Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Kristján Már Unnarsson skrifar 19. janúar 2026 22:20 Polar Amaroq veiddi fyrstu loðnuna á þessari vertíð á Austfjarðamiðum í morgun. KMU Loðnuvertíðin er hafin en fyrsta loðnan veiddist í dag út af Austfjörðum og er stefnt að því að henni verði landað á Norðfirði á morgun. Þá héldu fimm skip á miðin í dag til loðnumælinga á vegum Hafrannsóknastofnunar en niðurstöðurnar ráða miklu um það hversu stór loðnukvótinn verður. Í kvöldfréttum Sýnar var fjallað um loðnuna en nýtt flaggskip Hafrannsóknastofnunar, Þórunn Þórðardóttir, hélt úr Hafnarfirði í gær í sína fyrstu loðnumælingu. Og í dag héldu fjögur önnur skip til mælinga. Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarveiða hjá Hafrannsóknastofnun, segir þessa loðnuvertíð geta orðið skárri en þær tvær sem á undan komu. „Tvö árin á undan voru slök, en það er svona stígandi í þessu. Við skulum segja það þannig, það lítur betur út með þennan árgang heldur en árgangana tvo þar á undan,“ segir fiskifræðingurinn. Guðmundur J. Óskarsson fiskifræðingur er sviðsstjóri uppsjávarveiða hjá Hafrannsóknastofnun.Bjarni Einarsson Auk rannsóknaskipanna Þórunnar og Árna Friðrikssonar sendir útgerðin þrjú skip í leiðangurinn; Barða, Heimaey og Polar Ammasak. Áætlað er að niðurstöður mælinganna geti legið fyrir eftir rúma viku en fylgjast má með siglingu skipanna á vef Hafrannsóknastofnunar. „Það er mjög gott að hafa öll þessi skip og geta tekið þetta á sem skemmstum tíma og farið þéttar línur yfir allt útbreiðslusvæðið. Þetta er stórt svæði sem þarf að dekka,“ segir Guðmundur. Kortið sýnir fyrirhugaða siglingaferla skipanna fimm sem taka þátt í loðnumælingunni.grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Raunar veiddi grænlenska skipið Polar Amaroq fyrstu loðnu þessarar vertíðar í dag á Austfjarðamiðum. Stefnt er að því að henni verði landað á Norðfirði á morgun. Nýútgefinn loðnukvóti upp á 31 þúsund tonn gæti verið ávísun á allt að tíu milljarða króna útflutningsverðmæti. Það eru þó ekki nema þrjú ár síðan við höfðum 50 til 60 milljarða króna loðnuvertíð. Það er því mikið í húfi að meira finnist. Siglingaferlar skipanna fimm sem mæla loðnuna um klukkan 22 í kvöld. Þórunn Þórðardóttir er gul, Árni Friðriksson blágrænn, Polar Ammasak bleikur, Barði hvítur og Heimaey appelsínugul.Hafrannsóknastofnun „Ég ætla ekki að fara að vera með einhverjar vonir. En þetta getur alveg sveiflast frá. Þannig að það eru einhverjir tugir þúsunda örugglega, miðað við bara eins og við þekkjum þetta, til eða frá.“ -Þannig að það er von um eitthvað meira? „Það getur alveg gerst, já. En, það getur líka orðið minna. Við skulum orða það þannig,“ svarar fiskifræðingurinn í frétt Sýnar, sjá má hér: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Hafrannsóknastofnun Síldarvinnslan Ísfélagið Fjarðabyggð Hafnarfjörður Tengdar fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Fiskistofa hefur lokið úthlutun á 31.046 tonnum af loðnu og 170.112 tonnum af kolmunna fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 og almanaksárið 2026. 9. janúar 2026 18:44 Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Formaður samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir tölur frá ungloðnumælingum Hafrannsóknastofnunar gríðarlega jákvæðar. Hann vonast til að frekari mælingar gefi tilefni til að gefinn verði út meiri kvóti en nú er áætlað. 11. október 2025 13:01 „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ „Að öllu óbreyttu, þ.e.a.s. ef ekki verður gefinn út viðbótarkvóti er minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka,“ segir í tilkynningu Vinnslustöðvarinnar um loðnuveiðar sem hafa farið fram síðan atvinnuvegaráðherra gaf út kvóta síðastliðinn fimmtudag. 23. febrúar 2025 13:34 Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Hafrannsóknastofnun tilkynnti í dag að loðnustofninn hefði mælst nægilega sterkur til að óhætt væri að heimila veiðar, en þó mjög takmarkaðar. Kvótinn, sem ráðherra gaf út síðdegis, gæti skilað yfir einum milljarði króna í útflutningstekjur. 20. febrúar 2025 22:22 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar var fjallað um loðnuna en nýtt flaggskip Hafrannsóknastofnunar, Þórunn Þórðardóttir, hélt úr Hafnarfirði í gær í sína fyrstu loðnumælingu. Og í dag héldu fjögur önnur skip til mælinga. Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarveiða hjá Hafrannsóknastofnun, segir þessa loðnuvertíð geta orðið skárri en þær tvær sem á undan komu. „Tvö árin á undan voru slök, en það er svona stígandi í þessu. Við skulum segja það þannig, það lítur betur út með þennan árgang heldur en árgangana tvo þar á undan,“ segir fiskifræðingurinn. Guðmundur J. Óskarsson fiskifræðingur er sviðsstjóri uppsjávarveiða hjá Hafrannsóknastofnun.Bjarni Einarsson Auk rannsóknaskipanna Þórunnar og Árna Friðrikssonar sendir útgerðin þrjú skip í leiðangurinn; Barða, Heimaey og Polar Ammasak. Áætlað er að niðurstöður mælinganna geti legið fyrir eftir rúma viku en fylgjast má með siglingu skipanna á vef Hafrannsóknastofnunar. „Það er mjög gott að hafa öll þessi skip og geta tekið þetta á sem skemmstum tíma og farið þéttar línur yfir allt útbreiðslusvæðið. Þetta er stórt svæði sem þarf að dekka,“ segir Guðmundur. Kortið sýnir fyrirhugaða siglingaferla skipanna fimm sem taka þátt í loðnumælingunni.grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Raunar veiddi grænlenska skipið Polar Amaroq fyrstu loðnu þessarar vertíðar í dag á Austfjarðamiðum. Stefnt er að því að henni verði landað á Norðfirði á morgun. Nýútgefinn loðnukvóti upp á 31 þúsund tonn gæti verið ávísun á allt að tíu milljarða króna útflutningsverðmæti. Það eru þó ekki nema þrjú ár síðan við höfðum 50 til 60 milljarða króna loðnuvertíð. Það er því mikið í húfi að meira finnist. Siglingaferlar skipanna fimm sem mæla loðnuna um klukkan 22 í kvöld. Þórunn Þórðardóttir er gul, Árni Friðriksson blágrænn, Polar Ammasak bleikur, Barði hvítur og Heimaey appelsínugul.Hafrannsóknastofnun „Ég ætla ekki að fara að vera með einhverjar vonir. En þetta getur alveg sveiflast frá. Þannig að það eru einhverjir tugir þúsunda örugglega, miðað við bara eins og við þekkjum þetta, til eða frá.“ -Þannig að það er von um eitthvað meira? „Það getur alveg gerst, já. En, það getur líka orðið minna. Við skulum orða það þannig,“ svarar fiskifræðingurinn í frétt Sýnar, sjá má hér:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Hafrannsóknastofnun Síldarvinnslan Ísfélagið Fjarðabyggð Hafnarfjörður Tengdar fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Fiskistofa hefur lokið úthlutun á 31.046 tonnum af loðnu og 170.112 tonnum af kolmunna fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 og almanaksárið 2026. 9. janúar 2026 18:44 Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Formaður samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir tölur frá ungloðnumælingum Hafrannsóknastofnunar gríðarlega jákvæðar. Hann vonast til að frekari mælingar gefi tilefni til að gefinn verði út meiri kvóti en nú er áætlað. 11. október 2025 13:01 „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ „Að öllu óbreyttu, þ.e.a.s. ef ekki verður gefinn út viðbótarkvóti er minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka,“ segir í tilkynningu Vinnslustöðvarinnar um loðnuveiðar sem hafa farið fram síðan atvinnuvegaráðherra gaf út kvóta síðastliðinn fimmtudag. 23. febrúar 2025 13:34 Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Hafrannsóknastofnun tilkynnti í dag að loðnustofninn hefði mælst nægilega sterkur til að óhætt væri að heimila veiðar, en þó mjög takmarkaðar. Kvótinn, sem ráðherra gaf út síðdegis, gæti skilað yfir einum milljarði króna í útflutningstekjur. 20. febrúar 2025 22:22 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Fiskistofa hefur lokið úthlutun á 31.046 tonnum af loðnu og 170.112 tonnum af kolmunna fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 og almanaksárið 2026. 9. janúar 2026 18:44
Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Formaður samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir tölur frá ungloðnumælingum Hafrannsóknastofnunar gríðarlega jákvæðar. Hann vonast til að frekari mælingar gefi tilefni til að gefinn verði út meiri kvóti en nú er áætlað. 11. október 2025 13:01
„Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ „Að öllu óbreyttu, þ.e.a.s. ef ekki verður gefinn út viðbótarkvóti er minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka,“ segir í tilkynningu Vinnslustöðvarinnar um loðnuveiðar sem hafa farið fram síðan atvinnuvegaráðherra gaf út kvóta síðastliðinn fimmtudag. 23. febrúar 2025 13:34
Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Hafrannsóknastofnun tilkynnti í dag að loðnustofninn hefði mælst nægilega sterkur til að óhætt væri að heimila veiðar, en þó mjög takmarkaðar. Kvótinn, sem ráðherra gaf út síðdegis, gæti skilað yfir einum milljarði króna í útflutningstekjur. 20. febrúar 2025 22:22