Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði 25. janúar 2026 13:31 Estevao var í stuði í Lundúnaslagnum. Getty/James Gill Chelsea sótti 3-0 sigur á útivelli gegn Crystal Palace á Selhurst Park í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Ungstirnið Estevao kom að fyrstu tveimur mörkunum, Enzo Fernandez skoraði svo úr vítaspyrnu áður en tíu heimamenn minnkuðu óvænt muninn. Fyrsta mark leiksins fékk Estevao á silfurfati á 34. mínútu þegar Jaydee Canvot ætlaði að senda boltann til baka á miðvörðinn en gaf óvart bara glæsilega stungusendingu á Estevao, sem þakkaði fyrir sig og kláraði færið vel. Estevao gaf síðan snilldarsendingu inn fyrir mjög opna vörn Crystal Palace í upphafi seinni hálfleiks og Joao Pedro tvöfaldaði forystuna með vinstri fæti eftir góða gabbhreyfingu. Tæpum stundarfjórðung síðar fékk Chelsea vítaspyrnu dæmda þegar boltinn fór í hönd varnarmanns Crystal Palace. Enzo Fernandez steig á vítapunktinn og skoraði af öryggi. Vont varð verra fyrir heimamenn því á 72. mínútu fékk Adam Wharton að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt, fyrir glæfralega tæklingu. Þvert gegn gangi leiksins tókst Crystal Palace að minnka muninn, á 88. mínútu. Markið kom upp úr hornspyrnu og miðvörðurinn Chris Richards fylgdi vel eftir. Chelsea stökk upp fyrir Manchester United og Liverpool í 4. sæti deildarinnar með þessum sigri en Crystal Palace er í 15. sætinu og hefur ekki fagnað sigri í síðustu ellefu leikjum í öllum keppnum. Crystal Palace FC Chelsea FC Enski boltinn
Chelsea sótti 3-0 sigur á útivelli gegn Crystal Palace á Selhurst Park í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Ungstirnið Estevao kom að fyrstu tveimur mörkunum, Enzo Fernandez skoraði svo úr vítaspyrnu áður en tíu heimamenn minnkuðu óvænt muninn. Fyrsta mark leiksins fékk Estevao á silfurfati á 34. mínútu þegar Jaydee Canvot ætlaði að senda boltann til baka á miðvörðinn en gaf óvart bara glæsilega stungusendingu á Estevao, sem þakkaði fyrir sig og kláraði færið vel. Estevao gaf síðan snilldarsendingu inn fyrir mjög opna vörn Crystal Palace í upphafi seinni hálfleiks og Joao Pedro tvöfaldaði forystuna með vinstri fæti eftir góða gabbhreyfingu. Tæpum stundarfjórðung síðar fékk Chelsea vítaspyrnu dæmda þegar boltinn fór í hönd varnarmanns Crystal Palace. Enzo Fernandez steig á vítapunktinn og skoraði af öryggi. Vont varð verra fyrir heimamenn því á 72. mínútu fékk Adam Wharton að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt, fyrir glæfralega tæklingu. Þvert gegn gangi leiksins tókst Crystal Palace að minnka muninn, á 88. mínútu. Markið kom upp úr hornspyrnu og miðvörðurinn Chris Richards fylgdi vel eftir. Chelsea stökk upp fyrir Manchester United og Liverpool í 4. sæti deildarinnar með þessum sigri en Crystal Palace er í 15. sætinu og hefur ekki fagnað sigri í síðustu ellefu leikjum í öllum keppnum.