Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Kjartan Kjartansson skrifar 30. desember 2025 14:07 Frakkinn Thierry Breton var framkvæmdastjóri innri markaðar Evrópusambandsins þegar það tók upp lög um stafræna þjónustu sem er Bandaríkjastjórn þyrnir í augum. Hann má ekki lengur koma til Bandaríkjanna vegna þess. Vísir/EPA Evrópusambandið má ekki láta neinn bilbug á sér finna og ætti svara refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar af fullri hörku, að mati eins fyrrverandi embættismanna þess sem sætir aðgerðunum. Bandaríkjastjórn refsaði honum og þremur öðrum fyrir þátt þeirra í að setja reglur á samfélagsmiðla. Thierry Breton, fyrrverandi framkvæmdastjórnar innri markaðar Evrópusambandsins, er einn fimm Evrópubúa sem Bandaríkjastjórn lagði refsiaðgerðir á fyrir að reyna að koma böndum á upplýsingafals og hatursorðræðu á netinu. Breton er meðal annars bannað að stíga fæti í Bandaríkin. Í rökstuðningi bandaríska utanríkisráðuneytisins var vísað til Bretons sem „heilans“ á bak við lög ESB um stafræna þjónustu. Þau voru grundvöllur 120 milljóna dollara sektar sem sambandið lagði á X, samfélagsmiðil Elons Musk, nýlega. Sakar Bandaríkjastjórn fimmmenningana um „ritskoðun“ á bandarískum viðhorfum og fyrirtækjum. Marco Rubio, utanríkisráðherra, sagði það geta haft „alvarlega neikvæðar afleiðingar“ fyrir Bandaríkin ef þeim yrði leyft að koma, vera eða athafna sig í landinu. Einstaklega hættuleg braut Breton sagði framkvæmdastjórnina ekki mega sýna nein veikleikamerki og að stofnanir Evrópu yrðu að bregðast við af hörku í viðtali í dag. „Ef við föllumst á að það sé hægt að útskúfa þér sem evrópskum framkvæmdastjóra, kenna þér um og refsa fyrir að framfylgja því umboði sem þér var treyst fyrir fetum við einstaklega hættulega braut,“ sagði Breton. Með þessum hætti væri hægt að fæla evrópska ráðamenn frá því að athafna sig í framtíðinni. Hin fjögur sem sæta nú bandarískum þvingunaraðgerðum eru breskir og þýskir ríkisborgarar. Þau unnu öll fyrir samtök sem berjast gegn hatursorðræðu á netinu. Það telja núverandi valdhafar í Bandaríkjunum aðför að bandarískum samfélagsmiðlafyrirtækjum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sagst hafa óskað skýringa frá bandarískum stjórnvöldum og að hún ætlaði að bregðast við ef þörf krefði, að því er segir í frétt Politico. Sektað fyrir að að berskjalda notendur fyrir svikum Lögin um stafræna þjónustu byrjuðu að taka gildi árið 2022. Þau skikka samfélagsmiðlafyrirtæki meðal annars til þess að grípa til aðgerða gegn ólöglegu efni og því sem er talið skaðlegt eins og hatursorðæða eða upplýsingafals. Sektin sem X var gerð fyrir brot á lögunum í byrjun desember var sú fyrsta sinnar tegundar. Hún var niðurstaða tveggja ára langrar rannsóknar framkvæmdastjórnarinnar á samfélagsmiðlinum, vinnubrögðum hans og viðskiptaháttum. Brot X vörðuðu meðal annars gagnsæi auglýsinga sem birtast á miðlinum og auðkenningu notenda. Vanrækti miðillinn að verja notendur sína fyrir mögulegum svikum og prettum. Musk, eigandi X, hefur verið náinn samverkamaður ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Bandaríkjastjórn hefur undir Trump verið herská í garð Evrópubúa og annarra hefðbundinna bandamanna sinna. Í nýlegri þjóðaröryggisáætlun hennar var því haldið fram að Evrópuríki beitti ólýðræðislegum brögðum til að þæfa andóf og tekið undir málflutning hvítra þjóðernissinna um meinta eyðingu vestrænnar siðmenningar vegna fjölgunar innflytjenda. Evrópusambandið Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Sjá meira
Thierry Breton, fyrrverandi framkvæmdastjórnar innri markaðar Evrópusambandsins, er einn fimm Evrópubúa sem Bandaríkjastjórn lagði refsiaðgerðir á fyrir að reyna að koma böndum á upplýsingafals og hatursorðræðu á netinu. Breton er meðal annars bannað að stíga fæti í Bandaríkin. Í rökstuðningi bandaríska utanríkisráðuneytisins var vísað til Bretons sem „heilans“ á bak við lög ESB um stafræna þjónustu. Þau voru grundvöllur 120 milljóna dollara sektar sem sambandið lagði á X, samfélagsmiðil Elons Musk, nýlega. Sakar Bandaríkjastjórn fimmmenningana um „ritskoðun“ á bandarískum viðhorfum og fyrirtækjum. Marco Rubio, utanríkisráðherra, sagði það geta haft „alvarlega neikvæðar afleiðingar“ fyrir Bandaríkin ef þeim yrði leyft að koma, vera eða athafna sig í landinu. Einstaklega hættuleg braut Breton sagði framkvæmdastjórnina ekki mega sýna nein veikleikamerki og að stofnanir Evrópu yrðu að bregðast við af hörku í viðtali í dag. „Ef við föllumst á að það sé hægt að útskúfa þér sem evrópskum framkvæmdastjóra, kenna þér um og refsa fyrir að framfylgja því umboði sem þér var treyst fyrir fetum við einstaklega hættulega braut,“ sagði Breton. Með þessum hætti væri hægt að fæla evrópska ráðamenn frá því að athafna sig í framtíðinni. Hin fjögur sem sæta nú bandarískum þvingunaraðgerðum eru breskir og þýskir ríkisborgarar. Þau unnu öll fyrir samtök sem berjast gegn hatursorðræðu á netinu. Það telja núverandi valdhafar í Bandaríkjunum aðför að bandarískum samfélagsmiðlafyrirtækjum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sagst hafa óskað skýringa frá bandarískum stjórnvöldum og að hún ætlaði að bregðast við ef þörf krefði, að því er segir í frétt Politico. Sektað fyrir að að berskjalda notendur fyrir svikum Lögin um stafræna þjónustu byrjuðu að taka gildi árið 2022. Þau skikka samfélagsmiðlafyrirtæki meðal annars til þess að grípa til aðgerða gegn ólöglegu efni og því sem er talið skaðlegt eins og hatursorðæða eða upplýsingafals. Sektin sem X var gerð fyrir brot á lögunum í byrjun desember var sú fyrsta sinnar tegundar. Hún var niðurstaða tveggja ára langrar rannsóknar framkvæmdastjórnarinnar á samfélagsmiðlinum, vinnubrögðum hans og viðskiptaháttum. Brot X vörðuðu meðal annars gagnsæi auglýsinga sem birtast á miðlinum og auðkenningu notenda. Vanrækti miðillinn að verja notendur sína fyrir mögulegum svikum og prettum. Musk, eigandi X, hefur verið náinn samverkamaður ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Bandaríkjastjórn hefur undir Trump verið herská í garð Evrópubúa og annarra hefðbundinna bandamanna sinna. Í nýlegri þjóðaröryggisáætlun hennar var því haldið fram að Evrópuríki beitti ólýðræðislegum brögðum til að þæfa andóf og tekið undir málflutning hvítra þjóðernissinna um meinta eyðingu vestrænnar siðmenningar vegna fjölgunar innflytjenda.
Evrópusambandið Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Sjá meira