Innlent

Sjó­menn mót­mæla breytingum á samsköttun hjóna

Lovísa Arnardóttir skrifar
Aðalsteinn Árni Baldursson er formaður Framsýnar.
Aðalsteinn Árni Baldursson er formaður Framsýnar. Vísir/Vilhelm

Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um að falla frá reglum og lögum um samsköttun hjóna og sambúðarfólks.

Á næsta ári fellur út heimild hjóna og sambúðaraðila til að samnýta annað og þriðja þrep, í þeim tilvikum þegar annar aðilinn er með tekjuskattsstofn í þriðja þrepi en hinn ekki.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að aðalfundur félagsins hafi verið haldinn í gær og að á fundinum hafi komið fram megn óánægja hafi komið fram á aðalfundi með þessa ákvörðun stjórnvalda um að falla frá lögum um samsköttun hjóna og sambúðarfólks. Á fundinum var því samþykkt að senda frá félaginu ályktun.

Í ályktuninni er jafnframt minnt á að sjómannaafslátturinn hafi verið tekinn af að fullu árið 2013.

„Áfram skal haldið, nú skal aftur höggvið í sama knérunn gagnvart sjómönnum,“ segir í ályktuninni.

Að lokum hvetur aðalfundur samtakanna samtök sjómanna til að berjast fyrir því að stjórnvöld falli frá boðuðum breytingum á samsköttun hjóna og sambúðarfólks.

„Annað kemur ekki til greina,“ segir að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×