Innlent

Skeiðará að vaxa

Hlaup er hafið í Skeiðará. Áin hefur vaxið hægt og rólega í dag en engin jöklafýla hefur fundist, að sögn Jóns Benediktssonar í Freysnesi. Fyrstu merki hlaups sáust á jarðskjálftamælum í gær en þá kom fram órói við Grímsvötn í Vatnajökli þaðan sem hlaupin koma. Vatnamælingamenn frá Orkustofnun voru væntanlegir að Skeiðará nú undir kvöld en þeir telja að hlaupið nái hámarki á einum til tveimur dögum. Mannvirki eru ekki talin í hættu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×