„Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2025 06:44 Trump, eiginkona hans Melania, Epstein og Maxwell í Mar-A-Lago árið 2000. Getty/Davidoff Studios Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. Það var Wall Street Journal sem greindi frá afmælisskilaboðunum. Samkvæmt umfjöllun miðilsins fékk Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona og stundum kærasta Epstein, ættingja og vini athafnamannsins til að senda sér afmæliskort í tilefni 50 ára afmælis hans, sem hún svo safnaði saman í bók. Bókin er sögð vera meðal gagna sem saksóknarar höfðu undir höndum fyrir mörgum árum síðan, þegar brot Epstein komust fyrst upp. Á kortinu frá Trump var að finna teikningu af naktri konu en skapahár hennar voru undirskrift forsetans; „Donald“. Á kortinu var einnig að finna afmæliskveðjuna hér að ofan. Aðrir miðlar hafa greint frá því að Trump hafi freistað þess að koma í veg fyrir útgáfu fréttar Wall Street Journal og eftir birtinguna í gær hefur forsetinn sagst munu höfða mál á hendur miðlinum. Trump var myndaður með Epstein nokkrum sinnum í kringum aldamótin. „Ég hef þekkt Jeff í fimmtán ár. Frábær gaur,“ sagði Trump um vin sinn árið 2002. „Það er mjög gaman að vera með honum. Þeir segja meira að segja að hann kunni jafnvel að meta fallegar konur jafn mikið og ég, og margar þeirra eru í yngri kantinum. Það er enginn vafi á því; Jeffrey nýtur félagslífsins.“ Árið 2019, þegar Epstein var handtekinn, sagði Trump þá ekki hafa talað saman í fimmtán ár. „Ég var ekki aðdáandi hans; svo mikið get ég sagt þér,“ sagði forsetinn þá. Ákvörðun stjórnvalda að birta ekki gögn í Epstein-málinu hefur klofið Repúblikanaflokkinn en Trump veitti dómsmálaráðherra heimild í gær til að birta sum þeirra. Tíminn mun leiða í ljós hvort það dugir til að lægja öldurnar. Mál Jeffrey Epstein Erlend sakamál Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Það var Wall Street Journal sem greindi frá afmælisskilaboðunum. Samkvæmt umfjöllun miðilsins fékk Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona og stundum kærasta Epstein, ættingja og vini athafnamannsins til að senda sér afmæliskort í tilefni 50 ára afmælis hans, sem hún svo safnaði saman í bók. Bókin er sögð vera meðal gagna sem saksóknarar höfðu undir höndum fyrir mörgum árum síðan, þegar brot Epstein komust fyrst upp. Á kortinu frá Trump var að finna teikningu af naktri konu en skapahár hennar voru undirskrift forsetans; „Donald“. Á kortinu var einnig að finna afmæliskveðjuna hér að ofan. Aðrir miðlar hafa greint frá því að Trump hafi freistað þess að koma í veg fyrir útgáfu fréttar Wall Street Journal og eftir birtinguna í gær hefur forsetinn sagst munu höfða mál á hendur miðlinum. Trump var myndaður með Epstein nokkrum sinnum í kringum aldamótin. „Ég hef þekkt Jeff í fimmtán ár. Frábær gaur,“ sagði Trump um vin sinn árið 2002. „Það er mjög gaman að vera með honum. Þeir segja meira að segja að hann kunni jafnvel að meta fallegar konur jafn mikið og ég, og margar þeirra eru í yngri kantinum. Það er enginn vafi á því; Jeffrey nýtur félagslífsins.“ Árið 2019, þegar Epstein var handtekinn, sagði Trump þá ekki hafa talað saman í fimmtán ár. „Ég var ekki aðdáandi hans; svo mikið get ég sagt þér,“ sagði forsetinn þá. Ákvörðun stjórnvalda að birta ekki gögn í Epstein-málinu hefur klofið Repúblikanaflokkinn en Trump veitti dómsmálaráðherra heimild í gær til að birta sum þeirra. Tíminn mun leiða í ljós hvort það dugir til að lægja öldurnar.
Mál Jeffrey Epstein Erlend sakamál Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira