Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Lovísa Arnardóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 10. janúar 2026 09:45 Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður á von á því að stjórnarandstaðan hafi nóg að gera á þingi það sem eftir er veturs. Vísir/Einar Stjórnarandstaðan mætir tilbúin til leiks þegar þing kemur saman á miðvikudag. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir áhyggjuefni hversu mikil áhersla er á utanríkis- og Evrópumál og Snorri Másson, varaformaður og þingmaður Miðflokksins, segir engan trúverðugleika innan ríkisstjórnar um menntamál. „Ég held það sé orðið öllum ljóst að menntamál hafa verið ákveðin afgangsstærð hjá þessari ríkisstjórn,“ sagði Snorri um ráðherraskipti innan ríkisstjórnarinnar en þriðji mennta- og barnamálaráðherra ríkisstjórnarinnar tekur við á morgun á ríkisráðsfundi. Stefnt er að því að Ragnar Þór Ingólfsson taki embætti félags- og húsnæðismálaráðherra á ríkisráðsfundi um helgina og þá tekur Inga Sæland alfarið yfir embætti mennta- og barnamálaráðherra eftir brotthvarf Guðmundar Inga Kristinssonar úr ráðherrastóli en hann sagði af sér í kjölfar hjartaaðgerðar sem hann undirgekkst í desember. Rætt var við Snorra og Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, í kvöldfréttum Sýnar í gær. Snorri segir að á sama tíma heyri hann frá kennurum að staðan sé svo slæm að hún geti orðið þjóðhagslegt vandamál eftir tuttugu eða þrjátíu ár. „Ef fram heldur sem horfir í menntakerfinu þá hefur þessi hringekja verið í gangi inni í ráðuneytinu og enginn trúverðugleiki kemur frá ráðuneytinu í sambandi við að taka alvöru skref í menntamálum,“ segir Snorri. Nú taki Inga Sæland við sem hafi helst unnið sér það frægðar í menntamálum að verja hagsmuni fjölskyldu sinnar og vísar þar til þess að hún hafi hringt í skólameistara Borgarholtsskóla þegar skóm barnabarns hennar var stolið í fyrra. Engin alvara í menntamálum „Þetta er farið að vera býsna þreytandi held ég í augum almennings, að finna það ekki frá þessari ríkisstjórn, Kristrúnar Frostadóttur, að það sé meiri alvara í menntamálum og ég vona innilega að það breytist núna,“ sagði Snorri. Guðlaugur Þór segist óska þeim velfarnaðar og að hann viti að það taki alltaf tíma að koma sér inn í málin þegar kjörtímabilið er hafið. Hann segir vandræðaganginn í ríkisstjórninni orðinn áberandi. Hann hafi séð fjallað um að utanríkismálin væru orðin nýju innanríkismálin og hann viti ekki hvort það sé það sem ríkisstjórnin hafi verið að lofa kjósendum fyrir kosningar. „Það sem er verið að hlaða upp í er að menn séu í raun og veru að gefast upp á þeim málum, hvort sem það eru menntamál eða önnur mál, sem menn lofuðu að taka á, og nú á að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið. Þannig þetta verður fjörugt þing, því það má aldrei verða,“ segir Guðlaugur Þór. Situr ekki þegjandi Þing kemur saman á miðvikudag en ríkisstjórnin fundaði á vinnufundi í gær. Þeir Snorri og Guðlaugur Þór eru sammála um að stjórnarandstaðan mætti einnig tilbúin til leiks í næstu viku. Snorri tekur undir áhyggjur Guðlaugs af aukinni áherslu á utanríkismál. „Þessi mál sem brenna sannarlega á þjóðinni, hvort sem það eru menntamálin að sjálfsögðu, efnahagsmálin, sem eru í ólestri, innflytjendamálin, sem eru stærstu mál okkar kynslóðar, að ég mun ekki sitja þegjandi á meðan menn breiða yfir þessi stóru vandamál í samfélaginu með einhverju bulli um Evrópusambandið sem fólk vill ekki sjá,“ segir Snorri og að þess utan telji hann þörf á að vera í þingsal að verja fullveldi þjóðarinnar í tengslum við bókun 35. Skattar og skuldir hækkaðar Guðlaugur Þór segir einnig alvarlegt að sjá hvernig hafi verið gengið fram í ríkisfjármálum. „Þar gekk ríkisstjórnin fram og sveik öll sín kosningaloforð,“ segir Guðlaugur og að skattar og skuldir hafi bæði verið hækkaðir. Auk þess hafi þau ekki nýtt tækifæri til að skila hallalausum fjárlögum. „Við náðum að ræða mikið fyrir jólin en það er af nógu að taka og við höfum nóg að gera til að veita þessari ríkisstjórn aðhald,“ segir Guðlaugur Þór að lokum. