Goddur er látinn Agnar Már Másson skrifar 4. janúar 2026 11:33 Guðmundur Oddur, eða Goddur, stofnaði hönnunardeild Listaháskóla Íslands og hefur líklegast enginn mótað íslenskt myndlistanám með sama hætti og hann. Facebook Listamaðurinn og hönnuðurinn Guðmundur Oddur Magnússon, eða Goddur, er látinn 70 ára að aldri. Goddur var líklega þekktasti listagagnrýnandi Íslands. Síðustu árum ævi sinnar varði hann í kennslu, þar sem hann starfaði sem rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands þar til hann fór á eftirlaun. Systir hans greinir frá andláti hans í færslu á samfélagsmiðlum en Guðmundur lést í bílslysi á Biskupstungnabraut í gær. Margir muna væntanlega eftir Guðmundi úr innslögum hans í þáttunum Djöflaeyjunni í Ríkissjónvarpinu þar sem hann fjallaði um list. Hann var einnig myndlistargagnrýnandi á Fréttablaðinu um hríð og á Rás 2. Á ævi sinni skipulagði hann einnig fjölda listasýninga og skrifaði fjölda greina um hönnun og myndlist í íslensk blöð. Síðustu tvo áratugi vann hann aðallega við kennslustörf við hönnunardeild Listaháskóla Íslands, sem hann sjálfur stofnaði í kringum aldamótin. Síðasta árið bjó hann á Brú í Grímsnesi. Guðmundur fæddist á Akureyri 5. júní 1955 en hann stundaði svo nám við grafíkdeild og nýlistadeild Myndlista- og handíðaskólans 1976-1979. Eftir útskrift þaðan rak hann galleríið, starfaði á auglýsingastofunum þar til hann hélt til Kanada 1986 þar sem hann nam grafíska hönnun við Emily Carr-listaháskólann í Vancouver í Bresku Kólumbíu og útskrifaðist 1989. Goddur og Bjarni Hjaltested Þórarinsson listamaður voru í skóla á sama tíma. Dr. Bjarni, eins og hann er kallaður, lést í vor 78 ára gamall en þeir höfðu mikil áhrif á list hvor annars. Guðmundur kom að stofnun Listamiðstöðvar í Grófargili árið 1991 en þá var hann aftur fluttur til Akureyrar. Hann kom svo á fót námsbraut í grafískri hönnun við Myndlistarskólann á Akureyri 1993. Hann varð síðan deildarstjóri í grafískri hönnun við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1995 til loka skólans 1999 en úr því varð Listaháskóli Íslands, þar sem hann stofnaði hönnunardeild ásamt fleirum. Hann starfaði þar sem deildarstjóri í grafískri hönnun. Hann var svo ráðinn prófessor í grafískri hönnun við skólann árið 2002. Goddur var vinsæll plakatahönnuður og hafa plaköt hans fyrir hina ýmsu viðburði vakið mikla athygli. Hann var svo fenginn til þess að hanna síðustu símaskrána, sem kom út árið 2016. Verk hans hafa birst í fjölda tímarita og bóka. Á ævi sinni skipulagði Goddur fjölda listasýninga og skrifaði fjölda greina um hönnun og myndlist í íslensk blöð. Hann var sérfræðingur í myndmálsnotkun og sögu grafískrar hönnunar á Íslandi. Fræðimennska hans sneri að íslenskum myndmálsarfi. Andlát Menning Tíska og hönnun Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Sjá meira
Systir hans greinir frá andláti hans í færslu á samfélagsmiðlum en Guðmundur lést í bílslysi á Biskupstungnabraut í gær. Margir muna væntanlega eftir Guðmundi úr innslögum hans í þáttunum Djöflaeyjunni í Ríkissjónvarpinu þar sem hann fjallaði um list. Hann var einnig myndlistargagnrýnandi á Fréttablaðinu um hríð og á Rás 2. Á ævi sinni skipulagði hann einnig fjölda listasýninga og skrifaði fjölda greina um hönnun og myndlist í íslensk blöð. Síðustu tvo áratugi vann hann aðallega við kennslustörf við hönnunardeild Listaháskóla Íslands, sem hann sjálfur stofnaði í kringum aldamótin. Síðasta árið bjó hann á Brú í Grímsnesi. Guðmundur fæddist á Akureyri 5. júní 1955 en hann stundaði svo nám við grafíkdeild og nýlistadeild Myndlista- og handíðaskólans 1976-1979. Eftir útskrift þaðan rak hann galleríið, starfaði á auglýsingastofunum þar til hann hélt til Kanada 1986 þar sem hann nam grafíska hönnun við Emily Carr-listaháskólann í Vancouver í Bresku Kólumbíu og útskrifaðist 1989. Goddur og Bjarni Hjaltested Þórarinsson listamaður voru í skóla á sama tíma. Dr. Bjarni, eins og hann er kallaður, lést í vor 78 ára gamall en þeir höfðu mikil áhrif á list hvor annars. Guðmundur kom að stofnun Listamiðstöðvar í Grófargili árið 1991 en þá var hann aftur fluttur til Akureyrar. Hann kom svo á fót námsbraut í grafískri hönnun við Myndlistarskólann á Akureyri 1993. Hann varð síðan deildarstjóri í grafískri hönnun við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1995 til loka skólans 1999 en úr því varð Listaháskóli Íslands, þar sem hann stofnaði hönnunardeild ásamt fleirum. Hann starfaði þar sem deildarstjóri í grafískri hönnun. Hann var svo ráðinn prófessor í grafískri hönnun við skólann árið 2002. Goddur var vinsæll plakatahönnuður og hafa plaköt hans fyrir hina ýmsu viðburði vakið mikla athygli. Hann var svo fenginn til þess að hanna síðustu símaskrána, sem kom út árið 2016. Verk hans hafa birst í fjölda tímarita og bóka. Á ævi sinni skipulagði Goddur fjölda listasýninga og skrifaði fjölda greina um hönnun og myndlist í íslensk blöð. Hann var sérfræðingur í myndmálsnotkun og sögu grafískrar hönnunar á Íslandi. Fræðimennska hans sneri að íslenskum myndmálsarfi.
Andlát Menning Tíska og hönnun Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Sjá meira