Innlent

Gaflarinn seldur

Gaflarinn gengur kaupum og sölum í Hafnarfirði en hann er sérlegt merki Lionsklúbbs Hafnarfjarðar og er nú seldur til styrktar langveikum börnum. Í tilkynningu frá klúbbnum segir að söfnunarfénu verði varið til kaupa á öryggissímum fyrir langveik börn. Gaflaramerkið kostar fimm hundruð krónur og verður selt þar til verkefninu er lokið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×