Innlent

Umhverfisráðuneytið í Skuggasund

Skuggaleg framtíð blasir við umhverfisráðuneytinu, sem verður lokað og sambandslaust við það fram á þriðjudag. Umhverfisráðuneytið er að flytja og það er af þeim ástæðum sem þar verður allt lokað fram á þriðjudag. Síma- og tölvukerfi ráðuneytisins verða jafnframt óvirk fram á þriðjudag. Umhverfisráðuneytið, sem var stofnað árið 1990, er að flytja í nágrenni við þau ráðuneyti sem nú eru á Arnarhválfstorfunni, svokölluðu, en það eru nú dóms- og kirkjumálaráðuneytið, fjármálaráðuneytið, iðnaðar og viðskiptaráðuneytið, landbúnaðarráðuneytið, menntamálaráðuneytið og sjávarútvegsráðuneytið.Svo verða menn bara að vona að ekki sé neitt táknrænt við heitin á götunum sem flutt er á milli, því umhverfisráðuneytið flytur úr Vonarstræti, í Skuggasund.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×