Formaðurinn segir af sér og er hættur í Prestafélaginu Bjarki Sigurðsson skrifar 13. október 2022 10:35 Arnaldur Bárðarson er fráfarandi formaður Prestafélags Íslands. Vísir Arnaldur Bárðarson hefur tilkynnt afsögn sína sem formaður Prestafélags Íslands. Þá hefur hann sagt sig úr félaginu og gengið til liðs við Fræðagarð. Hann hvetur alla presta til að gera slíkt hið sama. Arnaldur staðfestir í samtali við fréttastofu að hann hafi tilkynnt um afsögn sína í gærmorgun. Fréttablaðið greindi fyrst frá þessu en upphaflega ætlaði Arnaldur sér að segja af sér þann 10. október á aukaaðalfundi. Fundinum var þó frestað vegna mistaka í fundarboði. Arnaldur vildi þó standa við það sem hann hafði sagt og sagði af sér í gærkvöldi. „Fyrst og síðast vegna þess að ég tel það þurfi að vera breytingar á Prestafélagi Íslands. Við getum ekki verið samblanda af fagfélagi og stéttarfélagi með þeim hætti sem við erum í dag. Sjálfur hef ég sagt mig úr Prestafélaginu og hef gengið til liðs við Fræðagarð. Ég tel að allir prestar ættu að sameinast þar innan raða ásamt öðru háskólamenntuðu starfsfólki kirkjunnar í einu stóru stéttarfélagi,“ segir Arnaldur í samtali við fréttastofu. Afsögnin kemur í kjölfar þess að mikil óeining hefur ríkt innan Prestafélagsins og prestasamfélagsins á Íslandi. Félag prestvígðra kvenna lýsti yfir vantrausti á hendur Arnaldi vegna ummæla sem hann lét falla í viðtali um mál séra Gunnars Sigurjónssonar á Útvarpi Sögu. Gunnar var stuttu fyrir það áminntur fyrir ósæmilega hegðun gagnvart konum á vinnustað hans í Digranes- og Hjallaprestakalli. „Við getum ekki sett hvert annað í svona litlu samfélagi í þá stöðu að þurfa að standa með einum og þá upplifir annar að það sé verið að standa gegn sér. Það er mergur málsins,“ segir Arnaldur. Trúmál Þjóðkirkjan Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Krefjast afsagnar formanns Prestafélagsins vegna viðtals við Útvarp sögu Félag prestvígðra kvenna krefst þess að Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segi af sér vegna ummæla hans í viðtali við Útvarp sögu á dögunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu félags Prestvígðra kvenna sem gefin er út eftir fund félagsins í Langholtskirkju í gær. 16. september 2022 11:15 Vantraustsyfirlýsing kvenpresta byggð á „hreinum rangfærslum og lygi“ Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir vantraustsyfirlýsingu Félags prestvígðra kvenna gagnvart honum byggða á lygum. Hún sé ómarktæk. Hann gengst þó við mistökum í viðtali við Útvarp sögu, sem vantraustsyfirlýsingin snýr meðal annars að. 16. september 2022 12:11 Uppvís að kynferðislegri áreitni í tvígang Teymi Þjóðkirkjunnar hefur metið sem svo að tíu sinnum hafi sóknarprestur kirkjunnar orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn ákvæðum EKKO-reglugerðar kirkjunnar (reglugerð um einelti, kynbundna og kynferðislega áreitni, sem og annað ofbeldi). Presturinn hefur látið af störfum og áformað er að veita honum áminningu. 14. september 2022 13:15 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Arnaldur staðfestir í samtali við fréttastofu að hann hafi tilkynnt um afsögn sína í gærmorgun. Fréttablaðið greindi fyrst frá þessu en upphaflega ætlaði Arnaldur sér að segja af sér þann 10. október á aukaaðalfundi. Fundinum var þó frestað vegna mistaka í fundarboði. Arnaldur vildi þó standa við það sem hann hafði sagt og sagði af sér í gærkvöldi. „Fyrst og síðast vegna þess að ég tel það þurfi að vera breytingar á Prestafélagi Íslands. Við getum ekki verið samblanda af fagfélagi og stéttarfélagi með þeim hætti sem við erum í dag. Sjálfur hef ég sagt mig úr Prestafélaginu og hef gengið til liðs við Fræðagarð. Ég tel að allir prestar ættu að sameinast þar innan raða ásamt öðru háskólamenntuðu starfsfólki kirkjunnar í einu stóru stéttarfélagi,“ segir Arnaldur í samtali við fréttastofu. Afsögnin kemur í kjölfar þess að mikil óeining hefur ríkt innan Prestafélagsins og prestasamfélagsins á Íslandi. Félag prestvígðra kvenna lýsti yfir vantrausti á hendur Arnaldi vegna ummæla sem hann lét falla í viðtali um mál séra Gunnars Sigurjónssonar á Útvarpi Sögu. Gunnar var stuttu fyrir það áminntur fyrir ósæmilega hegðun gagnvart konum á vinnustað hans í Digranes- og Hjallaprestakalli. „Við getum ekki sett hvert annað í svona litlu samfélagi í þá stöðu að þurfa að standa með einum og þá upplifir annar að það sé verið að standa gegn sér. Það er mergur málsins,“ segir Arnaldur.
Trúmál Þjóðkirkjan Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Krefjast afsagnar formanns Prestafélagsins vegna viðtals við Útvarp sögu Félag prestvígðra kvenna krefst þess að Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segi af sér vegna ummæla hans í viðtali við Útvarp sögu á dögunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu félags Prestvígðra kvenna sem gefin er út eftir fund félagsins í Langholtskirkju í gær. 16. september 2022 11:15 Vantraustsyfirlýsing kvenpresta byggð á „hreinum rangfærslum og lygi“ Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir vantraustsyfirlýsingu Félags prestvígðra kvenna gagnvart honum byggða á lygum. Hún sé ómarktæk. Hann gengst þó við mistökum í viðtali við Útvarp sögu, sem vantraustsyfirlýsingin snýr meðal annars að. 16. september 2022 12:11 Uppvís að kynferðislegri áreitni í tvígang Teymi Þjóðkirkjunnar hefur metið sem svo að tíu sinnum hafi sóknarprestur kirkjunnar orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn ákvæðum EKKO-reglugerðar kirkjunnar (reglugerð um einelti, kynbundna og kynferðislega áreitni, sem og annað ofbeldi). Presturinn hefur látið af störfum og áformað er að veita honum áminningu. 14. september 2022 13:15 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Krefjast afsagnar formanns Prestafélagsins vegna viðtals við Útvarp sögu Félag prestvígðra kvenna krefst þess að Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segi af sér vegna ummæla hans í viðtali við Útvarp sögu á dögunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu félags Prestvígðra kvenna sem gefin er út eftir fund félagsins í Langholtskirkju í gær. 16. september 2022 11:15
Vantraustsyfirlýsing kvenpresta byggð á „hreinum rangfærslum og lygi“ Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir vantraustsyfirlýsingu Félags prestvígðra kvenna gagnvart honum byggða á lygum. Hún sé ómarktæk. Hann gengst þó við mistökum í viðtali við Útvarp sögu, sem vantraustsyfirlýsingin snýr meðal annars að. 16. september 2022 12:11
Uppvís að kynferðislegri áreitni í tvígang Teymi Þjóðkirkjunnar hefur metið sem svo að tíu sinnum hafi sóknarprestur kirkjunnar orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn ákvæðum EKKO-reglugerðar kirkjunnar (reglugerð um einelti, kynbundna og kynferðislega áreitni, sem og annað ofbeldi). Presturinn hefur látið af störfum og áformað er að veita honum áminningu. 14. september 2022 13:15