ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2025 12:15 Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins X, allt smáforitsins. Vísir/EPA Eftirlitsstofnun Evrópusambandsins sektaði samfélagsmiðilinn X um 120 milljónir evra, jafnvirði tæpra átján milljarða króna, fyrir að brjóta lög um stafræna þjónustu. X er fyrsta fyrirtækið sem er sektað á grundvelli laganna en það er sakað um að vernda notendur sína ekki fyrir svikum og prettum. Framkvæmdastjórn ESB tilkynnti um sektina í dag en hún er niðurstaðan tveggja ára langrar rannsóknar á X sem er í eigu Elons Musk, ríkasta manns í heimi. Sektin er vegna þriggja brota á ákvæðum laga um stafræna þjónustu (DSA) sem tengjast gagnsæi. Eitt þeirra tengist auðkenningu X á notendum sem Evrópusambandið telur blekkjandi og geti leitt til svika og falsana. Áður en Musk keypti Twitter, sem miðillinn hét þá, voru ákveðnir notendur auðkenndir með bláu merki til þess að staðfesta að hann væri raunverulega sá sem hann segðist vera. Á meðal þeirra sem höfðu slíka auðkenningu voru þjóðarleiðtogar, þekktir einstaklingar, stofnanir og fjölmiðlar. Eftir kaup Musk og breytinguna í X hóf miðillinn að selja bláu merkin til notenda. Með því að kaupa slíkt merki urðu notendur sýnilegri á miðlinum. Þá telur sambandið að auglýsingar á X séu ekki nægilega gagnsæjar. Samkvæmt evrópskum lögunum ber fyrirtækjum að halda gagnasafn um auglýsingar sem þau birta, þar á meðal um hver greiddi fyrir þær og að hverjum þær beindust. Þær reglur eiga að gera rannsakendum kleift að hafa upp á svindlurum og skipulögðum áróðursherferðum. AP-fréttastofan segir að líklegt sé að sektin fari öfugt ofan í Bandaríkjastjórn sem hefur hótað Evrópusambandinu refsiaðgerðum ef bandarísk fyrirtæki þurfa að beygja sig undir evrópskar reglur. Musk var einn nánasti samverkamaður Donalds Trump í fyrra og fram á þetta ár. X (Twitter) Evrópusambandið Netöryggi Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Framkvæmdastjórn ESB tilkynnti um sektina í dag en hún er niðurstaðan tveggja ára langrar rannsóknar á X sem er í eigu Elons Musk, ríkasta manns í heimi. Sektin er vegna þriggja brota á ákvæðum laga um stafræna þjónustu (DSA) sem tengjast gagnsæi. Eitt þeirra tengist auðkenningu X á notendum sem Evrópusambandið telur blekkjandi og geti leitt til svika og falsana. Áður en Musk keypti Twitter, sem miðillinn hét þá, voru ákveðnir notendur auðkenndir með bláu merki til þess að staðfesta að hann væri raunverulega sá sem hann segðist vera. Á meðal þeirra sem höfðu slíka auðkenningu voru þjóðarleiðtogar, þekktir einstaklingar, stofnanir og fjölmiðlar. Eftir kaup Musk og breytinguna í X hóf miðillinn að selja bláu merkin til notenda. Með því að kaupa slíkt merki urðu notendur sýnilegri á miðlinum. Þá telur sambandið að auglýsingar á X séu ekki nægilega gagnsæjar. Samkvæmt evrópskum lögunum ber fyrirtækjum að halda gagnasafn um auglýsingar sem þau birta, þar á meðal um hver greiddi fyrir þær og að hverjum þær beindust. Þær reglur eiga að gera rannsakendum kleift að hafa upp á svindlurum og skipulögðum áróðursherferðum. AP-fréttastofan segir að líklegt sé að sektin fari öfugt ofan í Bandaríkjastjórn sem hefur hótað Evrópusambandinu refsiaðgerðum ef bandarísk fyrirtæki þurfa að beygja sig undir evrópskar reglur. Musk var einn nánasti samverkamaður Donalds Trump í fyrra og fram á þetta ár.
X (Twitter) Evrópusambandið Netöryggi Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Fleiri fréttir ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira