Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. nóvember 2024 06:52 Tilnefningar Trump hafa vakið nokkurn ugg vestanhafs um næstu fjögur ár. Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, heldur áfram að vekja ugg með útnefningum sínum í hin ýmsu embætti en hann tilkynnti í gær að Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, yrði næsti varnarmálaráðherra landsins. Samkvæmt CNN er Hegseth fyrrverandi hermaður en skortir þá áratugareynslu af hermálum sem forsetar hafa venjulega horft til við útnefningar sínar í mikilvæg embætti. Trump greindi einnig frá því í gær að Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta yrði ráðherra öryggismála innanlands en Noem hefur enga reynslu á þessu sviði. Hún hefur hins vegar verið ötull stuðnignsmaður Trump og nýtur mikilla vinsælda innan MAGA-hreyfingarinnar. Þá verður Mike Huckabee sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael en ríkisstjórinn fyrrverandi lét eitt sinn þau orð falla að það væri ekkert til sem héti „Palestínumaður“. Musk settur í að minnka báknið Sú ákvörðun Trump sem hefur vakið mesta athygli er þó án efa útnefning hans á athafnamanninum Elon Musk sem sérstaks ráðgjafa um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins. Musk og Vivek Ramaswamy, annar litríkur efnamaður, munu fara fyrir fyrirbæri sem Trump hefur kosið að kalla „Department of Government Efficiency“ en athygli vekur að ekki verður um opinbera stofnun að ræða og Musk og Ramaswamy því ekki þurfa að hlíta reglum um opinbera starfsmenn. Ákvörðunin hefur vakið áhyggjur af því að Musk muni nýta stöðu sína til að brjóta niður það regluverk sem hefur verið sett upp í kringum ýmsa starfsemi sem hann og aðrir tæknijöfrar reka og draga stórlega úr eftirliti. Elon Musk on D.O.G.E: We'll drain many swamps and be very transparent about it.“We're going to be very open and transparent and be very clear about this is what we're doing [with the Department of Government Efficiency], here are the issues, this is the math for what's being… pic.twitter.com/bmqqwrZkZX— ELON DOCS (@elon_docs) November 13, 2024 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Elon Musk Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Sjá meira
Samkvæmt CNN er Hegseth fyrrverandi hermaður en skortir þá áratugareynslu af hermálum sem forsetar hafa venjulega horft til við útnefningar sínar í mikilvæg embætti. Trump greindi einnig frá því í gær að Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta yrði ráðherra öryggismála innanlands en Noem hefur enga reynslu á þessu sviði. Hún hefur hins vegar verið ötull stuðnignsmaður Trump og nýtur mikilla vinsælda innan MAGA-hreyfingarinnar. Þá verður Mike Huckabee sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael en ríkisstjórinn fyrrverandi lét eitt sinn þau orð falla að það væri ekkert til sem héti „Palestínumaður“. Musk settur í að minnka báknið Sú ákvörðun Trump sem hefur vakið mesta athygli er þó án efa útnefning hans á athafnamanninum Elon Musk sem sérstaks ráðgjafa um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins. Musk og Vivek Ramaswamy, annar litríkur efnamaður, munu fara fyrir fyrirbæri sem Trump hefur kosið að kalla „Department of Government Efficiency“ en athygli vekur að ekki verður um opinbera stofnun að ræða og Musk og Ramaswamy því ekki þurfa að hlíta reglum um opinbera starfsmenn. Ákvörðunin hefur vakið áhyggjur af því að Musk muni nýta stöðu sína til að brjóta niður það regluverk sem hefur verið sett upp í kringum ýmsa starfsemi sem hann og aðrir tæknijöfrar reka og draga stórlega úr eftirliti. Elon Musk on D.O.G.E: We'll drain many swamps and be very transparent about it.“We're going to be very open and transparent and be very clear about this is what we're doing [with the Department of Government Efficiency], here are the issues, this is the math for what's being… pic.twitter.com/bmqqwrZkZX— ELON DOCS (@elon_docs) November 13, 2024
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Elon Musk Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Sjá meira