Vantraustsyfirlýsing kvenpresta byggð á „hreinum rangfærslum og lygi“ Kristín Ólafsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 16. september 2022 12:11 Arnaldur Bárðarson, formaður Prestafélags Íslands. Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir vantraustsyfirlýsingu Félags prestvígðra kvenna gagnvart honum byggða á lygum. Hún sé ómarktæk. Hann gengst þó við mistökum í viðtali við Útvarp sögu, sem vantraustsyfirlýsingin snýr meðal annars að. Ummælin sem Arnaldur viðhafði í viðtali við Útvarp sögu vörðuðu mál séra Gunnars Sigurjónssonar, sem verður áminntur fyrir ósæmilega hegðun gagnvart konum á vinnustað hans í Digranes- og Hjallaprestakalli. Í viðtali Arnalds á Útvarpi sögu lét hann þau orð falla að Gunnar sjálfur væri orðinn þolandi í málinu - rannsókn teymis þjóðkrikjunnar hefði tekið alltof langan tíma. Félag prestvigðra kvenna á Íslandi fundaði vegna málsins í Langholtskirkju í gær og sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þess er krafist að Arnaldur segi af sér - vegna viðtalsins og vegna meintra samskipta hans við ónafngreindan þolanda í máli séra Gunnars. Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir í samtali við fréttastofu að sér hafi verið mjög brugðið þegar hann sá yfirlýsinguna í morgun. Félag prestvígðra kvenna sé mjög mikilvægt félag innan Prestafélagsins sjálfs. „Hins vegar verð ég að segja að það sem kemur fram í yfirlýsingunni er byggt á hreinum rangfærslum og lygi. Ég tek svo djúpt í árinni og segi að það sé lygi. Ég hafði ekki samband við þolendur til þess að gera lítið úr trúverðugleika teymisins [teymis þjóðkirkjunnar sem rannakaði mál Gunnars],“ segir Arnaldur. Hann hafi ekki haft samband við þolendur til að gera lítið úr trúverðugleika teymis þjóðkirkjunnar, og ekki heldur kynnt sig sem fulltrúa á vegum biskupsstofu - eins og haldið er fram í yfirlýsingunni. Þá sé það einnig lygi að hann hafi þegar tekið afstöðu með geranda. „Jafnframt er það hrein lygi þolanda að segja að ég hafi þegar tekið afstöðu með gerandanum. Það er ósatt, ég bauð fram aðstoð Prestafélags Íslands og ég benti sérstaklega á varaformann Prestafélagsins og trúnaðarmann félagsins, sem báðar eru konur, sem stuðningsaðila við þennan tiltekna þolanda. En ég get ekki setið undir svona lygaáburði og yfirlýsingin er ómarktæk því hún byggir á rangfærslum.“ Inntur eftir því hvort hann íhugi afsögn segir hann: „Ég íhuga afsögn ef ég nýt ekki trúnaðar kvenna í prestastétt. En ég get ekki gert það á grundvelli lyga eða rangfærslna.“ Hann hafi tekið mjög skýra afstöðu með þolendum í útvarpsviðtalinu. „Þar var ég hreinlega að útskýra hve mikilvægt teymið væri til þess að rannsaka mál. Hins vegar má gagnrýna það að í þessu viðtali fer spyrjandi að spyrja um þetta tiltekna mál en þar hefði ég átt að svara engu til. Þar gengst ég við mínum mistökum,“ segir Arnaldur. „Ég harma þetta uppþot sem orðið hefur, ég hef alltaf talið mig standa með þolendum, ég hef gert það í gegnum 25 ár í prestsskap. Mér finnst það mjög mikilvægt að trúa rödd þeirra en hins vegar er ekki hægt að sætta sig við lygar eða rangfærslur. Jafnvel þó þolendur eigi í hlut.“ Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Ummælin sem Arnaldur viðhafði í viðtali við Útvarp sögu vörðuðu mál séra Gunnars Sigurjónssonar, sem verður áminntur fyrir ósæmilega hegðun gagnvart konum á vinnustað hans í Digranes- og Hjallaprestakalli. Í viðtali Arnalds á Útvarpi sögu lét hann þau orð falla að Gunnar sjálfur væri orðinn þolandi í málinu - rannsókn teymis þjóðkrikjunnar hefði tekið alltof langan tíma. Félag prestvigðra kvenna á Íslandi fundaði vegna málsins í Langholtskirkju í gær og sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þess er krafist að Arnaldur segi af sér - vegna viðtalsins og vegna meintra samskipta hans við ónafngreindan þolanda í máli séra Gunnars. Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir í samtali við fréttastofu að sér hafi verið mjög brugðið þegar hann sá yfirlýsinguna í morgun. Félag prestvígðra kvenna sé mjög mikilvægt félag innan Prestafélagsins sjálfs. „Hins vegar verð ég að segja að það sem kemur fram í yfirlýsingunni er byggt á hreinum rangfærslum og lygi. Ég tek svo djúpt í árinni og segi að það sé lygi. Ég hafði ekki samband við þolendur til þess að gera lítið úr trúverðugleika teymisins [teymis þjóðkirkjunnar sem rannakaði mál Gunnars],“ segir Arnaldur. Hann hafi ekki haft samband við þolendur til að gera lítið úr trúverðugleika teymis þjóðkirkjunnar, og ekki heldur kynnt sig sem fulltrúa á vegum biskupsstofu - eins og haldið er fram í yfirlýsingunni. Þá sé það einnig lygi að hann hafi þegar tekið afstöðu með geranda. „Jafnframt er það hrein lygi þolanda að segja að ég hafi þegar tekið afstöðu með gerandanum. Það er ósatt, ég bauð fram aðstoð Prestafélags Íslands og ég benti sérstaklega á varaformann Prestafélagsins og trúnaðarmann félagsins, sem báðar eru konur, sem stuðningsaðila við þennan tiltekna þolanda. En ég get ekki setið undir svona lygaáburði og yfirlýsingin er ómarktæk því hún byggir á rangfærslum.“ Inntur eftir því hvort hann íhugi afsögn segir hann: „Ég íhuga afsögn ef ég nýt ekki trúnaðar kvenna í prestastétt. En ég get ekki gert það á grundvelli lyga eða rangfærslna.“ Hann hafi tekið mjög skýra afstöðu með þolendum í útvarpsviðtalinu. „Þar var ég hreinlega að útskýra hve mikilvægt teymið væri til þess að rannsaka mál. Hins vegar má gagnrýna það að í þessu viðtali fer spyrjandi að spyrja um þetta tiltekna mál en þar hefði ég átt að svara engu til. Þar gengst ég við mínum mistökum,“ segir Arnaldur. „Ég harma þetta uppþot sem orðið hefur, ég hef alltaf talið mig standa með þolendum, ég hef gert það í gegnum 25 ár í prestsskap. Mér finnst það mjög mikilvægt að trúa rödd þeirra en hins vegar er ekki hægt að sætta sig við lygar eða rangfærslur. Jafnvel þó þolendur eigi í hlut.“
Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira