Innlent

Tveir slasaðir eftir árekstur

Ökumenn tveggja bíla slösuðust þegar fólksbíll, jeppi og fóðurflutningabíll lentu í árekstri skammt ofan við Litlu Kaffistofuna við Suðurlandsveg laust fyrir klukkan níu. Hinir slösuðu voru fluttir með sjúkrabílum á Slysadeild Landsspítalans, en hvorugur er í lífshættu. Fóðurbíllinn var með fullfermi og lokaði hann veginum. Opnuð var hjáleið um gamla Kolviðarhólsveginn, sem er lélegur malarvegur, en laust fyrir klukkan ellefu var farið að helypa takmarkaðri umferð á aðalveginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×