Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2026 10:00 Stuðningsmenn Liverpool dreymdi um draumaframlínu með þá Mohamed Salah og Alexander Isak hlið við hlið. Vandamálin hafa hins vegar hrannast upp. Getty/Robbie Jay Barratt Titilvörn Liverpool hefur ekki gengið vel þrátt fyrir að hafa eytt risastórum upphæðum í nýja leikmenn síðasta sumar. Tveir fótboltaspekingar reyndu að svara sjö stórum spurningum sem Liverpool þarf að svara í þessum janúarglugga. Félagaskiptaglugginn í fótboltanum er nú opinn og þar með hefst mánaðarlöng barátta um að gera síðustu breytingarnar á leikmannahópnum sem duga út restina af enska úrvalsdeildartímabilinu. Þetta snýst ekki bara um félagaskipti leikmanna milli félaga. Nú er kominn tími fyrir félög að hafa áhyggjur af stjörnum sem nálgast samningslok, hvort sem þeir verða samningslausir sumarið 2026 eða 2027, og framlengja við þá á nýjum kjörum áður en þeir láta sannfærast um að ganga til liðs við önnur félög. Tveir aðalsérfræðingar ESPN í enska boltanum, Mark Ogden og Gabriele Marcotti, fóru í leikinn „halda, selja eða framlengja“ með Liverpool. Þeir tóku að sér hlutverk yfirmanna knattspyrnumála til að skoða þær sjö stóru spurningar sem Liverpool stendur frammi fyrir á öllum vígstöðvum, allt frá leikmannakaupum og sölum til samningsframlenginga. Alexander Isak skoraði langþráð mark en þurfti svo um leið að fara meiddur af velli.Getty/Catherine Ivill Liverpool er í fjórða sætinu með en liðið vann Englandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Stærstu spurningarnar snúast um þá Mohamed Salah og Alexander Isak. Meiðsli Isak breyta öllu Salah er núna í Afríkukeppninni og framtíð hans er enn óráðin: Hvað á Liverpool að gera með stjörnuleikmanninn sinn? „Fyrir tveimur vikum, strax í kjölfar umdeildra ummæla Mohamed Salah um spilatíma sinn, hefði ég sagt að Liverpool ætti að vera tilbúið að láta hann fara í janúar ef þeir fengju fáránlegt tilboð frá Sádi-Arabíu,“ sagði Mark Ogden. „En meiðsli Alexander Isak í kjölfarið, sem verður frá í tvo til þrjá mánuði vegna fótbrots, breyta öllu. Vegna meiðsla Isaks hefur Liverpool ekki efni á að láta markahæsta leikmann sinn fara af fúsum og frjálsum vilja, óháð því hvað honum finnst um stjórann Arne Slot,“ sagði Ogden. Mohamed Salah þakkar stuðningsmönnum Liverpool eftir síðasta leik sinn á Anfield. Þetta verður væntanlega ekki síðastu leikur hans fyrir Liverpool.Getty/Martin Rickett Verður nú að bíða fram á sumar „Isak gæti verið kominn aftur og farinn að skora mörk í byrjun mars, en það er besta sviðsmyndin, þannig að keðjuverkunin með Salah er sú að framtíð hans verður nú að bíða fram á sumar,“ sagði Ogden. „Maðurinn er með samning: ef hann vill vera áfram, þá verður hann áfram. Það er raunveruleikinn, jafnvel þótt þessi meintu risatilboð frá Sádi-Arabíu verði að veruleika,“ sagði Gabriele Marcotti. Salah mun ekki fara fyrir peninga „Við vitum að Salah mun ekki fara fyrir peninga, ef svo væri hefði hann farið í sumar sem samningslaus leikmaður. Það eina sem myndi fá Salah til að fara er sú vitneskja að hann komist ekki lengur reglulega í byrjunarliðið. Hann er ekki kominn þangað enn og með Isak frá gæti hann aldrei komist þangað,“ sagði Marcotti. „Ég myndi vilja sjá Slot koma með kerfi sem felur veikleika Salah og nýtir styrkleika hans. Útgáfan af 4-4-2 sem við sáum hjá Inter Milan gæti verið lausn. Slot hefur fiktað með svo mörg kerfi að hann gæti alveg eins prófað það þegar Salah snýr aftur,“ sagði Marcotti. Mohamed Salah var stórkostlegur á síðasta tímabili þegar Liverpool vann titilinn.Getty/Michael Regan Liverpool mun varla sakna marka Isaks Svo er það spurningin um Isak sem er meiddur og verður lengi frá. Á að leysa hann af hólmi innan hópsins eða kaupa annan framherja? „Liverpool mun