„Stórt framfaraskref“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. janúar 2026 21:19 Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti og Emmanuel Macron Frakklandsforseti. EPA Forsetar Úkraínu og Frakklands og forsætisráðherra Breta undirrituðu í kvöld samkomulag um varnir Úkraínu. Með undirrituninni samþykkja Bretar og Frakkar að senda hermenn til Úkraínu í kjölfar samkomulags um vopnahlé. Í dag funduðu leiðtogar yfir tuttugu ríkja sem styðja Úkraínu, þar á meðal fulltrúar Þýskalands, Frakklands, Íslands og Bandaríkjanna. Að fundinum loknum undirrituðu Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti, Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, samning um öryggistryggingar fyrir Úkraínu þegar vopnahlé er í höfn á milli þeirra og Rússa. „Í kjölfar vopnahlés mun Bretland og Frakkland koma á fót herstöðvum í Úkraínu,“ sagði Starmer samkvæmt The Guardian. Macron lagði áherslu á að markmið samningsins væri að veita Úkraínu ákveðna öryggistryggingu að stríði loknu. Herstöðvarnar yrðu fjarri fremstu víglínunni en hann gaf ekki upp hver stór hópur hermanna yrði sendur til Úkraínu. Samkvæmt BBC sagði Selenskí að samningurinn væri „stórt framfaraskref“. Fjölskyldumynd fundarins.EPA „Fyrir einu ári gátum við ekki einu sinni hugsað um þetta og núna höfum við tekið þetta skref,“ sagði Selenskí. Steve Witkoffs, sérstakur erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Jared Kushner, tengdasonur Trumps, voru fulltrúar Bandaríkjanna á fundinum. Aðspurður hvort Bandaríkin myndu koma til aðstoðar ef evrópskar hersveitir yrðu fyrir árás sagði Witkoff öryggistrygginguna vera „jafn sterka og nokkru sinni hefur sést“. Hersveitirnar myndu ná bæði að koma í veg fyrir að Úkraína yrði fyrir árásum og verjast árásum. „Þetta þýðir ekki að það verði friður, en friður verður ekki mögulegur án framfaranna sem náðust hér í dag,“ sagði Kushner. Í yfirlýsingu leiðtoganna að loknum fundi segir að Bandaríkin hafi staðfest að þau muni gegn lykilhlutverki hvað varðar framtíðaröryggi Úkraínu. Meðal öryggistrygginganna er vopnahléseftirlit leitt af Bandaríkjunum, stuðningur við Úkraínuher og þegar vopnahlé er í höfn er gert ráð fyrir fjölþjóðlegum liðsafla til stuðnings endurreisn úkraínska heraflans. Settur verður á laggirnar samhæfingarstöð í höfuðstöðvum aðgerðastjórnar ríkjahópsins í París. Mikilvægur áfangi Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var fulltrúi Íslands á fundinum. Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu segir að yfirlýsing fundarins marki mikilvægan áfanga í mótun þeirra öryggisskuldbindinga sem Evrópuríki og Bandaríkin hyggjast veita Úkraínu. „Þær ákvarðanir sem teknar voru í dag marka mikilvæg tímamót. Þær sýna svo ekki verður um villst að Evrópa er reiðubúin að leggja sitt af mörkum til friðarumleitana og að friður í Úkraínu, og álfunni allri, verði tryggður til frambúðar,“ er haft eftir forsætisráðherranum. Kristrún Frostadóttir og Emmanuel Macron.EPA Stuðningur Íslands byggist bæði á þingsályktun Alþingis frá 29. apríl 2024 og tvíhliða samningi Íslands við Úkraínu um öryggissamstarf og langtímastuðning frá 31. maí 2024. „Ísland er herlaus þjóð en við búum hins vegar að því að fjöldi Íslendinga hefur veigamikla þekkingu og reynslu af fjölþjóðaverkefnum á borð við þær aðgerðir sem hér hefur verið rætt um. Með slíku borgaralegu framlagi geta íslensk stjórnvöld lagt sitt af mörkum til þeirra öryggisskuldbindinga sem samstaða hefur náðst um og haldið þannig áfram að efla getu okkar á þessu sviði,” segir Kristrún. Úkraína Bandaríkin Frakkland Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Í dag funduðu leiðtogar yfir tuttugu ríkja sem styðja Úkraínu, þar á meðal fulltrúar Þýskalands, Frakklands, Íslands og Bandaríkjanna. Að fundinum loknum undirrituðu Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti, Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, samning um öryggistryggingar fyrir Úkraínu þegar vopnahlé er í höfn á milli þeirra og Rússa. „Í kjölfar vopnahlés mun Bretland og Frakkland koma á fót herstöðvum í Úkraínu,“ sagði Starmer samkvæmt The Guardian. Macron lagði áherslu á að markmið samningsins væri að veita Úkraínu ákveðna öryggistryggingu að stríði loknu. Herstöðvarnar yrðu fjarri fremstu víglínunni en hann gaf ekki upp hver stór hópur hermanna yrði sendur til Úkraínu. Samkvæmt BBC sagði Selenskí að samningurinn væri „stórt framfaraskref“. Fjölskyldumynd fundarins.EPA „Fyrir einu ári gátum við ekki einu sinni hugsað um þetta og núna höfum við tekið þetta skref,“ sagði Selenskí. Steve Witkoffs, sérstakur erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Jared Kushner, tengdasonur Trumps, voru fulltrúar Bandaríkjanna á fundinum. Aðspurður hvort Bandaríkin myndu koma til aðstoðar ef evrópskar hersveitir yrðu fyrir árás sagði Witkoff öryggistrygginguna vera „jafn sterka og nokkru sinni hefur sést“. Hersveitirnar myndu ná bæði að koma í veg fyrir að Úkraína yrði fyrir árásum og verjast árásum. „Þetta þýðir ekki að það verði friður, en friður verður ekki mögulegur án framfaranna sem náðust hér í dag,“ sagði Kushner. Í yfirlýsingu leiðtoganna að loknum fundi segir að Bandaríkin hafi staðfest að þau muni gegn lykilhlutverki hvað varðar framtíðaröryggi Úkraínu. Meðal öryggistrygginganna er vopnahléseftirlit leitt af Bandaríkjunum, stuðningur við Úkraínuher og þegar vopnahlé er í höfn er gert ráð fyrir fjölþjóðlegum liðsafla til stuðnings endurreisn úkraínska heraflans. Settur verður á laggirnar samhæfingarstöð í höfuðstöðvum aðgerðastjórnar ríkjahópsins í París. Mikilvægur áfangi Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var fulltrúi Íslands á fundinum. Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu segir að yfirlýsing fundarins marki mikilvægan áfanga í mótun þeirra öryggisskuldbindinga sem Evrópuríki og Bandaríkin hyggjast veita Úkraínu. „Þær ákvarðanir sem teknar voru í dag marka mikilvæg tímamót. Þær sýna svo ekki verður um villst að Evrópa er reiðubúin að leggja sitt af mörkum til friðarumleitana og að friður í Úkraínu, og álfunni allri, verði tryggður til frambúðar,“ er haft eftir forsætisráðherranum. Kristrún Frostadóttir og Emmanuel Macron.EPA Stuðningur Íslands byggist bæði á þingsályktun Alþingis frá 29. apríl 2024 og tvíhliða samningi Íslands við Úkraínu um öryggissamstarf og langtímastuðning frá 31. maí 2024. „Ísland er herlaus þjóð en við búum hins vegar að því að fjöldi Íslendinga hefur veigamikla þekkingu og reynslu af fjölþjóðaverkefnum á borð við þær aðgerðir sem hér hefur verið rætt um. Með slíku borgaralegu framlagi geta íslensk stjórnvöld lagt sitt af mörkum til þeirra öryggisskuldbindinga sem samstaða hefur náðst um og haldið þannig áfram að efla getu okkar á þessu sviði,” segir Kristrún.
Úkraína Bandaríkin Frakkland Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira