Krefjast afsagnar formanns Prestafélagsins vegna viðtals við Útvarp sögu Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2022 11:15 Ólöf Margrét Snorradóttir, prestur í garða- og saurbæjarprestakalli og stjórnarmaður Félags prestvígðra kvenna, segir fundinn í Langholtskirkju í gær hafa einkennst af samstöðu. Samsett Félag prestvígðra kvenna krefst þess að Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segi af sér vegna ummæla hans í viðtali við Útvarp sögu á dögunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu félags Prestvígðra kvenna sem gefin er út eftir fund félagsins í Langholtskirkju í gær. Ummælin sem Arnaldur viðhafði í viðtali við Útvarp sögu vörðuðu mál séra Gunnars Sigurjónssonar, sem verður áminntur fyrir ósæmilega hegðun gagnvart konum á vinnustað hans í Digranes- og Hjallaprestakalli. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í viðtali Arnalds á Útvarpi sögu lét hann þau orð falla að Gunnar sjálfur væri orðinn þolandi í málinu - rannsókn teymis þjóðkirkjunnar hefði tekið alltof langan tíma. Félag prestvígðra kvenna á Íslandi fundaði vegna málsins í Langholtskirkju í gær og sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þess er krafist að Arnaldur segi af sér - vegna viðtalsins og vegna meintra samskipta hans við ónafngreindan þolanda í máli séra Gunnars. Ólöf Margrét Snorradóttir, prestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli og stjórnarmaður Félags prestvígðra kvenna segir fundinn í gær hafa einkennst af samstöðu. „Þau [orð Arnaldar í viðtali við Útvarp sögu] gáfu í skyn að við ættum ekki allar heima í félaginu, þess vegna þótti okkur gott að koma saman, ræða þetta og hvað við gætum gert. Og eftir fundinn er samþykkt ályktun þar sem við teljum og segjum að formaður PÍ sé vanhæfur til að gæta hagsmuna alls félagsfólks í félaginu.“ Yfirlýsing Félags prestvígðra kvenna í heild: Ályktun frá Félagi prestsvígðra kvenna haldinn í Langholtskirkju fimmtudaginn 15. september 2022. Föstudaginn 9. september s.l. var á Útvarpi Sögu útvarpað viðtali við formann Prestafélags Íslands, hér eftir PÍ. Þar ræddi formaðurinn um mál einstaklinga sem eru félagsfólk í PÍ og varðar kvörtun til teymis Þjóðkirkjunnar um kynbundið ofbeldi, kynferðislega áreitni og einelti. Orð sem formaðurinn lét falla í viðtalinu er ekki hægt að skilja með öðrum hætti en að hann taki sér stöðu með geranda. Mikilvægt er að fram komi að formaður PÍ hafði áður en hann fór í þetta viðtal haft samband við tvo þolendur í þeim tilgangi að fá upplýsingar um málið og gera lítið úr trúverðugleika teymisins. Í öðru tilvikinu hélt formaður því fram í samtali við þolanda að honum hefði verið falið f.h. Biskupsstofu að vinna að úrlausn þessa máls sem formaður PÍ. Staðfest hefur verið að honum var ekki fengið þetta umboð. Einnig tjáði hann öðrum þolandanum að PÍ þyrfti að skiptast í tvær fylkingar í málinu og þolandinn gæti ekki leitað til formannsins þar sem hann hefði þegar tekið afstöðu með gerandanum. Því ályktar Félag prestsvígðra kvenna að formaður PÍ sé vanhæfur til þess að gæta hagsmuna alls félagsfólks vegna þess að hann tók meðvitaða afstöðu í ofbeldismáli með geranda. Félag prestsvígðra kvenna lýsir yfir trausti á störfum teymis þess sem fjallar um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi innan Þjóðkirkjunnar. Félagið fagnar eindreginni afstöðu Biskups Íslands gegn öllu ofbeldi innan Þjóðkirkjunnar. Félag prestvígðra kvenna fer fram á afsögn formanns Prestafélags Íslands. Fréttin hefur verið uppfærð. Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Ummælin sem Arnaldur viðhafði í viðtali við Útvarp sögu vörðuðu mál séra Gunnars Sigurjónssonar, sem verður áminntur fyrir ósæmilega hegðun gagnvart konum á vinnustað hans í Digranes- og Hjallaprestakalli. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í viðtali Arnalds á Útvarpi sögu lét hann þau orð falla að Gunnar sjálfur væri orðinn þolandi í málinu - rannsókn teymis þjóðkirkjunnar hefði tekið alltof langan tíma. Félag prestvígðra kvenna á Íslandi fundaði vegna málsins í Langholtskirkju í gær og sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þess er krafist að Arnaldur segi af sér - vegna viðtalsins og vegna meintra samskipta hans við ónafngreindan þolanda í máli séra Gunnars. Ólöf Margrét Snorradóttir, prestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli og stjórnarmaður Félags prestvígðra kvenna segir fundinn í gær hafa einkennst af samstöðu. „Þau [orð Arnaldar í viðtali við Útvarp sögu] gáfu í skyn að við ættum ekki allar heima í félaginu, þess vegna þótti okkur gott að koma saman, ræða þetta og hvað við gætum gert. Og eftir fundinn er samþykkt ályktun þar sem við teljum og segjum að formaður PÍ sé vanhæfur til að gæta hagsmuna alls félagsfólks í félaginu.“ Yfirlýsing Félags prestvígðra kvenna í heild: Ályktun frá Félagi prestsvígðra kvenna haldinn í Langholtskirkju fimmtudaginn 15. september 2022. Föstudaginn 9. september s.l. var á Útvarpi Sögu útvarpað viðtali við formann Prestafélags Íslands, hér eftir PÍ. Þar ræddi formaðurinn um mál einstaklinga sem eru félagsfólk í PÍ og varðar kvörtun til teymis Þjóðkirkjunnar um kynbundið ofbeldi, kynferðislega áreitni og einelti. Orð sem formaðurinn lét falla í viðtalinu er ekki hægt að skilja með öðrum hætti en að hann taki sér stöðu með geranda. Mikilvægt er að fram komi að formaður PÍ hafði áður en hann fór í þetta viðtal haft samband við tvo þolendur í þeim tilgangi að fá upplýsingar um málið og gera lítið úr trúverðugleika teymisins. Í öðru tilvikinu hélt formaður því fram í samtali við þolanda að honum hefði verið falið f.h. Biskupsstofu að vinna að úrlausn þessa máls sem formaður PÍ. Staðfest hefur verið að honum var ekki fengið þetta umboð. Einnig tjáði hann öðrum þolandanum að PÍ þyrfti að skiptast í tvær fylkingar í málinu og þolandinn gæti ekki leitað til formannsins þar sem hann hefði þegar tekið afstöðu með gerandanum. Því ályktar Félag prestsvígðra kvenna að formaður PÍ sé vanhæfur til þess að gæta hagsmuna alls félagsfólks vegna þess að hann tók meðvitaða afstöðu í ofbeldismáli með geranda. Félag prestsvígðra kvenna lýsir yfir trausti á störfum teymis þess sem fjallar um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi innan Þjóðkirkjunnar. Félagið fagnar eindreginni afstöðu Biskups Íslands gegn öllu ofbeldi innan Þjóðkirkjunnar. Félag prestvígðra kvenna fer fram á afsögn formanns Prestafélags Íslands. Fréttin hefur verið uppfærð.
Yfirlýsing Félags prestvígðra kvenna í heild: Ályktun frá Félagi prestsvígðra kvenna haldinn í Langholtskirkju fimmtudaginn 15. september 2022. Föstudaginn 9. september s.l. var á Útvarpi Sögu útvarpað viðtali við formann Prestafélags Íslands, hér eftir PÍ. Þar ræddi formaðurinn um mál einstaklinga sem eru félagsfólk í PÍ og varðar kvörtun til teymis Þjóðkirkjunnar um kynbundið ofbeldi, kynferðislega áreitni og einelti. Orð sem formaðurinn lét falla í viðtalinu er ekki hægt að skilja með öðrum hætti en að hann taki sér stöðu með geranda. Mikilvægt er að fram komi að formaður PÍ hafði áður en hann fór í þetta viðtal haft samband við tvo þolendur í þeim tilgangi að fá upplýsingar um málið og gera lítið úr trúverðugleika teymisins. Í öðru tilvikinu hélt formaður því fram í samtali við þolanda að honum hefði verið falið f.h. Biskupsstofu að vinna að úrlausn þessa máls sem formaður PÍ. Staðfest hefur verið að honum var ekki fengið þetta umboð. Einnig tjáði hann öðrum þolandanum að PÍ þyrfti að skiptast í tvær fylkingar í málinu og þolandinn gæti ekki leitað til formannsins þar sem hann hefði þegar tekið afstöðu með gerandanum. Því ályktar Félag prestsvígðra kvenna að formaður PÍ sé vanhæfur til þess að gæta hagsmuna alls félagsfólks vegna þess að hann tók meðvitaða afstöðu í ofbeldismáli með geranda. Félag prestsvígðra kvenna lýsir yfir trausti á störfum teymis þess sem fjallar um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi innan Þjóðkirkjunnar. Félagið fagnar eindreginni afstöðu Biskups Íslands gegn öllu ofbeldi innan Þjóðkirkjunnar. Félag prestvígðra kvenna fer fram á afsögn formanns Prestafélags Íslands.
Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira