Innlent

50 árekstrar í gær

Tæplega fimmtíu árekstrar urðu í hálkunni á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun, svo lögreglunni sé kunnugt um. Gera má ráð fyrir að árekstrarnir hafi verið talsvert fleiri, því nokkuð er um það að ökumenn geri sjálfir skýrslu á staðnum án afskipta lögreglu. Eignatjón er mikið, en engin slasaðist alvarlega. Gríðarleg örtröð var á hjólbarðaverkstæðum í allan gærdag, en á mánudag eiga allir bílar að vera komnir á vetrarhjólbarða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×