Vantraustsyfirlýsing kvenpresta byggð á „hreinum rangfærslum og lygi“ Kristín Ólafsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 16. september 2022 12:11 Arnaldur Bárðarson, formaður Prestafélags Íslands. Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir vantraustsyfirlýsingu Félags prestvígðra kvenna gagnvart honum byggða á lygum. Hún sé ómarktæk. Hann gengst þó við mistökum í viðtali við Útvarp sögu, sem vantraustsyfirlýsingin snýr meðal annars að. Ummælin sem Arnaldur viðhafði í viðtali við Útvarp sögu vörðuðu mál séra Gunnars Sigurjónssonar, sem verður áminntur fyrir ósæmilega hegðun gagnvart konum á vinnustað hans í Digranes- og Hjallaprestakalli. Í viðtali Arnalds á Útvarpi sögu lét hann þau orð falla að Gunnar sjálfur væri orðinn þolandi í málinu - rannsókn teymis þjóðkrikjunnar hefði tekið alltof langan tíma. Félag prestvigðra kvenna á Íslandi fundaði vegna málsins í Langholtskirkju í gær og sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þess er krafist að Arnaldur segi af sér - vegna viðtalsins og vegna meintra samskipta hans við ónafngreindan þolanda í máli séra Gunnars. Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir í samtali við fréttastofu að sér hafi verið mjög brugðið þegar hann sá yfirlýsinguna í morgun. Félag prestvígðra kvenna sé mjög mikilvægt félag innan Prestafélagsins sjálfs. „Hins vegar verð ég að segja að það sem kemur fram í yfirlýsingunni er byggt á hreinum rangfærslum og lygi. Ég tek svo djúpt í árinni og segi að það sé lygi. Ég hafði ekki samband við þolendur til þess að gera lítið úr trúverðugleika teymisins [teymis þjóðkirkjunnar sem rannakaði mál Gunnars],“ segir Arnaldur. Hann hafi ekki haft samband við þolendur til að gera lítið úr trúverðugleika teymis þjóðkirkjunnar, og ekki heldur kynnt sig sem fulltrúa á vegum biskupsstofu - eins og haldið er fram í yfirlýsingunni. Þá sé það einnig lygi að hann hafi þegar tekið afstöðu með geranda. „Jafnframt er það hrein lygi þolanda að segja að ég hafi þegar tekið afstöðu með gerandanum. Það er ósatt, ég bauð fram aðstoð Prestafélags Íslands og ég benti sérstaklega á varaformann Prestafélagsins og trúnaðarmann félagsins, sem báðar eru konur, sem stuðningsaðila við þennan tiltekna þolanda. En ég get ekki setið undir svona lygaáburði og yfirlýsingin er ómarktæk því hún byggir á rangfærslum.“ Inntur eftir því hvort hann íhugi afsögn segir hann: „Ég íhuga afsögn ef ég nýt ekki trúnaðar kvenna í prestastétt. En ég get ekki gert það á grundvelli lyga eða rangfærslna.“ Hann hafi tekið mjög skýra afstöðu með þolendum í útvarpsviðtalinu. „Þar var ég hreinlega að útskýra hve mikilvægt teymið væri til þess að rannsaka mál. Hins vegar má gagnrýna það að í þessu viðtali fer spyrjandi að spyrja um þetta tiltekna mál en þar hefði ég átt að svara engu til. Þar gengst ég við mínum mistökum,“ segir Arnaldur. „Ég harma þetta uppþot sem orðið hefur, ég hef alltaf talið mig standa með þolendum, ég hef gert það í gegnum 25 ár í prestsskap. Mér finnst það mjög mikilvægt að trúa rödd þeirra en hins vegar er ekki hægt að sætta sig við lygar eða rangfærslur. Jafnvel þó þolendur eigi í hlut.“ Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Ummælin sem Arnaldur viðhafði í viðtali við Útvarp sögu vörðuðu mál séra Gunnars Sigurjónssonar, sem verður áminntur fyrir ósæmilega hegðun gagnvart konum á vinnustað hans í Digranes- og Hjallaprestakalli. Í viðtali Arnalds á Útvarpi sögu lét hann þau orð falla að Gunnar sjálfur væri orðinn þolandi í málinu - rannsókn teymis þjóðkrikjunnar hefði tekið alltof langan tíma. Félag prestvigðra kvenna á Íslandi fundaði vegna málsins í Langholtskirkju í gær og sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þess er krafist að Arnaldur segi af sér - vegna viðtalsins og vegna meintra samskipta hans við ónafngreindan þolanda í máli séra Gunnars. Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir í samtali við fréttastofu að sér hafi verið mjög brugðið þegar hann sá yfirlýsinguna í morgun. Félag prestvígðra kvenna sé mjög mikilvægt félag innan Prestafélagsins sjálfs. „Hins vegar verð ég að segja að það sem kemur fram í yfirlýsingunni er byggt á hreinum rangfærslum og lygi. Ég tek svo djúpt í árinni og segi að það sé lygi. Ég hafði ekki samband við þolendur til þess að gera lítið úr trúverðugleika teymisins [teymis þjóðkirkjunnar sem rannakaði mál Gunnars],“ segir Arnaldur. Hann hafi ekki haft samband við þolendur til að gera lítið úr trúverðugleika teymis þjóðkirkjunnar, og ekki heldur kynnt sig sem fulltrúa á vegum biskupsstofu - eins og haldið er fram í yfirlýsingunni. Þá sé það einnig lygi að hann hafi þegar tekið afstöðu með geranda. „Jafnframt er það hrein lygi þolanda að segja að ég hafi þegar tekið afstöðu með gerandanum. Það er ósatt, ég bauð fram aðstoð Prestafélags Íslands og ég benti sérstaklega á varaformann Prestafélagsins og trúnaðarmann félagsins, sem báðar eru konur, sem stuðningsaðila við þennan tiltekna þolanda. En ég get ekki setið undir svona lygaáburði og yfirlýsingin er ómarktæk því hún byggir á rangfærslum.“ Inntur eftir því hvort hann íhugi afsögn segir hann: „Ég íhuga afsögn ef ég nýt ekki trúnaðar kvenna í prestastétt. En ég get ekki gert það á grundvelli lyga eða rangfærslna.“ Hann hafi tekið mjög skýra afstöðu með þolendum í útvarpsviðtalinu. „Þar var ég hreinlega að útskýra hve mikilvægt teymið væri til þess að rannsaka mál. Hins vegar má gagnrýna það að í þessu viðtali fer spyrjandi að spyrja um þetta tiltekna mál en þar hefði ég átt að svara engu til. Þar gengst ég við mínum mistökum,“ segir Arnaldur. „Ég harma þetta uppþot sem orðið hefur, ég hef alltaf talið mig standa með þolendum, ég hef gert það í gegnum 25 ár í prestsskap. Mér finnst það mjög mikilvægt að trúa rödd þeirra en hins vegar er ekki hægt að sætta sig við lygar eða rangfærslur. Jafnvel þó þolendur eigi í hlut.“
Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði