Hylmt yfir samráð og gögnum eytt 30. október 2004 00:01 Olíufélögin reyndu skipulega að hylma yfir ólöglegt samráð sitt og eyða mikilvægum gögnum, samkvæmt Samkeppnisráði. Þau áttu í tíðum og skipulögðum samskiptum og lykilmenn í félögunum skiptust á skoðunum og upplýsingum og sendu athugasemdir og tillögur sín á milli. Þrátt fyrir að olíufélögunum væri bannað á sínum tíma að hafa samráð um gerð tilboða, hittust forstjórar félaganna, strax árið 1991, til að koma sér saman um tilboð vegna útboða á olíuviðskiptum, og ræða ýmis mál sem vörðuðu verðlagningu og álagningu. Í skýrslu Samkeppnisráðs kemur fram að á árunum 1990 til 1993, í tengslum við breytingar á rekstrarumhverfinu olíufélaganna og á forystusveit þeirra, hafi myndast grunnurinn að því margþætta ólögmæta samráði félaganna, sem einkenndi rekstur þeirra að minnsta kosti til desember 2001. Í tæplega þúsund síðna skýrslu Samkeppnisráðs segir meðal annars að forstjórar félaganna hafi ákveðið verklag eða samskiptamáta sín á milli, til að tryggja framgang samráðsins. Þannig ræddu forstjórarnir um eftirfarandi: „Eins og við höfum oft rætt um er áríðandi að standa saman um að láta viðskiptavini okkar ekki komast upp með að ljúga viðskiptatilboðum upp á okkur." Eftir að OLÍS ætlaði að setja upp gasolíuafgreiðslu á Bíldudal árið 2000, sendi forstjóri Olíufélagsins forstjóra OLÍS tölvupóst vegna málsins og sagði: „Mér finnst að þú ættir að athuga hvort þetta er réttur leikur hjá ykkur. Við munum að sjálfsögðu fara inn á staði hjá ykkur til að jafna leikinn. Boltinn er því hjá ykkur." Í tölvupósti sem forstjóri OLÍS sendi fjármálastjóra félagsins árið 1997 segir: „Reynsla í verðlagsmálum og verðbreytingum segir mér að þetta mál verði aldrei leyst í gegnum síma eða með einhverjum skilaboðum. Eina leiðin er að ná viðkomandi aðilum á fund og kortleggja lausnina og láta síðan forstjórana samþykkja það á forstjórafundi." Það er niðurstaða Samkeppnisráðs að stjórnendur olíufélaganna, sem hafi skipulega reynt að leyna lögbrotunum, hafi takmarkað samkeppni á milli félaganna, til að bæta hag þeirra á kostnað almennings, annarra fyrirtækja og þjóðarbúsins í heild. Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Olíufélögin reyndu skipulega að hylma yfir ólöglegt samráð sitt og eyða mikilvægum gögnum, samkvæmt Samkeppnisráði. Þau áttu í tíðum og skipulögðum samskiptum og lykilmenn í félögunum skiptust á skoðunum og upplýsingum og sendu athugasemdir og tillögur sín á milli. Þrátt fyrir að olíufélögunum væri bannað á sínum tíma að hafa samráð um gerð tilboða, hittust forstjórar félaganna, strax árið 1991, til að koma sér saman um tilboð vegna útboða á olíuviðskiptum, og ræða ýmis mál sem vörðuðu verðlagningu og álagningu. Í skýrslu Samkeppnisráðs kemur fram að á árunum 1990 til 1993, í tengslum við breytingar á rekstrarumhverfinu olíufélaganna og á forystusveit þeirra, hafi myndast grunnurinn að því margþætta ólögmæta samráði félaganna, sem einkenndi rekstur þeirra að minnsta kosti til desember 2001. Í tæplega þúsund síðna skýrslu Samkeppnisráðs segir meðal annars að forstjórar félaganna hafi ákveðið verklag eða samskiptamáta sín á milli, til að tryggja framgang samráðsins. Þannig ræddu forstjórarnir um eftirfarandi: „Eins og við höfum oft rætt um er áríðandi að standa saman um að láta viðskiptavini okkar ekki komast upp með að ljúga viðskiptatilboðum upp á okkur." Eftir að OLÍS ætlaði að setja upp gasolíuafgreiðslu á Bíldudal árið 2000, sendi forstjóri Olíufélagsins forstjóra OLÍS tölvupóst vegna málsins og sagði: „Mér finnst að þú ættir að athuga hvort þetta er réttur leikur hjá ykkur. Við munum að sjálfsögðu fara inn á staði hjá ykkur til að jafna leikinn. Boltinn er því hjá ykkur." Í tölvupósti sem forstjóri OLÍS sendi fjármálastjóra félagsins árið 1997 segir: „Reynsla í verðlagsmálum og verðbreytingum segir mér að þetta mál verði aldrei leyst í gegnum síma eða með einhverjum skilaboðum. Eina leiðin er að ná viðkomandi aðilum á fund og kortleggja lausnina og láta síðan forstjórana samþykkja það á forstjórafundi." Það er niðurstaða Samkeppnisráðs að stjórnendur olíufélaganna, sem hafi skipulega reynt að leyna lögbrotunum, hafi takmarkað samkeppni á milli félaganna, til að bæta hag þeirra á kostnað almennings, annarra fyrirtækja og þjóðarbúsins í heild.
Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira