Innlent

Nýr vegur um Tjörnes opnaður

Nýr vegur um Tjörnes ásamt nýrri brú á Lónsós í Kelduhverfi verða formlega opnaðar klukkan þrjú í dag með því að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra klippir á borða við áningarstað á Hringsbjargi. Þetta er einhver mesta vegagerð sem ráðist hefur verið í hérlendis á seinni árum en alls kostaði þessi liðlega 40 kílómetra vegarkafli um einn og hálfan milljarð króna. Með þessum framkvæmdum er lokið lagningu bundins slitlags frá Húsavík og norður fyrir Stóralæk í Öxafirði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×