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Innflytjendamál Skóla- og menntamál Utanríkismál Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Bókun 35 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Ég held það sé orðið öllum ljóst að menntamál hafa verið ákveðin afgangsstærð hjá þessari ríkisstjórn,“ sagði Snorri um ráðherraskipti innan ríkisstjórnarinnar en þriðji mennta- og barnamálaráðherra ríkisstjórnarinnar tekur við á morgun á ríkisráðsfundi. Stefnt er að því að Ragnar Þór Ingólfsson taki embætti félags- og húsnæðismálaráðherra á ríkisráðsfundi um helgina og þá tekur Inga Sæland alfarið yfir embætti mennta- og barnamálaráðherra eftir brotthvarf Guðmundar Inga Kristinssonar úr ráðherrastóli en hann sagði af sér í kjölfar hjartaaðgerðar sem hann undirgekkst í desember. Rætt var við Snorra og Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, í kvöldfréttum Sýnar í gær. Snorri segir að á sama tíma heyri hann frá kennurum að staðan sé svo slæm að hún geti orðið þjóðhagslegt vandamál eftir tuttugu eða þrjátíu ár. „Ef fram heldur sem horfir í menntakerfinu þá hefur þessi hringekja verið í gangi inni í ráðuneytinu og enginn trúverðugleiki kemur frá ráðuneytinu í sambandi við að taka alvöru skref í menntamálum,“ segir Snorri. Nú taki Inga Sæland við sem hafi helst unnið sér það frægðar í menntamálum að verja hagsmuni fjölskyldu sinnar og vísar þar til þess að hún hafi hringt í skólameistara Borgarholtsskóla þegar skóm barnabarns hennar var stolið í fyrra. Engin alvara í menntamálum „Þetta er farið að vera býsna þreytandi held ég í augum almennings, að finna það ekki frá þessari ríkisstjórn, Kristrúnar Frostadóttur, að það sé meiri alvara í menntamálum og ég vona innilega að það breytist núna,“ sagði Snorri. Guðlaugur Þór segist óska þeim velfarnaðar og að hann viti að það taki alltaf tíma að koma sér inn í málin þegar kjörtímabilið er hafið. Hann segir vandræðaganginn í ríkisstjórninni orðinn áberandi. Hann hafi séð fjallað um að utanríkismálin væru orðin nýju innanríkismálin og hann viti ekki hvort það sé það sem ríkisstjórnin hafi verið að lofa kjósendum fyrir kosningar. „Það sem er verið að hlaða upp í er að menn séu í raun og veru að gefast upp á þeim málum, hvort sem það eru menntamál eða önnur mál, sem menn lofuðu að taka á, og nú á að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið. Þannig þetta verður fjörugt þing, því það má aldrei verða,“ segir Guðlaugur Þór. Situr ekki þegjandi Þing kemur saman á miðvikudag en ríkisstjórnin fundaði á vinnufundi í gær. Þeir Snorri og Guðlaugur Þór eru sammála um að stjórnarandstaðan mætti einnig tilbúin til leiks í næstu viku. Snorri tekur undir áhyggjur Guðlaugs af aukinni áherslu á utanríkismál. „Þessi mál sem brenna sannarlega á þjóðinni, hvort sem það eru menntamálin að sjálfsögðu, efnahagsmálin, sem eru í ólestri, innflytjendamálin, sem eru stærstu mál okkar kynslóðar, að ég mun ekki sitja þegjandi á meðan menn breiða yfir þessi stóru vandamál í samfélaginu með einhverju bulli um Evrópusambandið sem fólk vill ekki sjá,“ segir Snorri og að þess utan telji hann þörf á að vera í þingsal að verja fullveldi þjóðarinnar í tengslum við bókun 35. Skattar og skuldir hækkaðar Guðlaugur Þór segir einnig alvarlegt að sjá hvernig hafi verið gengið fram í ríkisfjármálum. „Þar gekk ríkisstjórnin fram og sveik öll sín kosningaloforð,“ segir Guðlaugur og að skattar og skuldir hafi bæði verið hækkaðir. Auk þess hafi þau ekki nýtt tækifæri til að skila hallalausum fjárlögum. „Við náðum að ræða mikið fyrir jólin en það er af nógu að taka og við höfum nóg að gera til að veita þessari ríkisstjórn aðhald,“ segir Guðlaugur Þór að lokum.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Innflytjendamál Skóla- og menntamál Utanríkismál Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Bókun 35 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira