Innlent

Íslandsbanki greiðir mest

Bankar, fjarskiptafyrirtæki og flugfélag, tróna á toppnum yfir hæstu greiðendur opinberra gjalda í Reykjavík. Álagningarskrá Reykjavíkur árið 2004, með gjöldum lögaðila verður lögð fram í lag og mun liggja frammi til og með 12. nóvember. Af fyrirtækjum í einarekstri trónar Íslandsbanki hæst, með tæplega 845 milljónir í heildargjöld. Kaupþing búnaðarbanki er næstur með rúmar 654 milljónir. Í þriðja sæti er Landssíminn, með rúmlega 597 milljónir, í heildargjöld. Í fjórða sæti Landsbanki Íslands, með rúmlega 470 milljónir króna, og í fimmta sæti er Icelandair, með rúmlega 236 milljónir króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×