Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2026 22:00 Dominik Szoboszlai fagnar marki sínu í kvöld sem kom Liverpool yfir rétt fyrir hálfleik. Getty/Justin Setterfield Liverpool vann sannfærandi 3-0 sigur á Marseille á útivelli í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld. Aukaspyrnumark Dominik Szoboszlai kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik, annað markið var sjálfsmark á 72. mínútu og Cody Gakpo innsiglaði svo sigurinn í uppbótartímanum. Mohamed Salah, nýkominn af Afríkumótinu, kom beint inn í byrjunarliðið og spilaði allan leikinn. Hann náði þó ekki að koma sér á blað. Liverpool vann þarna sinn fimmta leik í Meistaradeildinni á leiktíðinni og situr nú í fjórða sætinu með jafnmörg stig en lakari markatölu en Real Madrid. Hugo Ekitike kom boltanum reyndar í netið á 23. mínútu en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Szoboszlai sýndi mikil klókindi þegar hann skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiksins. Szoboszlai benti líka á höfuðið á sér til að fagna markinu. Varnaveggur Marseille stekkur upp og hélt að Ungverjinn ætlaði að skjóta efst í markið, en hann þrumaði boltanum undir vegginn og kom Liverpool yfir. Liverpool byrjaði leikinn vel en Marseille ógnaði nokkrum sinnum þar sem Alisson Becker var vel á verði í markinu. Hræðilegur varnarleikur hjá franska liðinu gaf færi á sér eftir 72 mínútur. Jeremie Frimpong keyrði á vörnina úti á hægri kantinum, notaði hraðann sinn til að komast að endalínunni og fyrirgjöfin fór af Geronimo Rulli og rúllaði inn. Sjálfsmark og Liverpool í fínum málum. Góð spilamennska frá Liverpool færði liðinu síðan þriðja markið undir lokin sem Cody Gakpo skoraði. Ryan Gravenberch átti tímasetta sendingu beint á Gakpo sem þrumaði boltanum í fjærhornið. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Liverpool vann sannfærandi 3-0 sigur á Marseille á útivelli í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld. Aukaspyrnumark Dominik Szoboszlai kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik, annað markið var sjálfsmark á 72. mínútu og Cody Gakpo innsiglaði svo sigurinn í uppbótartímanum. Mohamed Salah, nýkominn af Afríkumótinu, kom beint inn í byrjunarliðið og spilaði allan leikinn. Hann náði þó ekki að koma sér á blað. Liverpool vann þarna sinn fimmta leik í Meistaradeildinni á leiktíðinni og situr nú í fjórða sætinu með jafnmörg stig en lakari markatölu en Real Madrid. Hugo Ekitike kom boltanum reyndar í netið á 23. mínútu en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Szoboszlai sýndi mikil klókindi þegar hann skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiksins. Szoboszlai benti líka á höfuðið á sér til að fagna markinu. Varnaveggur Marseille stekkur upp og hélt að Ungverjinn ætlaði að skjóta efst í markið, en hann þrumaði boltanum undir vegginn og kom Liverpool yfir. Liverpool byrjaði leikinn vel en Marseille ógnaði nokkrum sinnum þar sem Alisson Becker var vel á verði í markinu. Hræðilegur varnarleikur hjá franska liðinu gaf færi á sér eftir 72 mínútur. Jeremie Frimpong keyrði á vörnina úti á hægri kantinum, notaði hraðann sinn til að komast að endalínunni og fyrirgjöfin fór af Geronimo Rulli og rúllaði inn. Sjálfsmark og Liverpool í fínum málum. Góð spilamennska frá Liverpool færði liðinu síðan þriðja markið undir lokin sem Cody Gakpo skoraði. Ryan Gravenberch átti tímasetta sendingu beint á Gakpo sem þrumaði boltanum í fjærhornið.