

Pólitísk handsprengja

Sérfræðingar víða um heim hafa lýst því yfir að myndbandsupptakan af Osama bin Laden sem send var út á Al Jazeera sjónvarpsstöðinni á föstudagskvöld væri til þess ætluð að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Því hefur verið líkt við pólitíska handsprengju.

Skeiðará að vaxa

Hlaup er hafið í Skeiðará. Áin hefur vaxið hægt og rólega í dag en engin jöklafýla hefur fundist, að sögn Jóns Benediktssonar í Freysnesi. Fyrstu merki hlaups sáust á jarðskjálftamælum í gær en þá kom fram órói við Grímsvötn í Vatnajökli þaðan sem hlaupin koma.

Páfagarður ósáttur við höfnun ESB

Páfagarður sakar Evrópusambandið um hræsni og nornaveiðar, fyrir að hafna Rocco Buttiglione í embætti dóms- og öryggismálastjóra sambandsins.

Áhættumat um eldgos í Mýrdalsjökli

Gerð áhættumats og áhættugreiningar vegna eldgosa og hlaupa til norður, vesturs og suðurs frá Eyjafjallajökli og vesturhluta Mýrdalsjökuls er lokið.

Forsetakosningar í Úkraínu

Í dag ganga íbúar Úkraínu á kjörstaði og kjósa sér nýjan forseta. Forsetaframbjóðendurnir sem líklegastir eru til sigurs eru forsætisráðherrann Viktor Yanukovych og fyrrum forsætisráðherra Viktor Yushchenko.

Hylmt yfir samráð og gögnum eytt

Olíufélögin reyndu skipulega að hylma yfir ólöglegt samráð sitt og eyða mikilvægum gögnum, samkvæmt Samkeppnisráði. Þau áttu í tíðum og skipulögðum samskiptum og lykilmenn í félögunum skiptust á skoðunum og upplýsingum og sendu athugasemdir og tillögur sín á milli.

Falin sprengiefni í Írak

Peter Bouckaert, Starfsmaður mannréttindasamtakanna Human Rights Watch sagði frá því í gær í samtali við fréttastofu AP að hann hafi tilkynnt bandarískum hermönnum um falinn geymslustað í borginni Baqouba, 55 kílómetrum norðaustur af Baghdad, í maí á síðasta ári.

Kristinn markaði stefnuna

Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, markaði, að mati Samkeppnisráðs, þá stefnu sem einkenndi alla samkeppni á olíumarkaði í heilan áratug, en hann hóf störf hjá Skeljungi árið 1990. Kristinn taldi ekki æskilegt að samkeppnin yrði of hörð á markaðnum.

Bandaríkjamenn kjósa snemma

Tvæpar tvær milljónir Flórídabúa hafa þegar greitt atkvæði utan kjörstaðar vegna forsetakosninganna sem haldnar verða á þriðjudag.

Segist ekki hafa verið með

Þórólfur Árnason, borgarstjóri og fyrrverandi markaðsstjóri Olíufélagsins ESSO, var með í samráði olíufélaganna vegna útboðs á olíusölu. Þórólfur segist ekki hafa vitað um náið samstarf forstjóra olíufélaganna.

Gæti náð láglendi á hálftíma

Stór hluti láglendis á milli Eyjafjalla og Þjórsár færi undir vatn ef þar yrði jökulhlaup í líkingu við það sem varð fyrir tólf hundruð árum í Markarfljóti. Hættumat vegna eldgosa í Eyjafjallajökli og Mýrdalsjökli sýnir að hlaup úr hlíðum jöklanna gæti náð láglendi á innan við hálftíma.

Fá ríflega 16% hækkun

Sjómenn fá ríflega sextán prósenta launahækkun samkvæmt nýjum kjarasamningi sem var undirritaður í dag. Það tók samninganefndir sjómanna og útvegsmanna tíu mánuði að komast að samkomulagi um nýjan kjarasamning og voru fulltrúar sjómanna, farmanna og fiskimanna og útvegsmanna því í hátíðarskapi þegar þeir mættu til að skrifa undir.

Breiðþota yfirfarin hér á landi

Tækniþjónustan á Keflavíkurflugvelli yfirfer nú í fyrsta sinn breiðþotu en þeim hefur hingað til verið flogið út til skoðunar. Þetta er vél af gerðinni 767 200 sem Loftleiðir hafa á leigu ,en hún flaug á milli Ísraels og New York, en mun næst verða staðsett í Portugal.

Samskiptin komin í eðlilegt horf

Sjómenn og útvegsmenn skrifuðu undir nýjan kjarasamning í gær en ekki hefur verið samið án verkfalls síðan 1992. Laun sjómanna hækka um 16,5 prósent. Samið var um lífeyrisgreiðslur, uppsagnafrest og fækkun í áhöfnum. Forysta sjómanna hefur loforð fyrir því að ekki verði hreyft við sjómannaafslætti á samningstímanum.

Kaupmáttarrýrnun hjá kennurum

Kennari í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur segir að laun sumra kennara muni lækka þegar launaflokkar í potti verða festir í launatöflu. Eiríkur Jónsson segir breytinguna eina af forgangskröfum grunnskólakennara.

Útiloka að Arafat þjáist af hvítblæði

Læknar á hersjúkrahúsi í París hafa útilokað að Yasser Arafat, forseti heimastjórnar Palestínumanna þjáist af hvítblæði. Arafat var fluttur til Parísar í gær vegna alvarlegra veikinda. "Arafat er ekki með hvítblæði", sagði Mohammed Rashid, einn helsti ráðgjafi Arafats í kvöld. "Læknar hafa útilokað það, útilokið það einnig," sagði Rashid á blaðamannafundi. Niðurstöður frekari rannsókna á veikindum Arafats er að vænta á miðvikudag.

Verkfallinu frestað

Kennsla hefst í grunnskólum landsins á mánudag, eftir að deilendur í kennaradeilunni samþykktu í nótt að fresta kennaraverkfallinu á meðan báðar fylkingar kynntu sér nýja miðlunartillögu sáttasemjara og greiddu atkvæði um hana.

Arafat á leið til Parísar

Arafat, leiðtogi Palestínumanna, er nú á leið til Parísar að leita læknishjálpar. Þetta er í fyrsta skipti í tvö og hálft ár sem Arafat, sem er 75 ára að aldri, yfirgefur Vesturbakkann. Stuðningsmenn hans fjölmenntu fyrir utan heimili hans þegar verið var að flytja hann af stað.

Sprengiefnin voru til staðar

Nú er komið í ljós að 377 tonn af mjög hættulegu sprengiefni, sem meðal annars nýtist við gerð kjarnavopna, voru í vopnageymslunum í Al Kvaka í Írak, þegar fyrstu bandarísku hermennirnir komu þangað skömmu eftir að Bagdad féll fyrir innrásarhernum.

Viðræður kynntar í dag

Aðal samninganefndir sjómannasamtakanna hafa verið kallaðar til fundar í dag þar sem nefndunum verða kynntar þær samningaviðræður sem sjómenn hafa átti við útvegsmenn upp á síðkastið, en aðalnefndirnar hafa ekki verið kallaðar saman síðan í vor.

50 árekstrar í gær

Tæplega fimmtíu árekstrar urðu í hálkunni á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun, svo lögreglunni sé kunnugt um. Gera má ráð fyrir að árekstrarnir hafi verið talsvert fleiri, því nokkuð er um það að ökumenn geri sjálfir skýrslu á staðnum án afskipta lögreglu. Eignatjón er mikið, en engin slasaðist alvarlega.

Hætt við ferð á karnival

Friðrik krónprins Danmerkur og María krónprinsessa eru hætt við fyrirhugaða ferð á karnival í Ríó þar sem þau áttu að fara fyrir hópi fólks úr dönskum Sambaskóla. Ástæðan er sú að utanríkisráðuneytið hefur orðið þess áskynja að einn af forsvarsmönnum skólans í Ríó er þekktur undirheimamaður og er talið að skólinn, sem starfar víða um heim, tengist alþjóðlegum glæpasamtökum.

Tveir slasaðir eftir árekstur

Ökumenn tveggja bíla slösuðust þegar fólksbíll, jeppi og fóðurflutningabíll lentu í árekstri skammt ofan við Litlu Kaffistofuna við Suðurlandsveg laust fyrir klukkan níu. Hinir slösuðu voru fluttir með sjúkrabílum á Slysadeild Landsspítalans, en hvorugur er í lífshættu. Fóðurbíllinn var með fullfermi og lokaði hann veginum.

Stjórnarskrá ESB undirrituð

Stjórnarskrá Evrópusambandsins var undirrituð við hátíðlega athöfn í Róm í morgun. Leiðtogar ríkja ESB skiptust á að setjast við háborð og skrifa undir stjórnarskrána undir miklu klappi. Hún á að tryggja enn frekari samstarf og samvinnu Evrópusambandsríkjanna en hún hefur verið mikið deiluefni aðildarlandanna undanfarin ár.

Nýr vegur um Tjörnes opnaður

Nýr vegur um Tjörnes ásamt nýrri brú á Lónsós í Kelduhverfi verða formlega opnaðar klukkan þrjú í dag með því að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra klippir á borða við áningarstað á Hringsbjargi. Þetta er einhver mesta vegagerð sem ráðist hefur verið í hérlendis á seinni árum en alls kostaði þessi liðlega 40 kílómetra vegarkafli um einn og hálfan milljarð króna.

Grétar var sjálfkjörinn

Grétar Þorsteinsson var endurkjörinn forseti Alþýðusambands Íslands í morgun. Fundarstjóri lýsti Grétar sjálfkjörinn forseta til næstu tveggja ára en enginn annar gaf kost á sér.

Prósak slæmt fyrir börn

Prósaknotkun ungra barna getur leitt til geðrænna vandamála síðar í lífinu og óléttar konur ættu heldur ekki að nota þetta geðlyf. Þetta segja bandarískir vísindamenn sem hafa rannsakað áhrif lyfsins á mýs.

Íslandsbanki greiðir mest

Bankar, fjarskiptafyrirtæki og flugfélag, tróna á toppnum yfir hæstu greiðendur opinberra gjalda í Reykjavík. Álagningarskrá Reykjavíkur árið 2004, með gjöldum lögaðila verður lögð fram í lag og mun liggja frammi til og með 12. nóvember. Af fyrirtækjum í einarekstri trónar Íslandsbanki hæst, með tæplega 845 milljónir í heildargjöld.

Skeljungur sektaður um milljarð

Olíufélögin höfðu 6,6 milljarða króna af neytendum með ólöglegu samráði sín á milli frá 1. mars 1993 til 18. desember 2001. Samkeppnisráð ákvað í gær að sekta félögin öll um 1,1 milljarð króna. Esso og Olís fá þó afslátt fyrir samvinnu við Samkeppnisyfirvöld.

Allt púður í 10 ríki

Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum beina nú allri athygli sinni að tíu ríkjum, þar sem fylgi þeirra er hnífjafnt. John Kerry hlaut í gær stuðning úr óvæntri átt. Dálkahöfundur tímaritsins Congressional Quarterly, þar sem fylgst er með stjórnmálunum í Washington, baðst í gær undan því að færa rök fyrir spám um gengi frambjóðendanna á þriðjudaginn kemur.

Arafat kominn til Parísar

Jasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, lenti nú fyrir stundu á herflugvelli í Frakklandi þar sem hann mun gangast undir læknismeðferð. Arafat, sem er sjötíu og fimm ára gamall, verður lagður inn á hersjúkrahús í útjaðri Parísar og öryggisgæsla þar hefur verið hert gríðarlega. Meðal annars hafa lögreglumenn tekið sér stöðu á þaki sjúkrahússins.

Gaflarinn seldur

Gaflarinn gengur kaupum og sölum í Hafnarfirði en hann er sérlegt merki Lionsklúbbs Hafnarfjarðar og er nú seldur til styrktar langveikum börnum. Í tilkynningu frá klúbbnum segir að söfnunarfénu verði varið til kaupa á öryggissímum fyrir langveik börn. Gaflaramerkið kostar fimm hundruð krónur og verður selt þar til verkefninu er lokið.

Umhverfisráðuneytið í Skuggasund

Skuggaleg framtíð blasir við umhverfisráðuneytinu, sem verður lokað og sambandslaust við það fram á þriðjudag. Umhverfisráðuneytið er að flytja og það er af þeim ástæðum sem þar verður allt lokað fram á þriðjudag. Síma- og tölvukerfi ráðuneytisins verða jafnframt óvirk fram á þriðjudag.

Kennslan hefst á mánudag

Kennsla hefst í grunnskólum landsins á mánudag, eftir að deilendur í kennaradeilunni samþykktu í nótt að fresta verkfallinu á meðan báðar fylkingar kynntu sér nýja miðlunartillögu ríkissáttasemjara og greiddu atkvæði um hana.

Fjölmiðlafrumvarpið úr sögunni?

Ritstjóri Frjálsrar verslunar segist líta svo á að fjölmiðlafrumvarpið sé endanlega dautt eftir að Norðurljós urðu dóttturfélag Og Vodafone í gær. Þó að forsendur frumvarpsins séu enn til staðar, myndi það nú kalla á slíkar uppstokkanir, að enginn leggi í slíkt.

Rannveig forseti Norðurlandaráðs

Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, verður forseti Norðurlandaráðs næsta árið. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra mun hinsvegar stjórna Íslandi einn í næstu viku.

Óvíst að stjórnarskráin taki gildi

Stjórnarskrá Evrópusambandsins var undirrituð við hátíðlega athöfn í Róm í morgun. Óvíst er að hún taki nokkurn tíma gildi því aðildaríkin þurfa að samþykkja hana í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Olíufélög sektuð um 2,6 milljarða

Samkeppnisráð hefur sektað þrjú olíufélög um samtals 2,6 milljarða króna fyrir ólögmætt samráð. Skeljungur hlaut hæstu sektina, 1,1 milljarð króna, OLÍS var sektað um 880 milljónir króna og ESSO um 605 milljónir króna. ESSO og Olís fengu lægri sektargreiðslu vegna samstarfs við samkeppnisyfirvöld við að upplýsa málið.

Sjá næstu 50 fréttir