varla sakna marka Isaks á meðan hann er frá, því leikmaðurinn sem keyptur var í sumar fyrir 125 milljónir punda hefur aðeins skorað tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni síðan hann kom frá Newcastle. En ef markið hans gegn Spurs var vísbending að því sem koma skal þá verður fjarvera Isaks mikið áfall,“ sagði Ogden. Heimskulegt að flýta sér út á markaðinn „Hvort sem er, þótt þetta sé mikið áfall fyrir Liverpool, væri heimskulegt að flýta sér út á markaðinn til að finna staðgengil í janúar. Salah verður kominn aftur í síðasta lagi um miðjan janúar og Slot getur nú þegar reitt sig á Hugo Ekitike, Florian Wirtz, Cody Gakpo, Federico Chiesa og unglinginn Rio Ngumoha sem sóknarvalkosti. Ef mörkum Dominik Szoboszlai er bætt við hefur Liverpool næga breidd til að dekka fyrir Isak,“ sagði Ogden. „Að því gefnu að enginn annar meiðist, þá kaupirðu ekki annan framherja. Þú þarft ekki annan mann til að leysa af hólmi einhvern sem lagði mjög lítið af mörkum og gat ekki sannað áreiðanlega að hann ætti skilið að byrja leikina,“ sagði Marcotti. „Láttu Ekitike spila sem fremsta mann og þegar hann er ekki með, þá hefurðu Cody Gakpo. Eða spilaðu með tvo framherja og fáðu Florian Wirtz, Federico Chiesa og Salah, þegar hann er kominn aftur, inn í blönduna,“ sagði Marcotti. Fimm aðrar spurningar Þeir félagar reyndu líka að svara fleiri spurningum um Liverpool. Sækja fleiri leikmenn í aðrar stöður, eða halda sig við núverandi leikmannahóp Liverpool? Lánstími Elliott hjá Aston Villa hefur verið hrein hörmung: Ætti Liverpool að reyna að kalla hann til baka? Robertson og Konate verða báðir samningslausir í sumar: Framlengja, eða leyfa þeim að fara frítt? Fjöldi leikmanna Liverpool er með samninga sem renna út árið 2027: Alisson, Van Dijk, Wataru Endo, Salah, Curtis Jones, Joe Gomez og Stefan Bajcetic. Við hvern ætti að framlengja núna? Samningur Slot rennur út í júní 2027: Verðlauna hann með nýjum samningi, eða bíða þar til þessu ólgusama tímabili er lokið? Það má lesa meira um svörin við þeim hér. Enski boltinn Liverpool FC Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
Félagaskiptaglugginn í fótboltanum er nú opinn og þar með hefst mánaðarlöng barátta um að gera síðustu breytingarnar á leikmannahópnum sem duga út restina af enska úrvalsdeildartímabilinu. Þetta snýst ekki bara um félagaskipti leikmanna milli félaga. Nú er kominn tími fyrir félög að hafa áhyggjur af stjörnum sem nálgast samningslok, hvort sem þeir verða samningslausir sumarið 2026 eða 2027, og framlengja við þá á nýjum kjörum áður en þeir láta sannfærast um að ganga til liðs við önnur félög. Tveir aðalsérfræðingar ESPN í enska boltanum, Mark Ogden og Gabriele Marcotti, fóru í leikinn „halda, selja eða framlengja“ með Liverpool. Þeir tóku að sér hlutverk yfirmanna knattspyrnumála til að skoða þær sjö stóru spurningar sem Liverpool stendur frammi fyrir á öllum vígstöðvum, allt frá leikmannakaupum og sölum til samningsframlenginga. Alexander Isak skoraði langþráð mark en þurfti svo um leið að fara meiddur af velli.Getty/Catherine Ivill Liverpool er í fjórða sætinu með en liðið vann Englandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Stærstu spurningarnar snúast um þá Mohamed Salah og Alexander Isak. Meiðsli Isak breyta öllu Salah er núna í Afríkukeppninni og framtíð hans er enn óráðin: Hvað á Liverpool að gera með stjörnuleikmanninn sinn? „Fyrir tveimur vikum, strax í kjölfar umdeildra ummæla Mohamed Salah um spilatíma sinn, hefði ég sagt að Liverpool ætti að vera tilbúið að láta hann fara í janúar ef þeir fengju fáránlegt tilboð frá Sádi-Arabíu,“ sagði Mark Ogden. „En meiðsli Alexander Isak í kjölfarið, sem verður frá í tvo til þrjá mánuði vegna fótbrots, breyta öllu. Vegna meiðsla Isaks hefur Liverpool ekki efni á að láta markahæsta leikmann sinn fara af fúsum og frjálsum vilja, óháð því hvað honum finnst um stjórann Arne Slot,“ sagði Ogden. Mohamed Salah þakkar stuðningsmönnum Liverpool eftir síðasta leik sinn á Anfield. Þetta verður væntanlega ekki síðastu leikur hans fyrir Liverpool.Getty/Martin Rickett Verður nú að bíða fram á sumar „Isak gæti verið kominn aftur og farinn að skora mörk í byrjun mars, en það er besta sviðsmyndin, þannig að keðjuverkunin með Salah er sú að framtíð hans verður nú að bíða fram á sumar,“ sagði Ogden. „Maðurinn er með samning: ef hann vill vera áfram, þá verður hann áfram. Það er raunveruleikinn, jafnvel þótt þessi meintu risatilboð frá Sádi-Arabíu verði að veruleika,“ sagði Gabriele Marcotti. Salah mun ekki fara fyrir peninga „Við vitum að Salah mun ekki fara fyrir peninga, ef svo væri hefði hann farið í sumar sem samningslaus leikmaður. Það eina sem myndi fá Salah til að fara er sú vitneskja að hann komist ekki lengur reglulega í byrjunarliðið. Hann er ekki kominn þangað enn og með Isak frá gæti hann aldrei komist þangað,“ sagði Marcotti. „Ég myndi vilja sjá Slot koma með kerfi sem felur veikleika Salah og nýtir styrkleika hans. Útgáfan af 4-4-2 sem við sáum hjá Inter Milan gæti verið lausn. Slot hefur fiktað með svo mörg kerfi að hann gæti alveg eins prófað það þegar Salah snýr aftur,“ sagði Marcotti. Mohamed Salah var stórkostlegur á síðasta tímabili þegar Liverpool vann titilinn.Getty/Michael Regan Liverpool mun varla sakna marka Isaks Svo er það spurningin um Isak sem er meiddur og verður lengi frá. Á að leysa hann af hólmi innan hópsins eða kaupa annan framherja? „Liverpool mun varla sakna marka Isaks á meðan hann er frá, því leikmaðurinn sem keyptur var í sumar fyrir 125 milljónir punda hefur aðeins skorað tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni síðan hann kom frá Newcastle. En ef markið hans gegn Spurs var vísbending að því sem koma skal þá verður fjarvera Isaks mikið áfall,“ sagði Ogden. Heimskulegt að flýta sér út á markaðinn „Hvort sem er, þótt þetta sé mikið áfall fyrir Liverpool, væri heimskulegt að flýta sér út á markaðinn til að finna staðgengil í janúar. Salah verður kominn aftur í síðasta lagi um miðjan janúar og Slot getur nú þegar reitt sig á Hugo Ekitike, Florian Wirtz, Cody Gakpo, Federico Chiesa og unglinginn Rio Ngumoha sem sóknarvalkosti. Ef mörkum Dominik Szoboszlai er bætt við hefur Liverpool næga breidd til að dekka fyrir Isak,“ sagði Ogden. „Að því gefnu að enginn annar meiðist, þá kaupirðu ekki annan framherja. Þú þarft ekki annan mann til að leysa af hólmi einhvern sem lagði mjög lítið af mörkum og gat ekki sannað áreiðanlega að hann ætti skilið að byrja leikina,“ sagði Marcotti. „Láttu Ekitike spila sem fremsta mann og þegar hann er ekki með, þá hefurðu Cody Gakpo. Eða spilaðu með tvo framherja og fáðu Florian Wirtz, Federico Chiesa og Salah, þegar hann er kominn aftur, inn í blönduna,“ sagði Marcotti. Fimm aðrar spurningar Þeir félagar reyndu líka að svara fleiri spurningum um Liverpool. Sækja fleiri leikmenn í aðrar stöður, eða halda sig við núverandi leikmannahóp Liverpool? Lánstími Elliott hjá Aston Villa hefur verið hrein hörmung: Ætti Liverpool að reyna að kalla hann til baka? Robertson og Konate verða báðir samningslausir í sumar: Framlengja, eða leyfa þeim að fara frítt? Fjöldi leikmanna Liverpool er með samninga sem renna út árið 2027: Alisson, Van Dijk, Wataru Endo, Salah, Curtis Jones, Joe Gomez og Stefan Bajcetic. Við hvern ætti að framlengja núna? Samningur Slot rennur út í júní 2027: Verðlauna hann með nýjum samningi, eða bíða þar til þessu ólgusama tímabili er lokið? Það má lesa meira um svörin við þeim hér.
Enski boltinn Liverpool FC Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira