Innlent

Viðræður kynntar í dag

Aðal samninganefndir sjómannasamtakanna hafa verið kallaðar til fundar í dag þar sem nefndunum verða kynntar þær samningaviðræður sem sjómenn hafa átti við útvegsmenn upp á síðkastið, en aðalnefndirnar hafa ekki verið kallaðar saman síðan í vor. Samkvæmt heimildum Fréttastofu úr röðum samningamanna sjómanna þýðir þetta þó ekki að samkomulag sé alveg að nást. Björgólfur Jóhannsson formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna sagði í ræðu sinni á ársfundi LÍÚ í gær, að allar forsendur væru til þess að samningar næðust. Samningar sjómanna og útvegsmanna hafa verið lausir síðan um áramót og hefur deilan verið á borði Ríkissátasemjara síðan í febrúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×