Innlent

Skeljungur sektaður um milljarð

Olíufélögin höfðu 6,6 milljarða króna af neytendum með ólöglegu samráði sín á milli frá 1. mars 1993 til 18. desember 2001. Samkeppnisráð ákvað í gær að sekta félögin öll um 1,1 milljarð króna. Esso og Olís fá þó afslátt fyrir samvinnu við Samkeppnisyfirvöld. Þannig á Skeljungur að borga 1,1 milljarð, Olís þarf að borga 880 milljónir og Esso 605 milljónir. Orkan á að borga 40 milljónir fyrir þátttöku í samráðinu. Ákvörðun Samkeppnisráðs felur í sér mikinn áfellisdóm yfir vinnubrögðum Olíufélaganna. Vitnað er til dagbóka forstjóra og tölvusamskipta þar sem þeir tala um samráð á öllum sviðum. Ítarlega verður fjallað um samráð olíufélaganna og persónur og leikendur í Helgarblaði DV á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×