Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. janúar 2026 06:38 Hugmyndir Trump um yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi hafa mætt mikilli andstöðu bæði í Evrópu og heima fyrir. Menn bíða nú eftir því að sjá hvernig mál þróast í vikunni; hvort hann slær af eða heldur stefnu. Getty/Tom Brenner Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um Grænland á samfélagsmiðli sínum Truth Social í morgun, eftir óvenjulanga þögn. Evrópuleiðtogar réðu ráðum sínum í gær og munu funda áfram í vikunni um viðbrögð við hótunum Trump um viðbótartolla á átta Evrópuríki. Bandaríkjaforseti sagði í færslu sinni að Atlantshafsbandalagið hefði sagt Dönum í 20 ár að þeir þyrftu að „koma rússnesku ógninni frá Grænlandi“. Því miður hefðu Danir ekki getað gert nokkurn skapaðan hlut í málinu. „Nú er tíminn og þetta verður gert!!!“ segir Trump. New York Times segir ráðamenn í Evrópu enn hallast að því að reyna frekar að ná samningum við Trump en að grípa til hefndaraðgerða á borð við tolla. Þeir eru hins vegar einhuga í afstöðu sinni í málinu; framtíð Grænlands verði aðeins ákvörðuð af Grænlendingum og Dönum. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, og Mar Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sögðu öll frá því í gær að þau hefðu rætt við Trump í síma. Öll komu afstöðu Evrópuríkjanna á framfæri en ekkert þeirra greindi frá viðbrögðum Trump. Þá hefur Hvíta húsið ekki tjáð sig um samtölin. Hugmyndir Trump og samverkamanna hans um yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi eru afar óvinsælar heima fyrir og hafa verið harðlega gagnrýndar af bæði Demókrötum og nokkrum Repúblikönum á þinginu. Gera má ráð fyrir að frumvörp til að takmarka vald forsetans til aðgerða gegn Grænlandi verði til umræðu í vikunni. Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Bandaríkjaforseti sagði í færslu sinni að Atlantshafsbandalagið hefði sagt Dönum í 20 ár að þeir þyrftu að „koma rússnesku ógninni frá Grænlandi“. Því miður hefðu Danir ekki getað gert nokkurn skapaðan hlut í málinu. „Nú er tíminn og þetta verður gert!!!“ segir Trump. New York Times segir ráðamenn í Evrópu enn hallast að því að reyna frekar að ná samningum við Trump en að grípa til hefndaraðgerða á borð við tolla. Þeir eru hins vegar einhuga í afstöðu sinni í málinu; framtíð Grænlands verði aðeins ákvörðuð af Grænlendingum og Dönum. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, og Mar Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sögðu öll frá því í gær að þau hefðu rætt við Trump í síma. Öll komu afstöðu Evrópuríkjanna á framfæri en ekkert þeirra greindi frá viðbrögðum Trump. Þá hefur Hvíta húsið ekki tjáð sig um samtölin. Hugmyndir Trump og samverkamanna hans um yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi eru afar óvinsælar heima fyrir og hafa verið harðlega gagnrýndar af bæði Demókrötum og nokkrum Repúblikönum á þinginu. Gera má ráð fyrir að frumvörp til að takmarka vald forsetans til aðgerða gegn Grænlandi verði til umræðu í vikunni.
Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila