„Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2025 06:44 Trump, eiginkona hans Melania, Epstein og Maxwell í Mar-A-Lago árið 2000. Getty/Davidoff Studios Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. Það var Wall Street Journal sem greindi frá afmælisskilaboðunum. Samkvæmt umfjöllun miðilsins fékk Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona og stundum kærasta Epstein, ættingja og vini athafnamannsins til að senda sér afmæliskort í tilefni 50 ára afmælis hans, sem hún svo safnaði saman í bók. Bókin er sögð vera meðal gagna sem saksóknarar höfðu undir höndum fyrir mörgum árum síðan, þegar brot Epstein komust fyrst upp. Á kortinu frá Trump var að finna teikningu af naktri konu en skapahár hennar voru undirskrift forsetans; „Donald“. Á kortinu var einnig að finna afmæliskveðjuna hér að ofan. Aðrir miðlar hafa greint frá því að Trump hafi freistað þess að koma í veg fyrir útgáfu fréttar Wall Street Journal og eftir birtinguna í gær hefur forsetinn sagst munu höfða mál á hendur miðlinum. Trump var myndaður með Epstein nokkrum sinnum í kringum aldamótin. „Ég hef þekkt Jeff í fimmtán ár. Frábær gaur,“ sagði Trump um vin sinn árið 2002. „Það er mjög gaman að vera með honum. Þeir segja meira að segja að hann kunni jafnvel að meta fallegar konur jafn mikið og ég, og margar þeirra eru í yngri kantinum. Það er enginn vafi á því; Jeffrey nýtur félagslífsins.“ Árið 2019, þegar Epstein var handtekinn, sagði Trump þá ekki hafa talað saman í fimmtán ár. „Ég var ekki aðdáandi hans; svo mikið get ég sagt þér,“ sagði forsetinn þá. Ákvörðun stjórnvalda að birta ekki gögn í Epstein-málinu hefur klofið Repúblikanaflokkinn en Trump veitti dómsmálaráðherra heimild í gær til að birta sum þeirra. Tíminn mun leiða í ljós hvort það dugir til að lægja öldurnar. Mál Jeffrey Epstein Erlend sakamál Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Sjá meira
Það var Wall Street Journal sem greindi frá afmælisskilaboðunum. Samkvæmt umfjöllun miðilsins fékk Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona og stundum kærasta Epstein, ættingja og vini athafnamannsins til að senda sér afmæliskort í tilefni 50 ára afmælis hans, sem hún svo safnaði saman í bók. Bókin er sögð vera meðal gagna sem saksóknarar höfðu undir höndum fyrir mörgum árum síðan, þegar brot Epstein komust fyrst upp. Á kortinu frá Trump var að finna teikningu af naktri konu en skapahár hennar voru undirskrift forsetans; „Donald“. Á kortinu var einnig að finna afmæliskveðjuna hér að ofan. Aðrir miðlar hafa greint frá því að Trump hafi freistað þess að koma í veg fyrir útgáfu fréttar Wall Street Journal og eftir birtinguna í gær hefur forsetinn sagst munu höfða mál á hendur miðlinum. Trump var myndaður með Epstein nokkrum sinnum í kringum aldamótin. „Ég hef þekkt Jeff í fimmtán ár. Frábær gaur,“ sagði Trump um vin sinn árið 2002. „Það er mjög gaman að vera með honum. Þeir segja meira að segja að hann kunni jafnvel að meta fallegar konur jafn mikið og ég, og margar þeirra eru í yngri kantinum. Það er enginn vafi á því; Jeffrey nýtur félagslífsins.“ Árið 2019, þegar Epstein var handtekinn, sagði Trump þá ekki hafa talað saman í fimmtán ár. „Ég var ekki aðdáandi hans; svo mikið get ég sagt þér,“ sagði forsetinn þá. Ákvörðun stjórnvalda að birta ekki gögn í Epstein-málinu hefur klofið Repúblikanaflokkinn en Trump veitti dómsmálaráðherra heimild í gær til að birta sum þeirra. Tíminn mun leiða í ljós hvort það dugir til að lægja öldurnar.
Mál Jeffrey Epstein Erlend sakamál Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Sjá meira